Ábyrgðarlaust Alþingi þar sem hver bendir á annan Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2023 11:02 Gísli Rafn settist á þing 2021 og hann hefur tekið saman punkta þar sem hann lýsir reynslu sinni það sem af er, að sitja á löggjafarþinginu sjálfu. Gísli Rafn hefur komist að því að þingið er ekki skilvirkt og að það einkennist af því að fólk vilji koma sér undan ábyrgð. vísir/vilhelm Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata ritar athyglisverða grein þar sem hann fer yfir upplifun sína af þingstörfunum og starfsemi Alþingis. Og þar er ekkert endilega fagurt um að litast. Þessa athyglisverðu grein Gísla Rafns má finna á Vísi en hann hefur setið á þingi sem þingmaður Suðvesturkjördæmis síðan 2021. Greinin er í tíu liðum og þar segir meðal annars að þegar eitthvað fari úrskeiðis, þá þori enginn að taka ábyrgð. „Mistök gerast, hvort sem það er í lagasetningu eða framkvæmd þeirra. En í stað þess að taka ábyrgð á mistökunum, þá er alltaf farið í að benda á einhverja aðra, nú eða tala um eitthvað allt annað. Þetta þýðir oft að smávægileg mistök vinda upp á sig og verða að stórmáli. Stjórnmálamenn, rétt eins og annað fólk gerir mistök og hefur stundum rangt fyrir sér, en ólíkt mörgum öðrum stéttum, þá virðist það vera bannað að viðurkenna slíkt.“ Víst er að Íslendingar upp til hópa eiga erfitt með að játa á sig mistök. Það virðist vera eitthvað í þjóðarsálinni sem veldur því að menn líti á það sem mikinn áfellisdóm og djúpt skarð í sjálfsmyndina. Samkvæmt Gísla Rafni kveður sérlega rammt að þessu meðal þingmanna. Þá segir Gísli Rafn að samráð við lagasetningar séu bara til sýnis: „Á undanförnum áratug hefur verið lögð mikil vinna í það að auka samráð í lagasetningarferlinu. Ráðuneyti setja drög að frumvörpum í samráðsgátt og þingnefndir óska eftir umsögnum sem hluta af ferli mála innan þingsins. Myndin, sem er lýsandi fyrir efni pistils Gísla Rafns, er úr NY Times árið 1871 og er eftir Thomas Nast. Hún sýnir “William M. 'Boss' Tweed and the Tweed Ring of corrupt New York City politicians.” Engin ábyrð, hver bendir á annan. Allt lítur þetta vel út á pappírunum, en sannleikurinn er sá að lítið tillit er tekið til þeirra umsagna sem koma inn, nema ef bent er á einhver mjög augljóslega röng atriði, nú eða ef umsagnaraðilinn er hagsmunaaðili með mjög sterk ítök innan stjórnarflokkanna,“ skrifar Gísli og vísar til Sherry Arnstein sem kallar slíkt fyrirbæri sýndar-samráð. Og gerir að verkum að færri og færri umsagnir berast um mál því margir umsagnaraðilar vita að ekkert er tekið mark á því hvað er skrifað. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Þessa athyglisverðu grein Gísla Rafns má finna á Vísi en hann hefur setið á þingi sem þingmaður Suðvesturkjördæmis síðan 2021. Greinin er í tíu liðum og þar segir meðal annars að þegar eitthvað fari úrskeiðis, þá þori enginn að taka ábyrgð. „Mistök gerast, hvort sem það er í lagasetningu eða framkvæmd þeirra. En í stað þess að taka ábyrgð á mistökunum, þá er alltaf farið í að benda á einhverja aðra, nú eða tala um eitthvað allt annað. Þetta þýðir oft að smávægileg mistök vinda upp á sig og verða að stórmáli. Stjórnmálamenn, rétt eins og annað fólk gerir mistök og hefur stundum rangt fyrir sér, en ólíkt mörgum öðrum stéttum, þá virðist það vera bannað að viðurkenna slíkt.“ Víst er að Íslendingar upp til hópa eiga erfitt með að játa á sig mistök. Það virðist vera eitthvað í þjóðarsálinni sem veldur því að menn líti á það sem mikinn áfellisdóm og djúpt skarð í sjálfsmyndina. Samkvæmt Gísla Rafni kveður sérlega rammt að þessu meðal þingmanna. Þá segir Gísli Rafn að samráð við lagasetningar séu bara til sýnis: „Á undanförnum áratug hefur verið lögð mikil vinna í það að auka samráð í lagasetningarferlinu. Ráðuneyti setja drög að frumvörpum í samráðsgátt og þingnefndir óska eftir umsögnum sem hluta af ferli mála innan þingsins. Myndin, sem er lýsandi fyrir efni pistils Gísla Rafns, er úr NY Times árið 1871 og er eftir Thomas Nast. Hún sýnir “William M. 'Boss' Tweed and the Tweed Ring of corrupt New York City politicians.” Engin ábyrð, hver bendir á annan. Allt lítur þetta vel út á pappírunum, en sannleikurinn er sá að lítið tillit er tekið til þeirra umsagna sem koma inn, nema ef bent er á einhver mjög augljóslega röng atriði, nú eða ef umsagnaraðilinn er hagsmunaaðili með mjög sterk ítök innan stjórnarflokkanna,“ skrifar Gísli og vísar til Sherry Arnstein sem kallar slíkt fyrirbæri sýndar-samráð. Og gerir að verkum að færri og færri umsagnir berast um mál því margir umsagnaraðilar vita að ekkert er tekið mark á því hvað er skrifað.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira