Snjóþyngslum og verðbólgu kennt um lakari niðurstöðu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. júní 2023 14:19 „Uppgjör Reykjavíkurborgar endurspeglar áframhaldandi áskoranir í rekstri sveitarfélaga,” er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í tilkynningu borgarinnar. vísir/vilhelm Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar á fyrstu þremur mánuðum ársins er um 1,8 milljarði króna lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í tilkynningu borgarinnar segir að niðurstaðan skýrist að mestu leyti af mikilli verðbólgu og snjóþungum vetri. Óendurskoðað rekstraruppgjör A-hluta fyrir tímabilið janúar til mars 2023 var lagt fram í borgarráði í dag. Í tilkynningu segir að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið neikvæð um 3,974 milljarða króna. Áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði neikvæð um 2,167 milljarða króna á tímabilinu. Niðurstaðan er því 1,807 milljarða króna lakari en áætlað var. Verðbólga, snjóþyngsli og aukinn kostnaður við skólaþjónustu „Frávik skýrast einkum af hærri fjármagnsgjöldum en áætlanir gerðu ráð fyrir sökum verðbólgu eða 995 m.kr. yfir áætlun. Vetrarþjónusta var 588 m.kr. yfir fjárheimildum vegna snjóþyngsla á tímabilinu. Þá hefur kostnaður verið umfram áætlanir á skóla- og frístundasviði, að hluta til vegna móttöku barna af erlendum uppruna og auknum fjölda barna sem þurfa sértæk úrræði umfram það sem áætlað var,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Veltufé betra en á síðasta ári Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 764 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 47 m.kr. þannig að niðurstaðan var 812 m.kr. lakari en áætlun gerði ráð fyrir. Veltufé frá rekstri var neikvætt um 667 m.kr. eða 1,016 m.kr. lakara en áætlað var. Veltufé var 1,956 m.kr. betra en á sama tíma árið 2022. „Uppgjör Reykjavíkurborgar endurspeglar áframhaldandi áskoranir í rekstri sveitarfélaga,” er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. „Áhrif af verðbólgu og aukinn snjómokstur vegna tíðarfars skýra frávik í rekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins nær alfarið. Veltufé frá rekstri styrkist og er tæpum tveimur milljörðum betri en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurborg fylgir markvissri aðgerðaráætlun í fjármálum í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun borgarinnar. Brýnt er að viðræður sveitarfélaga og ríkis um fulla fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks verði leiddar til lykta sem fyrst,” segir Dagur ennfremur. Borgarstjórn Reykjavík Snjómokstur Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Óendurskoðað rekstraruppgjör A-hluta fyrir tímabilið janúar til mars 2023 var lagt fram í borgarráði í dag. Í tilkynningu segir að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið neikvæð um 3,974 milljarða króna. Áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði neikvæð um 2,167 milljarða króna á tímabilinu. Niðurstaðan er því 1,807 milljarða króna lakari en áætlað var. Verðbólga, snjóþyngsli og aukinn kostnaður við skólaþjónustu „Frávik skýrast einkum af hærri fjármagnsgjöldum en áætlanir gerðu ráð fyrir sökum verðbólgu eða 995 m.kr. yfir áætlun. Vetrarþjónusta var 588 m.kr. yfir fjárheimildum vegna snjóþyngsla á tímabilinu. Þá hefur kostnaður verið umfram áætlanir á skóla- og frístundasviði, að hluta til vegna móttöku barna af erlendum uppruna og auknum fjölda barna sem þurfa sértæk úrræði umfram það sem áætlað var,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Veltufé betra en á síðasta ári Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 764 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 47 m.kr. þannig að niðurstaðan var 812 m.kr. lakari en áætlun gerði ráð fyrir. Veltufé frá rekstri var neikvætt um 667 m.kr. eða 1,016 m.kr. lakara en áætlað var. Veltufé var 1,956 m.kr. betra en á sama tíma árið 2022. „Uppgjör Reykjavíkurborgar endurspeglar áframhaldandi áskoranir í rekstri sveitarfélaga,” er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. „Áhrif af verðbólgu og aukinn snjómokstur vegna tíðarfars skýra frávik í rekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins nær alfarið. Veltufé frá rekstri styrkist og er tæpum tveimur milljörðum betri en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurborg fylgir markvissri aðgerðaráætlun í fjármálum í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun borgarinnar. Brýnt er að viðræður sveitarfélaga og ríkis um fulla fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks verði leiddar til lykta sem fyrst,” segir Dagur ennfremur.
Borgarstjórn Reykjavík Snjómokstur Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira