Innherji

Hopp leitar eftir fjár­mögnun til að stækka úr 50 mörkuðum í 500

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopps, segir að félagið vilji ekki einblína á eitt tiltekið farartæki heldur hjálpa fólki að komast á milli staða á hagkvæman og umhverfisvænan máta. Það sé óskilvirkt að flestir nýti einkabíl til að aka til dæmis eins og hálfs kílómetraleið til vinnu.
Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopps, segir að félagið vilji ekki einblína á eitt tiltekið farartæki heldur hjálpa fólki að komast á milli staða á hagkvæman og umhverfisvænan máta. Það sé óskilvirkt að flestir nýti einkabíl til að aka til dæmis eins og hálfs kílómetraleið til vinnu. Vísir/Vilhelm

Hopp stefnir á að afla átta milljóna Bandaríkjadala í fjármögnun, jafnvirði ríflega milljarðs króna. Fundir með fjárfestum munu hefjast eftir um mánuð. Nýta á fjármunina til að stækka fyrirtækið sem nú starfar á um það bil 50 mörkuðum og á að sækja fram á 500 markaði. Fjármögnuninni verður því að mestu varið í sölu- og markaðsstarf en einnig í vöruþróun, að sögn framkvæmdastjóra Hopps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×