Erlent

Réttarhöld yfir Kevin Spacey hafin

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Kevin Spacey þegar hann mætti fyrir dómara í Lundúnum á síðasta ári og lýsti yfir sakleysi sínu.
Kevin Spacey þegar hann mætti fyrir dómara í Lundúnum á síðasta ári og lýsti yfir sakleysi sínu. AP/Alberto Pezzali

Réttarhöld yfir bandaríska leikaranum Kevin Spacey eru hafin. Spacey er ákærður fyrir alls tólf kynferðisbrot gegn fjórum drengjum. 

Meðal meintra brota Spacey er nauðgun, kynferðisleg áreitni og tælingar. Hann neitar sök í öllum ákæruliðum.

Réttarhöldin hófust í gær og er búist við því að þau standi yfir næstu fjórar vikurnar í Lundúnum, nánar tiltekið Southwark dómshúsinu. 

Á fyrsta degi réttarhalda var fjórtán manna kviðdómur valinn. Dómari í málinu beindi því strax til kviðdómenda að láta fjölmiðlaumfjöllun ekki hafa áhrif á ákvörðun þeirra, né frægð og frama Spacey. 

Kviðdómur í New York sýknaði í október á síðasta ári Spacey af ásökunum um að hann hefði reynt að nauðga leikaranum Anthony Rapp þegar sá síðarnefndi var táningur á tíunda áratug síðustu aldar.

Í kjölfar #MeToo byltingar steig mikill fjöldi karlmanna fram og sakaði leikarann um að hafa brotið á sér kynferðislega. Saksóknari í Bretklandi gaf út ákærurnar á hendur honum, sem nú eru til meðferðar, í maí á síðasta ári.


Tengdar fréttir

Spacey segist saklaus

Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×