Einkavædd einkavæðing Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 29. júní 2023 10:30 Fjármálaráðherra hneykslast á þeim sem vilja kalla hann til ábyrgðar vegna alvarlegra og kerfislægra lögbrota sem framin voru við sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor. Sama hneykslun birtist í viðbrögðum forstjóra og stjórnarformanns Bankasýslunnar við spurningum á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Staðreyndin er engu að síður sú að Alþingi hefur sett sérstök lög sem fela fjármálaráðherra veigamikið hlutverk, ábyrgð, ákvörðunarvald og eftirlit við sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Framkvæmdin er í höndum Bankasýslunnar, sérstakrar stofnunar á málefnasviði fjármálaráðherra sem annast sölumeðferð „fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra“, en það er fjármálaráðherra sem ákveður hvort og hvernig skuli selja, kynnir fyrirhugaða sölu, hefur eftirlit með söluferlinu og tekur endanlega ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað. Fyrst löggjafinn hefur sérstaklega falið fjármálaráðherra það verkefni að selja eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum – og meira að segja sett á fót heila ríkisstofnun sem er ætlað að aðstoða hann við það – mætti ætla að um opinbert stjórnarmálefni væri að ræða sem ráðherra bæri ábyrgð á, og þá einnig ef í ljós kæmi að farið hefði verið á svig við lög við framkvæmd þess. Er það endilega svo fráleitt, að fjármálaráðherra og Bankasýsla ríkisins beri ábyrgð á því að farið sé að lögum við framkvæmd þeirra verkefna sem löggjafinn hefur falið þeim? Þegar spjótin stóðu á fjármálaráðherra vegna bankasölunnar í fyrravor var helst á honum að skilja að sjálfur hefði hann vart komið nálægt sölunni; ekki mátt það vegna „armslengdarreglu“ sem þó er hvergi að finna í lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þetta rímaði illa við málflutning stjórnenda Bankasýslunnar sem sögðu að stofnunin og ráðherra hefðu haft með sér „nána samvinnu í gegnum allt söluferlið“. Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í gær léku fulltrúar Bankasýslunnar sama leik og Bjarni: dembdu allri ábyrgð á næsta hlekk fyrir neðan sig, kynntu sig sem óheppna kaupendur fjármálaþjónustu sem reynst hefði gölluð. Áttu þeir, fórnarlömbin, að bera ábyrgð á eigin óláni? Eini vandinn við þessa annars hugvitsamlegu lausn á vandræðum fjármálaráðherra og bankasýslumanna er lagabókstafurinn. Stjórnvöldum er sem betur fer ekki frjálst að fela öðrum að vinna vinnuna sína og taka ábyrgð á henni þegar illa fer. Ólögmætt valdframsal er jafnvel enn alvarlegra lögbrot en mörg þeirra sem ráðherra og bankasýslumenn hafa verið að reyna að sverja af sér með því að vísa ábyrgð sinni á aðra, ráðherra á Bankasýsluna og Bankasýslan á „söluráðgjafa“ sem nú eiga að hafa séð nær alfarið um framkvæmd útboðsins. Staðreyndin er sú að fjármálaráðherra og Bankasýslan báru og bera enn lagalega ábyrgð á sölu 22,5% eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor. Undan þessari ábyrgð gátu þessir stjórnvaldshafar ekki komið sér með því að framselja vald sitt án lagaheimildar til annars stjórnvalds, hvað þá til einkaaðila, heldur felast í því sjálfstæð lögbrot ef rétt reynist. Þær skýringar sem ráðherra og Bankasýslumenn hafa veitt eru því ekki eins snilldarlegar og þær gætu virst við fyrstu sýn. Í ákafanum við að sverja af sér klúðrið við Íslandsbankasöluna gleyma þeir því að salan er lögbundið verkefni sem þeir fóru með og bera ábyrgð á – sama hvernig þeir ákváðu sjálfir að rækja það eða vanrækja. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Samfylkingin Tengdar fréttir Kúnstugt viðtal við Katrínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að úttekt Ríkisendurskoðunar sé ekki áfellisdómur yfir því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. „Ég lít hvorki á hana sem áfellisdóm eða hvítþvott,“ sagði hún í Sprengisandi nú á sunnudag. Það er full ástæða til að staldra við og rýna aðeins í málflutning forsætisráðherra í viðtalinu. 