Frásagnir af dauða grasrótarinnar stórlega ýktar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. júlí 2023 23:29 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, viðurkennir að ládeyða hafi ríkt yfir Pírötum en segir um tímabundið ástand að ræða. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Pírata segir fregnir af dauða grasrótar flokksins stórlega ýktar. Lítil sem engin virkni hefur verið á umræðu- og kosningavef flokksins undanfarin tvö ár. Þingflokksformaðurinn segir að erfiðara hafi verið að fá fólk til að mæta á fundi eftir heimsfaraldur. Flokkurinn er sem stendur húsnæðislaus. „Það er ákveðin yfirlýsingagleði að grasrót Pírata sé dauð, það er vissulega ekki rétt - en ég þakka Sósíalistum fyrir áhyggjurnar. Það er allt í lagi með okkur,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, í samtali við Vísi. Tilefnið er grein Samstöðvarinnar, fréttamiðils Alþýðufélagsins sem ritstýrt er af Gunnari Smára Egilssyni, sem situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, um kosningavef Pírata. Þar er því slegið upp í fyrirsögn að grasrót Pírata sé steindauð og fjallað um innri kosningavef flokksins. Á þessu ári hefur þar einungis verið kosið þar um eitt málefni, hvort að flokkurinn eigi að slíta öll tengsl við Facebook hópinn Pírataspjallið. Þá hafi einungis verið kosið þar um eitt mál í fyrra og engin tillaga borist þar frá grasrót flokksins síðastliðin tvö ár. Félagastarfið ekki verið í fullu fjöri „Það er svo sem ekkert rangt að félagastarf Pírata hefur ekki verið í fullu fjöri miðað við hvernig það var fyrir Covid en það er algjörlega rangt að segja að okkar félagsstarf sé einhvern veginn breytt eða úr sögunni,“ segir Þórhildur Sunna. Hún segir mikla stefnumótun hafa átt sér stað í aðdraganda þingkosninga 2021. Flokkurinn hafi auk þess hagrætt í rekstri og lokað dýru húsnæði sínu að Síðumúla 23 sem kennt var við Tortúga sem hafi ekki nýst sem skyldi. Höfuðstöðvar Pírata voru áður í Síðumúla.Vísir/Sigurjón „Þannig að þetta er tímabundið ástand sem mun vara í einhvern tíma. Við munum samt sem áður standa fyrir viðburðum, ráðstefnum, fundum og félagsfundum eins og til þarf og hafi félagsmenn áhuga á því að halda félagsfundi þá gengur það alveg upp.“ Þórhildur Sunna bætir því við að auk þess séu hin ýmsu félög innan Pírata enn virk og nefnir Unga Pírata og Pírata í Reykjavík sem dæmi. Ástandið hafi hins vegar verið erfitt eftir heimsfaraldur Covid-19. „Það hefur verið viss áskorun að koma félagastarfinu aftur upp eftir Covid. Það virðist vera erfiðara að fá fólk til að mæta á fundi og félagastarfið hefur farið hægt af stað. Ég held reyndar að það einskorðist alls ekki við Pírata.“ Þórhildur segir virkt stefnumótunarstarf enn eiga sér stað innan Pírata.Vísir/Sigurjón Spyr hver þurfi grasrót í öllum þessum friði Nokkuð heitar umræður hafa skapast um hinn meinta dauða grasrótar Pírata á samfélagsmiðlum. Píratinn Svafar Helgason sem hefur verið virkur í grasrótinni gerir grasrótina að umtalsefni á Facebook síðu sinni. Hann segir brotthvarfið gerst hægt og rólega. „Fyrst voru það nokkrir þingmenn sem kúpluðu sig algerlega frá Pírataspjallinu þar til að Björn Leví Gunnarsson varð eini kjörni fulltrúinn sem vildi eiga í beinum skoðanaskiptum um málefni Pírata á þeim vettvangi.“ Svafar segir að svo hafi það gerst að meðlimir flokksins sem hafi verið duglegir að semja stefnur og koma þeim í kosningu hafi hætt að njóta hljómgrunns innan flokksins og segir Svafar að einungis „nýtt blóð“ hafi náð árangri í prófkjörum að fyrr kosnum fulltrúum frátöldum. „Það fólk hafði aldrei tekið þátt í hópum sem unnu að málefnastarfi og fann sig ekki knúið til þess eftir kjör. Nú er komin ró og kyrrð í flokkinn og tröllin öll horfin á brott og kjörnir fulltrúar stýra gangi mála án nokkurrar aðkomu annarra félagsmanna. Öll rifrildi horfin. Hver þarf grasrót í öllum þessum friði?“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir alltaf hafa verið erfitt að halda stemningu fyrir starfi flokksins þegar ekki er aðdragandi kosninga.Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður flokksins, segir skýringuna stærri og flóknari. Nefnir hann líkt og Þórhildur Sunna að Covid hafi haft mikil áhrif auk endalausra kosninga og samstarfserfiðleika í framkvæmdastjórn flokksins. „Það hefur líka alltaf verið erfitt að halda uppi virku starfi utan aðdraganda að kosningum. Ég man alveg eftir því eftir 2013 og 2014 kosningarnar. Það gerðist ekkert nema það væri gert eitthvað.“ Síðustu viðburðir vel sóttir Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir að sér þyki vangaveltur Svafars óþarflega neikvæðar. Fréttaveita stjórnmálaflokka líkt og Samstöðin sé ekki endilega hlutlausasti miðillinn til að fjalla um grasrótarmál annarra flokka. „En það er alveg rétt samt að það hefur verið erfitt, það er Covid, þar á undan átök og svo kosninga síþreyta. Mikið af fólki er farið, eða lagst í dvala, en það er alveg eitthvað af nýju fólki að koma líka.“ Hún segir síðustu viðburði Pírata líkt og 1. maí kaffi og Páskabingó hafa verið vel sótta. Sjálf hafi hún haft minni frítíma og minni orku til að fylgjast með umræðum á netinu. „Og svo hef ég bara lært það að ég varð að hætta að setja það púður í rökræður og rifrildi sem ég gerði. Það tók of mikinn tíma og skilaði of litlu. Sérstaklega á stöðum eins og Pírataspjallinu, þar sem enginn „venjulegur kjósandi“ kemur lengur til að fylgjast með.“ Frétt uppfærð. Í upphaflegri útgáfu fréttar kom fram að Samstöðin væri fréttamiðill Gunnars Smára Egilssonar. Rétt er að miðillinn er í eigu Alþýðufélagsins. Píratar Alþingi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira
„Það er ákveðin yfirlýsingagleði að grasrót Pírata sé dauð, það er vissulega ekki rétt - en ég þakka Sósíalistum fyrir áhyggjurnar. Það er allt í lagi með okkur,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, í samtali við Vísi. Tilefnið er grein Samstöðvarinnar, fréttamiðils Alþýðufélagsins sem ritstýrt er af Gunnari Smára Egilssyni, sem situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, um kosningavef Pírata. Þar er því slegið upp í fyrirsögn að grasrót Pírata sé steindauð og fjallað um innri kosningavef flokksins. Á þessu ári hefur þar einungis verið kosið þar um eitt málefni, hvort að flokkurinn eigi að slíta öll tengsl við Facebook hópinn Pírataspjallið. Þá hafi einungis verið kosið þar um eitt mál í fyrra og engin tillaga borist þar frá grasrót flokksins síðastliðin tvö ár. Félagastarfið ekki verið í fullu fjöri „Það er svo sem ekkert rangt að félagastarf Pírata hefur ekki verið í fullu fjöri miðað við hvernig það var fyrir Covid en það er algjörlega rangt að segja að okkar félagsstarf sé einhvern veginn breytt eða úr sögunni,“ segir Þórhildur Sunna. Hún segir mikla stefnumótun hafa átt sér stað í aðdraganda þingkosninga 2021. Flokkurinn hafi auk þess hagrætt í rekstri og lokað dýru húsnæði sínu að Síðumúla 23 sem kennt var við Tortúga sem hafi ekki nýst sem skyldi. Höfuðstöðvar Pírata voru áður í Síðumúla.Vísir/Sigurjón „Þannig að þetta er tímabundið ástand sem mun vara í einhvern tíma. Við munum samt sem áður standa fyrir viðburðum, ráðstefnum, fundum og félagsfundum eins og til þarf og hafi félagsmenn áhuga á því að halda félagsfundi þá gengur það alveg upp.“ Þórhildur Sunna bætir því við að auk þess séu hin ýmsu félög innan Pírata enn virk og nefnir Unga Pírata og Pírata í Reykjavík sem dæmi. Ástandið hafi hins vegar verið erfitt eftir heimsfaraldur Covid-19. „Það hefur verið viss áskorun að koma félagastarfinu aftur upp eftir Covid. Það virðist vera erfiðara að fá fólk til að mæta á fundi og félagastarfið hefur farið hægt af stað. Ég held reyndar að það einskorðist alls ekki við Pírata.“ Þórhildur segir virkt stefnumótunarstarf enn eiga sér stað innan Pírata.Vísir/Sigurjón Spyr hver þurfi grasrót í öllum þessum friði Nokkuð heitar umræður hafa skapast um hinn meinta dauða grasrótar Pírata á samfélagsmiðlum. Píratinn Svafar Helgason sem hefur verið virkur í grasrótinni gerir grasrótina að umtalsefni á Facebook síðu sinni. Hann segir brotthvarfið gerst hægt og rólega. „Fyrst voru það nokkrir þingmenn sem kúpluðu sig algerlega frá Pírataspjallinu þar til að Björn Leví Gunnarsson varð eini kjörni fulltrúinn sem vildi eiga í beinum skoðanaskiptum um málefni Pírata á þeim vettvangi.“ Svafar segir að svo hafi það gerst að meðlimir flokksins sem hafi verið duglegir að semja stefnur og koma þeim í kosningu hafi hætt að njóta hljómgrunns innan flokksins og segir Svafar að einungis „nýtt blóð“ hafi náð árangri í prófkjörum að fyrr kosnum fulltrúum frátöldum. „Það fólk hafði aldrei tekið þátt í hópum sem unnu að málefnastarfi og fann sig ekki knúið til þess eftir kjör. Nú er komin ró og kyrrð í flokkinn og tröllin öll horfin á brott og kjörnir fulltrúar stýra gangi mála án nokkurrar aðkomu annarra félagsmanna. Öll rifrildi horfin. Hver þarf grasrót í öllum þessum friði?“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir alltaf hafa verið erfitt að halda stemningu fyrir starfi flokksins þegar ekki er aðdragandi kosninga.Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður flokksins, segir skýringuna stærri og flóknari. Nefnir hann líkt og Þórhildur Sunna að Covid hafi haft mikil áhrif auk endalausra kosninga og samstarfserfiðleika í framkvæmdastjórn flokksins. „Það hefur líka alltaf verið erfitt að halda uppi virku starfi utan aðdraganda að kosningum. Ég man alveg eftir því eftir 2013 og 2014 kosningarnar. Það gerðist ekkert nema það væri gert eitthvað.“ Síðustu viðburðir vel sóttir Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir að sér þyki vangaveltur Svafars óþarflega neikvæðar. Fréttaveita stjórnmálaflokka líkt og Samstöðin sé ekki endilega hlutlausasti miðillinn til að fjalla um grasrótarmál annarra flokka. „En það er alveg rétt samt að það hefur verið erfitt, það er Covid, þar á undan átök og svo kosninga síþreyta. Mikið af fólki er farið, eða lagst í dvala, en það er alveg eitthvað af nýju fólki að koma líka.“ Hún segir síðustu viðburði Pírata líkt og 1. maí kaffi og Páskabingó hafa verið vel sótta. Sjálf hafi hún haft minni frítíma og minni orku til að fylgjast með umræðum á netinu. „Og svo hef ég bara lært það að ég varð að hætta að setja það púður í rökræður og rifrildi sem ég gerði. Það tók of mikinn tíma og skilaði of litlu. Sérstaklega á stöðum eins og Pírataspjallinu, þar sem enginn „venjulegur kjósandi“ kemur lengur til að fylgjast með.“ Frétt uppfærð. Í upphaflegri útgáfu fréttar kom fram að Samstöðin væri fréttamiðill Gunnars Smára Egilssonar. Rétt er að miðillinn er í eigu Alþýðufélagsins.
Píratar Alþingi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira