Vill nefna rostunginn Lalla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júní 2023 16:33 Rostungurinn Lalli flatmagar á Króknum. LÁRA HALLA SIGURÐARDÓTTIR Ágúst Kárason, hafnarvörður á Sauðárkróki, vill nefna rostung, sem flatmagar nú á höfninni, í höfuðið á fyrrverandi hafnarverði. Starfsmenn hafnarinnar eru þegar farnir að kalla rostunginn nafninu Lárus, eða Lalli. Lalli mætti á höfnina um klukkan níu í gærkvöldi og hefur sig ekkert fært. „Það voru eiginlega tryllukarlarnir sem urðu fyrst varir við hann, það fólk sem var þarna á ferðinni. Hann er ekki einu sinni farinn að borga hafnargjöld, kvikindið á honum,“ segir Ágúst og hlær. Þetta er þriðji rostungurinn á þessu ári sem hefur haft viðkomu hér á Íslandi. Hinir tveir komu við annars vegar á Þórshöfn og hins vegar Álftanesi. Bæði skiptin vakti viðkoman mikla athygli. Þetta skiptið er engin undantekning. „Það er stanslaus traffík þarna, alveg ótrúlega mikið og bara gaman að þessu. Það væri gaman ef hann verður hérna á fimmtudaginn í næstu viku, þá kemur skemmtiferðaskip. Þannig að við erum að reyna að landa samningum við hann.“ Það sé virkilega sérstakt að sjá svona skepnu. „Hann er ofboðslega stór, hann er örugglega átta hundruð kíló eða meira. Þetta er mjög stór skepna og húðlatur, hann hreyfir sig ekki,“ segir Ágúst. Rostungar sem hafa gert sig heimakomna í byggð hafa oft og tíðum fengið nafn. Rostungur sem heimsótti Þórshöfn í apríl hefur fengið nafnið Þór og rostungurinn sem naut lífsins á smábátahöfn nærri Osló í Norgi síðasta haust, fékk nafnið Freyja. „Ég vil nú bara nefna hann eftir gömlum hafnarverði hérna, honum Lárusi. Þannig að við köllum hann bara Lalla.“ Dýr Skagafjörður Hafnarmál Tengdar fréttir Rostungur flatmagar á Króknum: „Hann hefur bryggjuna út af fyrir sig alla helgina“ Stærðarinnar rostungur flatmagar nú á smábátabryggju á Sauðárkróki. Smábátaeigendur urðu varir við rostunginn í gærkvöldi og er búið að girða af svæðið. 30. júní 2023 08:35 Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. 7. júní 2023 19:21 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Lalli mætti á höfnina um klukkan níu í gærkvöldi og hefur sig ekkert fært. „Það voru eiginlega tryllukarlarnir sem urðu fyrst varir við hann, það fólk sem var þarna á ferðinni. Hann er ekki einu sinni farinn að borga hafnargjöld, kvikindið á honum,“ segir Ágúst og hlær. Þetta er þriðji rostungurinn á þessu ári sem hefur haft viðkomu hér á Íslandi. Hinir tveir komu við annars vegar á Þórshöfn og hins vegar Álftanesi. Bæði skiptin vakti viðkoman mikla athygli. Þetta skiptið er engin undantekning. „Það er stanslaus traffík þarna, alveg ótrúlega mikið og bara gaman að þessu. Það væri gaman ef hann verður hérna á fimmtudaginn í næstu viku, þá kemur skemmtiferðaskip. Þannig að við erum að reyna að landa samningum við hann.“ Það sé virkilega sérstakt að sjá svona skepnu. „Hann er ofboðslega stór, hann er örugglega átta hundruð kíló eða meira. Þetta er mjög stór skepna og húðlatur, hann hreyfir sig ekki,“ segir Ágúst. Rostungar sem hafa gert sig heimakomna í byggð hafa oft og tíðum fengið nafn. Rostungur sem heimsótti Þórshöfn í apríl hefur fengið nafnið Þór og rostungurinn sem naut lífsins á smábátahöfn nærri Osló í Norgi síðasta haust, fékk nafnið Freyja. „Ég vil nú bara nefna hann eftir gömlum hafnarverði hérna, honum Lárusi. Þannig að við köllum hann bara Lalla.“
Dýr Skagafjörður Hafnarmál Tengdar fréttir Rostungur flatmagar á Króknum: „Hann hefur bryggjuna út af fyrir sig alla helgina“ Stærðarinnar rostungur flatmagar nú á smábátabryggju á Sauðárkróki. Smábátaeigendur urðu varir við rostunginn í gærkvöldi og er búið að girða af svæðið. 30. júní 2023 08:35 Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. 7. júní 2023 19:21 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Rostungur flatmagar á Króknum: „Hann hefur bryggjuna út af fyrir sig alla helgina“ Stærðarinnar rostungur flatmagar nú á smábátabryggju á Sauðárkróki. Smábátaeigendur urðu varir við rostunginn í gærkvöldi og er búið að girða af svæðið. 30. júní 2023 08:35
Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. 7. júní 2023 19:21