21. nóvember 2022 11:01 Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra hneykslast á þeim sem vilja kalla hann til ábyrgðar vegna alvarlegra og kerfislægra lögbrota sem framin voru við sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor. Sama hneykslun birtist í viðbrögðum forstjóra og stjórnarformanns Bankasýslunnar við spurningum á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Staðreyndin er engu að síður sú að Alþingi hefur sett sérstök lög sem fela fjármálaráðherra veigamikið hlutverk, ábyrgð, ákvörðunarvald og eftirlit við sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Framkvæmdin er í höndum Bankasýslunnar, sérstakrar stofnunar á málefnasviði fjármálaráðherra sem annast sölumeðferð „fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra“, en það er fjármálaráðherra sem ákveður hvort og hvernig skuli selja, kynnir fyrirhugaða sölu, hefur eftirlit með söluferlinu og tekur endanlega ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað. Fyrst löggjafinn hefur sérstaklega falið fjármálaráðherra það verkefni að selja eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum – og meira að segja sett á fót heila ríkisstofnun sem er ætlað að aðstoða hann við það – mætti ætla að um opinbert stjórnarmálefni væri að ræða sem ráðherra bæri ábyrgð á, og þá einnig ef í ljós kæmi að farið hefði verið á svig við lög við framkvæmd þess. Er það endilega svo fráleitt, að fjármálaráðherra og Bankasýsla ríkisins beri ábyrgð á því að farið sé að lögum við framkvæmd þeirra verkefna sem löggjafinn hefur falið þeim? Þegar spjótin stóðu á fjármálaráðherra vegna bankasölunnar í fyrravor var helst á honum að skilja að sjálfur hefði hann vart komið nálægt sölunni; ekki mátt það vegna „armslengdarreglu“ sem þó er hvergi að finna í lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þetta rímaði illa við málflutning stjórnenda Bankasýslunnar sem sögðu að stofnunin og ráðherra hefðu haft með sér „nána samvinnu í gegnum allt söluferlið“. Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í gær léku fulltrúar Bankasýslunnar sama leik og Bjarni: dembdu allri ábyrgð á næsta hlekk fyrir neðan sig, kynntu sig sem óheppna kaupendur fjármálaþjónustu sem reynst hefði gölluð. Áttu þeir, fórnarlömbin, að bera ábyrgð á eigin óláni? Eini vandinn við þessa annars hugvitsamlegu lausn á vandræðum fjármálaráðherra og bankasýslumanna er lagabókstafurinn. Stjórnvöldum er sem betur fer ekki frjálst að fela öðrum að vinna vinnuna sína og taka ábyrgð á henni þegar illa fer. Ólögmætt valdframsal er jafnvel enn alvarlegra lögbrot en mörg þeirra sem ráðherra og bankasýslumenn hafa verið að reyna að sverja af sér með því að vísa ábyrgð sinni á aðra, ráðherra á Bankasýsluna og Bankasýslan á „söluráðgjafa“ sem nú eiga að hafa séð nær alfarið um framkvæmd útboðsins. Staðreyndin er sú að fjármálaráðherra og Bankasýslan báru og bera enn lagalega ábyrgð á sölu 22,5% eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor. Undan þessari ábyrgð gátu þessir stjórnvaldshafar ekki komið sér með því að framselja vald sitt án lagaheimildar til annars stjórnvalds, hvað þá til einkaaðila, heldur felast í því sjálfstæð lögbrot ef rétt reynist. Þær skýringar sem ráðherra og Bankasýslumenn hafa veitt eru því ekki eins snilldarlegar og þær gætu virst við fyrstu sýn. Í ákafanum við að sverja af sér klúðrið við Íslandsbankasöluna gleyma þeir því að salan er lögbundið verkefni sem þeir fóru með og bera ábyrgð á – sama hvernig þeir ákváðu sjálfir að rækja það eða vanrækja. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Kúnstugt viðtal við Katrínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að úttekt Ríkisendurskoðunar sé ekki áfellisdómur yfir því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. „Ég lít hvorki á hana sem áfellisdóm eða hvítþvott,“ sagði hún í Sprengisandi nú á sunnudag. Það er full ástæða til að staldra við og rýna aðeins í málflutning forsætisráðherra í viðtalinu. 21. nóvember 2022 11:01
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun