Gylfi ætlar ekki í skaðabótamál Eiður Þór Árnason skrifar 30. júní 2023 15:12 Gylfi Þór Sigurðsson var viðstaddur landsleik Íslands og Frakklands sem fram fór á EM Englandi í knattspyrnu kvenna í fyrra. vísir/vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður og leikmaður Everton hyggst ekki höfða skaðabótamál gegn breskum yfirvöldum í tengslum við rannsókn lögreglu sem hann sætti vegna gruns um kynferðisbrot. Hann var ekki ákærður vegna málsins. Mbl.is greinir frá þessu og hefur eftir Róbert Spanó, lögmanni Gylfa. Hann sagði í apríl að Gylfi íhugaði slíka málsókn á grundvelli þess að meðferð málsins hafi tekið allt of langan tíma og valdið Gylfa og fjölskyldu hans umtalsverðu tjóni og miska. Ekki náðist í Róbert Spanó við vinnslu fréttarinnar. Í apríl varð ljóst að Gylfi yrði ekki ákærður í Bretlandi vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. Hann var handtekinn vegna málsins í júlí 2021 og sætti löngu farbanni. Rannsóknin stóð alls yfir í 637 daga. Í tilkynningu frá lögreglunni í Manchester á Englandi í apríl sagði að embættið hafi komist að þeirri niðurstöðu í samráði við saksóknara að þau sönnunargögn sem lægu fyrir uppfylltu ekki kröfur saksóknara. Hafnað ásökununum Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið frá því að það kom upp en Vísir ræddi við Sigurð Aðalsteinsson, föður Gylfa, í október síðastliðnum þar sem Sigurður sagðist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins. Þar sagði Sigurður brotið á mannréttindum sonar síns. Gylfi var nafngreindur í íslenskum fjölmiðlum 20. júlí 2021. Degi síðar birtust fréttir þess efnis að Gylfi harðneitaði þeim ásökunum sem bornar voru á hann. Þann 14. ágúst sama ár var greint frá því að Gylfi yrði áfram laus gegn tryggingu og hann settur í farbann. Farbannið var svo ítrekað framlengt og samningur Gylfa við Everton rann út án þess að hann spilaði aftur fyrir liðið eftir handtökuna. Hann hefur ekki spilað fótbolta síðan vorið 2021. Í júlí í fyrra sást Gylfi í fyrsta sinn á almannafæri síðan hann var handtekinn. Hann mætti á leik Íslands og Ítalíu á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem fór fram í Manchester. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ sagði í apríl eftir að ljóst var að Gylfi yrði ekki ákærður vegna málsins í Bretlandi að það væri ekkert því til fyrirstöðu að hann verði valinn aftur í íslenska landsliðið. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Everton vongott um háar bætur vegna Gylfa Everton sér fram á að fá 10 milljónir punda í bætur vegna stöðunnar sem skapaðist þegar Gylfi Þór Sigurðsson var handtekinn af lögreglu í Manchester í júlí 2021, nú þegar ljóst er að Gylfi er laus allra mála. 17. apríl 2023 16:07 Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29 Skoðar hvort tilefni sé til að leita réttar síns Gylfi Þór Sigurðsson er sagður liggja undir feldi nú þegar lögreglan í Manchester hefur ákveðið að fella niður rannsókn á máli hans. Hann muni á næstu dögum leita sér lögfræðilegrar ráðgjafar um hvort tilefni sé til þess að hann leiti réttar síns fyrir breskum dómstólum. 15. apríl 2023 12:25 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Mbl.is greinir frá þessu og hefur eftir Róbert Spanó, lögmanni Gylfa. Hann sagði í apríl að Gylfi íhugaði slíka málsókn á grundvelli þess að meðferð málsins hafi tekið allt of langan tíma og valdið Gylfa og fjölskyldu hans umtalsverðu tjóni og miska. Ekki náðist í Róbert Spanó við vinnslu fréttarinnar. Í apríl varð ljóst að Gylfi yrði ekki ákærður í Bretlandi vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. Hann var handtekinn vegna málsins í júlí 2021 og sætti löngu farbanni. Rannsóknin stóð alls yfir í 637 daga. Í tilkynningu frá lögreglunni í Manchester á Englandi í apríl sagði að embættið hafi komist að þeirri niðurstöðu í samráði við saksóknara að þau sönnunargögn sem lægu fyrir uppfylltu ekki kröfur saksóknara. Hafnað ásökununum Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið frá því að það kom upp en Vísir ræddi við Sigurð Aðalsteinsson, föður Gylfa, í október síðastliðnum þar sem Sigurður sagðist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins. Þar sagði Sigurður brotið á mannréttindum sonar síns. Gylfi var nafngreindur í íslenskum fjölmiðlum 20. júlí 2021. Degi síðar birtust fréttir þess efnis að Gylfi harðneitaði þeim ásökunum sem bornar voru á hann. Þann 14. ágúst sama ár var greint frá því að Gylfi yrði áfram laus gegn tryggingu og hann settur í farbann. Farbannið var svo ítrekað framlengt og samningur Gylfa við Everton rann út án þess að hann spilaði aftur fyrir liðið eftir handtökuna. Hann hefur ekki spilað fótbolta síðan vorið 2021. Í júlí í fyrra sást Gylfi í fyrsta sinn á almannafæri síðan hann var handtekinn. Hann mætti á leik Íslands og Ítalíu á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem fór fram í Manchester. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ sagði í apríl eftir að ljóst var að Gylfi yrði ekki ákærður vegna málsins í Bretlandi að það væri ekkert því til fyrirstöðu að hann verði valinn aftur í íslenska landsliðið.
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Everton vongott um háar bætur vegna Gylfa Everton sér fram á að fá 10 milljónir punda í bætur vegna stöðunnar sem skapaðist þegar Gylfi Þór Sigurðsson var handtekinn af lögreglu í Manchester í júlí 2021, nú þegar ljóst er að Gylfi er laus allra mála. 17. apríl 2023 16:07 Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29 Skoðar hvort tilefni sé til að leita réttar síns Gylfi Þór Sigurðsson er sagður liggja undir feldi nú þegar lögreglan í Manchester hefur ákveðið að fella niður rannsókn á máli hans. Hann muni á næstu dögum leita sér lögfræðilegrar ráðgjafar um hvort tilefni sé til þess að hann leiti réttar síns fyrir breskum dómstólum. 15. apríl 2023 12:25 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Everton vongott um háar bætur vegna Gylfa Everton sér fram á að fá 10 milljónir punda í bætur vegna stöðunnar sem skapaðist þegar Gylfi Þór Sigurðsson var handtekinn af lögreglu í Manchester í júlí 2021, nú þegar ljóst er að Gylfi er laus allra mála. 17. apríl 2023 16:07
Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29
Skoðar hvort tilefni sé til að leita réttar síns Gylfi Þór Sigurðsson er sagður liggja undir feldi nú þegar lögreglan í Manchester hefur ákveðið að fella niður rannsókn á máli hans. Hann muni á næstu dögum leita sér lögfræðilegrar ráðgjafar um hvort tilefni sé til þess að hann leiti réttar síns fyrir breskum dómstólum. 15. apríl 2023 12:25
Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum