Kaupir Liverpool manninn sem kom í veg fyrir að Ísland færi á EM? Smári Jökull Jónsson skrifar 28. júní 2023 19:30 Dominik Szoboszlai er undir smásjánni hjá Liverpool. Vísir/Getty Liverpool hefur verið orðað við fjölmarga leikmenn á síðustu vikum en aðeins gengið frá samningum við Alexis Mac Allister síðan tímabilinu lauk. Nýtt nafn hefur nú dúkkað upp í umræðunni og það er leikmaður sem við Íslendingar könnumst of vel við. Það er ekkert leyndarmál að Liverpool ætlar sér að styrkja liðið fyrir næsta tímabil. Liðið hefur nú þegar fest kaup á Argentínumanninum Alexis Mac Allister frá Brighton en liðið er hvergi nærri hætt að skoða miðjumenn og hafa fjölmargir leikmenn verið orðaðir við félagið á síðustu vikum. Khephren Thuram, Manu Kone, Romeo Lavia, Ryan Gravenberch og Gabri Veiga eru nöfn sem hafa verið í umræðunni síðustu vikurnar og virðist sem hinn franski Kheprehn Thuram sé einna líklegastur til að flytja sig yfir í Bítlaborgina. Blaðamaðurinn David Ornstein hjá The Athletic greinir hins vegar frá því í dag að Liverpool sé nú að skoða möguleikann á því að kaupa Ungverjann Dominik Szoboszlai frá RB Leipzig. Szoboszlai er 22 ára framliggjandi miðjumaður og hefur leikið með þýska liðinu síðastliðin tvö tímabil við góðan orðstír. Liverpool exploring move for Dominik Szoboszlai of RB Leipzig. #LFC met his camp this week; latest attacking mid to be considered. Unclear if it develops due to price but is desired profile. Unrelated to potential Carvalho loan @TheAthleticFC #RBLeipzig https://t.co/KDuUIpoxGT— David Ornstein (@David_Ornstein) June 28, 2023 Ornstein segir að forráðamenn Liverpool hafi hitt fulltrúa leikmannsins í vikunni en hann tekur einnig fram að Szoboszlai sé með klásúlu í samningi sínum sem gerir liðum kleift að kaupa hann fyrir 70 milljónir evra. Óljóst er hvort eða hvenær klásúlan rennur úr gildi. Dominik Szoboszlai er langt frá því að vera einhver Íslandsvinur. Hann skoraði nefnilega sigurmark Ungverja gegn Íslandi í umspilsleik þjóðanna um sæti á Evrópumótinu sem fram fór árið 2021. Hann skoraði sigurmarkið á annarri mínútu uppbótartíma og skildi íslenska liðið og alla þjóðina eftir með brostin hjörtu. Þýski boltinn Tengdar fréttir Eyðilagði EM-draum Íslands en fer ekki á mótið Ungverska ungstirnið Dominik Szoboszlai missir af Evrópumótinu í fótbolta vegna meiðsla í læri sem hafa angrað hann frá því í janúar. 3. júní 2021 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Það er ekkert leyndarmál að Liverpool ætlar sér að styrkja liðið fyrir næsta tímabil. Liðið hefur nú þegar fest kaup á Argentínumanninum Alexis Mac Allister frá Brighton en liðið er hvergi nærri hætt að skoða miðjumenn og hafa fjölmargir leikmenn verið orðaðir við félagið á síðustu vikum. Khephren Thuram, Manu Kone, Romeo Lavia, Ryan Gravenberch og Gabri Veiga eru nöfn sem hafa verið í umræðunni síðustu vikurnar og virðist sem hinn franski Kheprehn Thuram sé einna líklegastur til að flytja sig yfir í Bítlaborgina. Blaðamaðurinn David Ornstein hjá The Athletic greinir hins vegar frá því í dag að Liverpool sé nú að skoða möguleikann á því að kaupa Ungverjann Dominik Szoboszlai frá RB Leipzig. Szoboszlai er 22 ára framliggjandi miðjumaður og hefur leikið með þýska liðinu síðastliðin tvö tímabil við góðan orðstír. Liverpool exploring move for Dominik Szoboszlai of RB Leipzig. #LFC met his camp this week; latest attacking mid to be considered. Unclear if it develops due to price but is desired profile. Unrelated to potential Carvalho loan @TheAthleticFC #RBLeipzig https://t.co/KDuUIpoxGT— David Ornstein (@David_Ornstein) June 28, 2023 Ornstein segir að forráðamenn Liverpool hafi hitt fulltrúa leikmannsins í vikunni en hann tekur einnig fram að Szoboszlai sé með klásúlu í samningi sínum sem gerir liðum kleift að kaupa hann fyrir 70 milljónir evra. Óljóst er hvort eða hvenær klásúlan rennur úr gildi. Dominik Szoboszlai er langt frá því að vera einhver Íslandsvinur. Hann skoraði nefnilega sigurmark Ungverja gegn Íslandi í umspilsleik þjóðanna um sæti á Evrópumótinu sem fram fór árið 2021. Hann skoraði sigurmarkið á annarri mínútu uppbótartíma og skildi íslenska liðið og alla þjóðina eftir með brostin hjörtu.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Eyðilagði EM-draum Íslands en fer ekki á mótið Ungverska ungstirnið Dominik Szoboszlai missir af Evrópumótinu í fótbolta vegna meiðsla í læri sem hafa angrað hann frá því í janúar. 3. júní 2021 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Eyðilagði EM-draum Íslands en fer ekki á mótið Ungverska ungstirnið Dominik Szoboszlai missir af Evrópumótinu í fótbolta vegna meiðsla í læri sem hafa angrað hann frá því í janúar. 3. júní 2021 10:00