National Geographic segir upp öllum fastráðnum blaðamönnum Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2023 23:52 Hér gefur að líta síðasta eintakið af NAtional Geographic sem fastráðnir blaðamenn þess komu að áður en þeim var öllum sagt upp. AP/Jacquelyn Martin Tímaritið National Geographic hefur sagt upp síðustu fastráðnu blaðamönnum ritstjórnar sinnar og verður ekki lengur selt í bandarískum blaðsöluturnum. Að sögn Washington Post var nítján fastráðnum blaðamönnum National Geographic sagt upp. Tímaritið mun áfram koma út en eftirstandandi ritstjórar blaðsins munu sinna greinaskrifum ásamt blaðamönnum í lausamennsku. Þá verður sölu tímaritsins í blaðsöluturnum í Bandaríkjunum hætt en það mun vera hluti af sparnaðaraðgerðum Disney, sem á tímaritið. Áskrifendur muni enn fá eintak í pósti og einstaka útgáfur munu fara í sölu í verslunum. Fulltrúi National Geographic sagði ákvörðunina vera þátt í að leggja meiri áherslu á stafræna útgáfu en sala í blaðsöluturnum er aðeins lítill hluti af mánaðarlegri sölu tímaritsins sem er 1,8 milljónir eintaka. My new National Geographic just arrived, which includes my latest feature my 16th, and my last as a senior writer.NatGeo is laying off all of its staff writers.I ve been so lucky. I got to work w/incredible journalists and tell important, global stories. It s been an honor. pic.twitter.com/VOt6KydD5Z— Craig Welch (@CraigAWelch) June 28, 2023 „National Geographic mun halda áfram að gefa út mánaðarrit sem er helgað framúrskarandi frásögnum sem hafa menningarleg áhrif á mörgum vettvöngum. Mönnunarmál munu ekki hafa áhrif á hæfni okkar til að sinna þessari vinnu, heldur gefa okkur sveigjanleika til að segja öðruvísi sögur og mæta lesendahópi okkar hvar sem þeir eru á okkar mörgu vettvöngum. Hvers konar dylgjur um það að nýjustu breytingar hafi neikvæð áhrif á tímaritið, eða gæði frásagna okkar, eru einfaldlega rangar,” sagði í yfirlýsingu tímaritsins vegna fréttanna. Erfiðir tímar hjá fjölmiðlum Fréttirnar berast í kjölfar mikilla vandræða fjölmiðla og fjöldauppsagna í fjölmiðlaheiminum á undanförnum mánuðum. Íþróttamiðillinn ESPN sem er líka í eigu Disney greindi frá því í gær að rúmlega tuttugu íþróttafréttalýsendum yrði sagt upp í sparnaðaraðgerðum. Þeirra á meðal voru nokkur þekkt nöfn sem hafa sinnt körfuboltaumfjöllun á ESPN, þar á meðal Jeff van Gundy og Jalen Rose. Vice Media sem störfuðu þvert á miðla lýstu yfir gjaldþroti í maí á þessu ári. Fjórum árum fyrr þurfti fyrirtækið að segja upp 250 manns. Mánuði fyrr hætti Fréttablaðið útgáfu hér á landi. Það hafði gríðarleg áhrif á fjölda blaðamanna og annarra starfsmanna. Í desember á síðasta ári sagði Buzzfeed upp um tólf prósent starfsmanna sinna, næstum tvö hundruð manns. Aðeins mánuði fyrr sagði CNN í Bandaríkjunum upp mörg hundruð starfsmönnum, aðeins hálfu ári eftir að hafa hætt við útgáfu streymisveitunnar CNN+ sem leiddi til uppsagna um 350 starfsmanna. Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Að sögn Washington Post var nítján fastráðnum blaðamönnum National Geographic sagt upp. Tímaritið mun áfram koma út en eftirstandandi ritstjórar blaðsins munu sinna greinaskrifum ásamt blaðamönnum í lausamennsku. Þá verður sölu tímaritsins í blaðsöluturnum í Bandaríkjunum hætt en það mun vera hluti af sparnaðaraðgerðum Disney, sem á tímaritið. Áskrifendur muni enn fá eintak í pósti og einstaka útgáfur munu fara í sölu í verslunum. Fulltrúi National Geographic sagði ákvörðunina vera þátt í að leggja meiri áherslu á stafræna útgáfu en sala í blaðsöluturnum er aðeins lítill hluti af mánaðarlegri sölu tímaritsins sem er 1,8 milljónir eintaka. My new National Geographic just arrived, which includes my latest feature my 16th, and my last as a senior writer.NatGeo is laying off all of its staff writers.I ve been so lucky. I got to work w/incredible journalists and tell important, global stories. It s been an honor. pic.twitter.com/VOt6KydD5Z— Craig Welch (@CraigAWelch) June 28, 2023 „National Geographic mun halda áfram að gefa út mánaðarrit sem er helgað framúrskarandi frásögnum sem hafa menningarleg áhrif á mörgum vettvöngum. Mönnunarmál munu ekki hafa áhrif á hæfni okkar til að sinna þessari vinnu, heldur gefa okkur sveigjanleika til að segja öðruvísi sögur og mæta lesendahópi okkar hvar sem þeir eru á okkar mörgu vettvöngum. Hvers konar dylgjur um það að nýjustu breytingar hafi neikvæð áhrif á tímaritið, eða gæði frásagna okkar, eru einfaldlega rangar,” sagði í yfirlýsingu tímaritsins vegna fréttanna. Erfiðir tímar hjá fjölmiðlum Fréttirnar berast í kjölfar mikilla vandræða fjölmiðla og fjöldauppsagna í fjölmiðlaheiminum á undanförnum mánuðum. Íþróttamiðillinn ESPN sem er líka í eigu Disney greindi frá því í gær að rúmlega tuttugu íþróttafréttalýsendum yrði sagt upp í sparnaðaraðgerðum. Þeirra á meðal voru nokkur þekkt nöfn sem hafa sinnt körfuboltaumfjöllun á ESPN, þar á meðal Jeff van Gundy og Jalen Rose. Vice Media sem störfuðu þvert á miðla lýstu yfir gjaldþroti í maí á þessu ári. Fjórum árum fyrr þurfti fyrirtækið að segja upp 250 manns. Mánuði fyrr hætti Fréttablaðið útgáfu hér á landi. Það hafði gríðarleg áhrif á fjölda blaðamanna og annarra starfsmanna. Í desember á síðasta ári sagði Buzzfeed upp um tólf prósent starfsmanna sinna, næstum tvö hundruð manns. Aðeins mánuði fyrr sagði CNN í Bandaríkjunum upp mörg hundruð starfsmönnum, aðeins hálfu ári eftir að hafa hætt við útgáfu streymisveitunnar CNN+ sem leiddi til uppsagna um 350 starfsmanna.
Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira