Langþráð lausn úr ofbeldishjúskap Hanna Katrín Friðriksson skrifar 30. júní 2023 06:31 Um helgina dregur til tíðinda. Þá taka loksins gildi lög sem auðvelda lögskilnað, bæði fyrir þolendur ofbeldis í nánu sambandi og fyrir fólk sem er sammála um að leita skilnaðar. Aðdragandinn er frumvarp sem Jón Steindór Valdimarsson, þáverandi þingmaður Viðreisnar, lagði fyrst fram í nóvember 2019 og undirrituð endurflutti fyrir rúmu ári síðan. Þegar málið var flutt í fyrst benti Jón Steindór á að ofbeldi innan veggja heimilis sé sennilega eitt algengasta ofbeldisbrotið sem framið er á Íslandi. Þrátt fyrir það hefur löggjöfin til þessa ekki tryggt þolendum nógu greiðar leiðir til að losna úr slíkum ofbeldishjúskap. Heimilisofbeldi og takmörkuð réttarvernd Sérstaða þessara brota felst þannig ekki síst í því hve erfitt hefur verið fyrir þolendur að komast undan ofbeldinu. Birtingamyndin er flókin og margþætt, bæði í formi líkamsmeiðinga en einnig í formi kynferðislegs, andlegs og fjárhagslegs ofbeldis svo dæmi séu nefnd. Í lögunum til þessa hefur verið þröng heimild til þess að krefjast lögskilnaðar ef annað hjóna hefur orðið uppvíst að líkamsárás eða kynferðisbroti sem bitnar á hinu eða barni sem býr hjá þeim. Andlegt, fjárhagslegt og stafrænt ofbeldi hefur þannig verið undanskilið í lögunum. Ein þungbærasta takmörkunin á þessari heimild hefur verið að lögin hafa krafist þess að gerandinn samþykkti að óska skilnaðar á grundvelli brota sinna. Þetta hefur gilt jafnvel þótt gerandinn hafi hlotið dóm fyrir brotin. Þannig hefur fólk sem hefur beitt ofbeldi í hjónabandi haft í hendi sér að draga skilnaðarferlið á langinn og þannig ílengja ofbeldið í garð maka. Hjónabandið er mikilvæg grunneining í samfélaginu okkar og nauðsynlegt að um það gildi skýr lög og reglur. Lögunum ber þó líka að endurspegla tíðarandann og veita þolendum ofbeldis nauðsynlega og fullnægjandi vernd. Frumvarpið varð að lögum Þegar dró að þinglokum síðasta sumar var útlit fyrir að meirihluti væri á Alþingi fyrir því að samþykkja lögin. Þá bárust athugasemdir frá dómsmálaráðuneytinu sem taldi að með frumvarpinu væri gengið of langt í að standa vörð um hagsmuni þolenda heimilisofbeldis og að sýslumaður myndi ekki geta lagt mat á það hvenær ofbeldi væri framið og hvenær ekki. Þótt ég hafi ekki sammála því mati var það forsenda stuðnings meirihlutans að brugðist yrði við athugasemdunum. Eftir mikil samskipti við ráðuneytið og milli flokka var lendingin þríþætt. Í fyrsta lagi að sýslumaður getur veitt lögskilnað ef maki gengst við ofbeldi sínu en einnig ef hann hefur hlotið dóm fyrir það. Í öðru lagi að þegar önnur mál fara fyrir dóm skuli alltaf veita flýtimeðferð, þar sem gögn eins og útkall lögreglu vegna heimilisofbeldis, áverkavottorð, sálfræðimat og heildarmat á aðstæðum séu fullnægjandi til að tryggja þolanda ofbeldisins lögskilnað. Í þriðja lagi að gildistöku laganna yrði seinkað um eitt ár til þess að sýslumenn og aðrir framkvæmdaraðilar laganna fengju tækifæri til að aðlaga málsmeðferð sína hinni breyttu umgjörð. Það ár er nú liðið og lögin taka gildi 1. júlí 2023. Þá er ónefnd sú mikilvæga breyting að með nýju lögunum þurfa þolendur ofbeldis ekki lengur að fara í gegnum skilnað að borði og sæng eða sáttaumleitanaferli heldur eingöngu hafa samráð um forsjá barna. Skilnaður þegar fólk er sammála Á sama tíma og við fögnum gildistöku laganna – áfangasigri í baráttunni fyrir aukinni réttarvernd þolenda ofbeldis – er líka ástæða til að fagna öðrum hluta laganna. Nýju lögin tryggja hjónum rétt til lögskilnaðar, án undanfarandi skilnaðar að borði og sæng, ef þau eru sammála um það og hafa náð samkomulagi um skipan forsjár barna og skiptingu eigna. Þessi hluti laganna var fyrst lagður fram af Andrési Inga Jónssyni, þingmanni Pírata, en sameinaður frumvarpi Viðreisnar fyrir ári síðan. Það er bæði réttlætis- og frelsismál, enda er það ekki hlutverk hins opinbera að takmarka heimild hjóna til lögskilnaðar ef engir sérstakir hagsmunir eru fyrir hendi sem krefjast slíkra takmarkana. Alveg eins og fólk á að geta gift sig ef það vill þá á það að geta skilið ef það vill. Hin nýju lög, sem taka gildi á morgun, tryggja þannig einfaldan og fljótlegan skilnað fólks sem er sammála um þann verknað til viðbótar við að auðvelda þolendum ofbeldis í hjónabandi til muna að losa sig úr þeim aðstæðum. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi Viðreisn Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Um helgina dregur til tíðinda. Þá taka loksins gildi lög sem auðvelda lögskilnað, bæði fyrir þolendur ofbeldis í nánu sambandi og fyrir fólk sem er sammála um að leita skilnaðar. Aðdragandinn er frumvarp sem Jón Steindór Valdimarsson, þáverandi þingmaður Viðreisnar, lagði fyrst fram í nóvember 2019 og undirrituð endurflutti fyrir rúmu ári síðan. Þegar málið var flutt í fyrst benti Jón Steindór á að ofbeldi innan veggja heimilis sé sennilega eitt algengasta ofbeldisbrotið sem framið er á Íslandi. Þrátt fyrir það hefur löggjöfin til þessa ekki tryggt þolendum nógu greiðar leiðir til að losna úr slíkum ofbeldishjúskap. Heimilisofbeldi og takmörkuð réttarvernd Sérstaða þessara brota felst þannig ekki síst í því hve erfitt hefur verið fyrir þolendur að komast undan ofbeldinu. Birtingamyndin er flókin og margþætt, bæði í formi líkamsmeiðinga en einnig í formi kynferðislegs, andlegs og fjárhagslegs ofbeldis svo dæmi séu nefnd. Í lögunum til þessa hefur verið þröng heimild til þess að krefjast lögskilnaðar ef annað hjóna hefur orðið uppvíst að líkamsárás eða kynferðisbroti sem bitnar á hinu eða barni sem býr hjá þeim. Andlegt, fjárhagslegt og stafrænt ofbeldi hefur þannig verið undanskilið í lögunum. Ein þungbærasta takmörkunin á þessari heimild hefur verið að lögin hafa krafist þess að gerandinn samþykkti að óska skilnaðar á grundvelli brota sinna. Þetta hefur gilt jafnvel þótt gerandinn hafi hlotið dóm fyrir brotin. Þannig hefur fólk sem hefur beitt ofbeldi í hjónabandi haft í hendi sér að draga skilnaðarferlið á langinn og þannig ílengja ofbeldið í garð maka. Hjónabandið er mikilvæg grunneining í samfélaginu okkar og nauðsynlegt að um það gildi skýr lög og reglur. Lögunum ber þó líka að endurspegla tíðarandann og veita þolendum ofbeldis nauðsynlega og fullnægjandi vernd. Frumvarpið varð að lögum Þegar dró að þinglokum síðasta sumar var útlit fyrir að meirihluti væri á Alþingi fyrir því að samþykkja lögin. Þá bárust athugasemdir frá dómsmálaráðuneytinu sem taldi að með frumvarpinu væri gengið of langt í að standa vörð um hagsmuni þolenda heimilisofbeldis og að sýslumaður myndi ekki geta lagt mat á það hvenær ofbeldi væri framið og hvenær ekki. Þótt ég hafi ekki sammála því mati var það forsenda stuðnings meirihlutans að brugðist yrði við athugasemdunum. Eftir mikil samskipti við ráðuneytið og milli flokka var lendingin þríþætt. Í fyrsta lagi að sýslumaður getur veitt lögskilnað ef maki gengst við ofbeldi sínu en einnig ef hann hefur hlotið dóm fyrir það. Í öðru lagi að þegar önnur mál fara fyrir dóm skuli alltaf veita flýtimeðferð, þar sem gögn eins og útkall lögreglu vegna heimilisofbeldis, áverkavottorð, sálfræðimat og heildarmat á aðstæðum séu fullnægjandi til að tryggja þolanda ofbeldisins lögskilnað. Í þriðja lagi að gildistöku laganna yrði seinkað um eitt ár til þess að sýslumenn og aðrir framkvæmdaraðilar laganna fengju tækifæri til að aðlaga málsmeðferð sína hinni breyttu umgjörð. Það ár er nú liðið og lögin taka gildi 1. júlí 2023. Þá er ónefnd sú mikilvæga breyting að með nýju lögunum þurfa þolendur ofbeldis ekki lengur að fara í gegnum skilnað að borði og sæng eða sáttaumleitanaferli heldur eingöngu hafa samráð um forsjá barna. Skilnaður þegar fólk er sammála Á sama tíma og við fögnum gildistöku laganna – áfangasigri í baráttunni fyrir aukinni réttarvernd þolenda ofbeldis – er líka ástæða til að fagna öðrum hluta laganna. Nýju lögin tryggja hjónum rétt til lögskilnaðar, án undanfarandi skilnaðar að borði og sæng, ef þau eru sammála um það og hafa náð samkomulagi um skipan forsjár barna og skiptingu eigna. Þessi hluti laganna var fyrst lagður fram af Andrési Inga Jónssyni, þingmanni Pírata, en sameinaður frumvarpi Viðreisnar fyrir ári síðan. Það er bæði réttlætis- og frelsismál, enda er það ekki hlutverk hins opinbera að takmarka heimild hjóna til lögskilnaðar ef engir sérstakir hagsmunir eru fyrir hendi sem krefjast slíkra takmarkana. Alveg eins og fólk á að geta gift sig ef það vill þá á það að geta skilið ef það vill. Hin nýju lög, sem taka gildi á morgun, tryggja þannig einfaldan og fljótlegan skilnað fólks sem er sammála um þann verknað til viðbótar við að auðvelda þolendum ofbeldis í hjónabandi til muna að losa sig úr þeim aðstæðum. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar