Shearer býðst til að keyra Kane sjálfur til München Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2023 10:00 Alan Shearer hefur starfað mikið í sjónvarpi sem knattspyrnusérfræðingur eftir að skórnir fóru upp á hillu. Getty/Catherine Ivill Alan Shearer hefur skorað mest allra í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og hefur átt það met í nokkra áratugi. Nú nálgast hins vegar einn maður metið. Harry Kane er kominn með 213 mörk og er nú 47 mörkum frá metinu sem er 260 mörk. Kane skoraði þrjátíu mörk á síðustu leiktíð og gæti náð metinu á næstu tveimur tímabilum. Það hefur aftur á móti verið mikið skrifað og skrafað í sumar um að Kane sé á förum frá Tottenham þótt að félagið sjálft komi aftur og aftur fram og segi að hann sé ekki til sölu. Nú síðast var Kane orðaður við þýsku meistarana í Bayern München og sumar fréttir gengu svo langt að enski landsliðsfyrirliðinn væri búinn að semja um kaup eða kjör. Tottenham á að hafa hafnað einu tilboð en Bæjarar ætla ekki að gefast upp. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Fari Kane til Bayern þá er ljóst að metið hans Shearer muni lifa eitthvað lengur og jafnvel um ókomna tíð. Shearer grínaðist um það sjálfur að hann vilji endilega horfa á eftir Kane í þýsku deildina og bauðst meira að segja til að keyra hann frá London til München. „Ef Harry Kane vill ganga til liðs við Bayern þá skal ég keyra andskotans bílinn þangað sjálfur. Ég geri allt til þess að verja metið mitt,“ sagði Alan Shearer við The Athletic. Shearer skoraði mörkin sín í 441 leik en Kane hefur spilað 320 leiki. Kane er því með 0,66 mörk í leik á móti 0,59 hjá Shearer. Kane hefur einmitt skorað 47 mörk á síðustu tveimur tímabilum en það er einmitt sá markafjöldi sem honum vantar til að jafna metið. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
Harry Kane er kominn með 213 mörk og er nú 47 mörkum frá metinu sem er 260 mörk. Kane skoraði þrjátíu mörk á síðustu leiktíð og gæti náð metinu á næstu tveimur tímabilum. Það hefur aftur á móti verið mikið skrifað og skrafað í sumar um að Kane sé á förum frá Tottenham þótt að félagið sjálft komi aftur og aftur fram og segi að hann sé ekki til sölu. Nú síðast var Kane orðaður við þýsku meistarana í Bayern München og sumar fréttir gengu svo langt að enski landsliðsfyrirliðinn væri búinn að semja um kaup eða kjör. Tottenham á að hafa hafnað einu tilboð en Bæjarar ætla ekki að gefast upp. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Fari Kane til Bayern þá er ljóst að metið hans Shearer muni lifa eitthvað lengur og jafnvel um ókomna tíð. Shearer grínaðist um það sjálfur að hann vilji endilega horfa á eftir Kane í þýsku deildina og bauðst meira að segja til að keyra hann frá London til München. „Ef Harry Kane vill ganga til liðs við Bayern þá skal ég keyra andskotans bílinn þangað sjálfur. Ég geri allt til þess að verja metið mitt,“ sagði Alan Shearer við The Athletic. Shearer skoraði mörkin sín í 441 leik en Kane hefur spilað 320 leiki. Kane er því með 0,66 mörk í leik á móti 0,59 hjá Shearer. Kane hefur einmitt skorað 47 mörk á síðustu tveimur tímabilum en það er einmitt sá markafjöldi sem honum vantar til að jafna metið.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira