Lífið

Harry og Meghan búin að skila lyklunum

Máni Snær Þorláksson skrifar
Meghan og Harry eru búin að tæma bústaðinn í Bretlandi.
Meghan og Harry eru búin að tæma bústaðinn í Bretlandi. EPA/NEIL HALL

Harry Bretaprins og Meghan Markle var gert að tæma Frogmore-bústaðinn (e. Frogmore Cottage) í mars á þessu ári. Um er að ræða híbýli hjónanna á lóð Windsor-kastala sem staðsettur er vestur af Lundunúm. Hjónin eru nú búin að tæma bústaðinn og skila lyklunum að þeim.

Frogmore-bústaðurinn er tíu herbergja eign. Elísabet drottning, amma Harrys, bauð honum og Meghan húsið til afnota. Bústaðurinn var því opinber híbýli hjónanna í Bretlandi. Þau héldu áfram að borga leiguna af honum jafnvel eftir að þau sögðu skilið við bresku hirðina og fluttu til Bandaríkjanna.

Talið hefur verið að Karl konungur vilji að hinn umdeildi Andrew prins, yngri bróðir konungsins, flytji úr sínum híbýlum til að gera pláss þar fyrir Vilhjálm krónprins og fjölskyldu hans. 

Því hefur verið haldið fram að ætlun hirðarinnar sé sú að Andrew færi sig yfir í Frogmore-bústaðinn. Upplýsingafulltrúar konungsfjölskyldunnar vildu þó ekki veita svör við því hvort Andrew fengi bústaðinn þegar ITV spurðist fyrir um það.


Tengdar fréttir

Harry og Meg­han beðin um að tæma Frog­mor­e-bústaðinn

Breska hirðin hefur hefur gert hertogahjónunum af Sussex, þeim Harry og Meghan, að tæma Frogmore-bústaðinn (e. Frogmore Cottage), híbýli þeirra á lóð Windsor-kastala, vestur af Lundúnum. Ætlunin er að Andrés prins, yngri bróðir Karls konungs, fái húsið til afnota.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.