Hefur myndað Eyjar í sjötíu ár: „Þá sá ég að þeir voru að fara með jarðýtuna á húsið mitt“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. júlí 2023 18:01 Sigurgeir með myndavélina sem hann tók myndina frægu af Surtseyjargosinu á. RAX Vestmanneyingar halda brátt upp á að 50 ár séu frá goslokum í Heimaey. Enginn hefur fest Heimaeyjargosið eða sögu Vestmannaeyja undanfarin 70 ár betur á filmu en Sigurgeir Jónasson ljósmyndari. Sigurgeir tekur vel á móti blaðamanni og ljósmyndara á blíðviðrisdegi þar sem Heimaey er stútfull af fólki, bæði amerískum túristum og fótboltakrökkum og fjölskyldum þeirra á Orkumótinu. Á veggnum í stofunni hangir þekktasta ljósmynd Sigurgeirs, „Eldingar yfir Surtsey“ tekin 1. desember árið 1963. Mynd sem rataði í tímarit á borð við Life, National Geographic og Paris Match. Fyrst birtist hún þó í Morgunblaðinu, sem Sigurgeir myndaði fyrir í sextíu ár. Sigurgeir man eftir þessu eins og þetta hefði gerst í gær. Myndin var tekin tveimur vikum eftir að gosið hófst. Sigurgeir hafði fengið spurnir af því að allt væri að verða vitlaust við Surt, heitt loft kom inn á gosstrókinn sem olli gríðarlegum þrumum og eldingum. Hann var með eiginkonu sinni, Jakobínu Guðlaugsdóttur, og elstu dótturinni Sigrúnu Ingu, þegar hann tók myndina úr landi og minnist þess að Jakobína, eða Jagga eins og hún var kölluð, hafi verið smeyk við að það kæmi flóðbylgja. „Ég fór heim um kvöldið að framkalla filmuna í miklu óðagoti,“ segir Sigurgeir. „Mér fannst ekkert ganga en skolaði filmuna í hálftíma eða klukkutíma. Síðan hengdi ég hana upp í sturtuklefa þar sem var heitt og fékk lánaða hárþurrku frá konunni til að flýta fyrir þornuninni. Um klukkan ellefu fór ég að kópera og þegar fyrsta myndin birtist í bakkanum sá ég að þetta hlyti að vera eitthvað svakalega merkilegt.“ Nafn út á eina mynd Sigurgeir segist hafa verið hálflamaður þessa nótt. Hann sendi þessa mynd og fleiri á Morgunblaðið. Elín Pálmadóttir blaðamaður sá að þessi mynd þyrfti að fara víðar og sendi eintak til Paris Match, en sjálf hafði hún taugar til Frakklands. „Þar með var ég kominn með nafn. Út á þessa einu mynd,“ segir Sigurgeir. Þegar myndirnar voru teknar segist hann hins vegar ekki hafa gert sér grein fyrir að þetta væri heimsviðburður og að þær myndu fara á slíkt flug. Myndin af Surtseyjargosinu birtist í mörgum frægustu tímaritum heims.Sigurgeir Jónasson Sigurgeir fór í hátt í tuttugu ferðir út í Surtsey til þess að mynda gosið. Hann var einn af þeim fyrstu sem sáu það því hann fór með hafnarbátnum Lóðsinum um þremur tímum eftir að bátsverjar á Ísleifi II höfðu fyrstir tilkynnt um gosið. Hann var einnig við Surtsey þegar þrír Frakkar, blaðamenn og ljósmyndari, gengu fyrstir allra á land í Surtsey þann 6. desember 1963. Sigurgeir segir að þeir hafi sett niður flagg blaðsins og franska fánann. Ólst upp í sveit Sigurgeir er fæddur í Vestmannaeyjum 19. september árið 1934 og hefur búið í Eyjum svo til alla tíð. Faðir hans var Jónas Sigurðsson, kenndur við húsið Skuld en allir Eyjamenn voru kenndir við hús, bát eða stað á þessum tíma. Móðir hans var Guðrún Kristín Ingvarsdóttir aðflutt frá Reykjavík. Flest æskuárin bjó Sigurgeir í sveitinni vestan við hina svokölluðu Kirkjubæi en flutti svo í Skuld þegar afi hans lést. Þar var hins vegar svo þröngt að Sigurgeir þurfti að leigja herbergi úti í bæ, sextán eða sautján ára gamall. Sigurgeir er enn þá með myndavélina í bílnum og stekkur út ef hann sér eitthvað sem grípur augað.RAX „Þá var maður búinn að sjá út kvonfang. Um tvítugt var ég svo kominn með tvö börn,“ segir hann. Auk Sigrúnar Ingu eignuðust þau Jakobína soninn Guðlaug og yngri dóttur, Guðrúnu Kristínu. Met í lundaveiði Á sínum yngri árum var Sigurgeir virkur í íþróttum, bæði fótbolta og frjálsum íþróttum. Þetta voru hins vegar ekki þær greinar sem hann setti nein met í. Það gerði hann í lundaveiðum. Sigurgeir var um sjö ára peyi þegar hann fór í fyrsta skiptið með föður sínum í Álsey og kynntist úteyjalífinu. Hann er enn þá í Álseyjarfélaginu, eitt af nokkrum úteyjafélögum Vestmannaeyja. Þann 27. júlí árið 1975 setti Sigurgeir eyjarmet þegar hann veiddi 920 lunda en fyrra met hafði staðið í hálfa öld. Tveimur árum seinna bætti hann um betur og veiddi 1.204 fugla á aðeins átta og hálfum klukkutíma eða 2,4 fugla á mínútu. Að sögn Sigurgeirs hefur einn maður veitt meira, en á ellefu klukkutímum. Sigurgeir segir að lundaveiðimaður þurfi að vera hraustur, snöggur, fylginn sér og hafa mikið þrek. Lundar eru veiddir í langan háf, fjögurra eða fimm metra langan. „Netið tekur talsvert í sig af vindi í uppslættinum en þú þarft að vera alveg hárnákvæmur. Fuglinn kemur á fljúgandi ferð og þú þarf að hitta á rétt sekúndubrot til að ná honum,“ segir Sigurgeir. Segist hann hafa haft það fram yfir marga aðra veiðimenn að vera snöggur að greiða fuglinn úr netinu. „Ég tók í rassgatið á þeim fyrir aftan vængi og reif netið frá þeim. Það tók ekki nema sekúndu að snúa hann.“ Úteyjamenn standa saman Lundaveiði var góð búbót fyrir úteyjamenn sem dvöldu vikum saman í úteyjunum. Lundinn var bæði saltaður, reyktur og frystur í leigðum klefa í frystihúsi. Stór hluti var seldur til Sláturfélags Suðurlands. Undanfarin ár hefur verið bannað að veiða lunda vegna hnignunar í stofninum og Sigurgeir segist síður en sáttur við slíkt „verndunarkjaftæði.“ Hann fagnar því hins vegar að lundaveiði hafi verið leyfð í ár, þó í takmarkaðan tíma. Sigurgeir er nú farinn að lýjast í löppunum og fer ekki lengur út í Álsey til þess að veiða, heldur aðallega til þess að kjafta við hina karlana. Sigurgeir veiddi 1204 lunda á átta og hálfum tíma sem er met.RAX Aðspurður um úteyjalífið og hin félögin, svo sem í Elliðaey og Bjarnarey, segir Sigurgeir að það sé góðlegur rígur á milli eyjanna. „En svo standa þeir saman eins og eitt fjall þegar saumað er að úteyjarlífinu.“ Í dag eru á þriðja tug í Álseyjarfélaginu og fleiri í Elliðaey. En veiðin er ekki jafn mikil og áður og unga fólkið hefur ekki jafn mikinn áhuga á þessu. „Þetta er allt stórbreytt,“ segir Sigurgeir. Grindhvalir í Tímanum Það var einmitt í Álsey sem ljósmyndabakterían gerði vart við sig. Tíu ára gamall fékk Sigurgeir lánaða „kassamyndavél“ sem systir hans hafði fengið í fermingargjöf. Hann fór með vélina út í Álsey og fyllti heilt albúm af myndum af körlunum að veiðum og öllum gestunum sem komu í veiðihúsið um sumarið. Sigurgeir á enn þá þetta albúm og hefur flett því svo oft að kápan er við það að detta í sundur. Hann segist hins vegar ekki hafa hugsað út í að gerast atvinnuljósmyndari á þessum tíma. Það gerðist ekki fyrr en um tvítugt. Í ágústmánuði var grindhvalavaða rekin inn í höfnina í Vestmannaeyjum og Sigurgeir mætti á svæðið til þess að mynda. Hvalirnir voru hífðir upp á bryggjuna og Færeyingar, sem kunnu til verka, stýrðu hvalskurðinum. Fréttaritari Tímans fylgdist með þessu og fékk að birta myndir Sigurgeirs á heilli opnu í blaðinu. Þetta var í fyrsta sinn sem myndir hans birtust á landsvísu en fyrir þann tíma höfðu bæjarblöðin í Eyjum birt myndir í nokkur skipti. Það var svo í kringum 1960 sem fyrsta mynd Sigurgeirs birtist í Morgunblaðinu. Austurloftið logandi Á öðrum stað í stofunni hangir þekktasta ljósmynd Sigurgeirs úr Heimaeyjargosinu árið 1973. Af Landakirkju með gosstrókinn að baki. Þessi mynd var tekin 17. febrúar, um þremur vikum eftir upphaf gossins sem breytti öllu í Eyjum. „Ég var með þrífót með mér og setti hann á kirkjuvegginn,“ segir Sigurgeir um þessa mynd sem birst hefur landsmönnum svo oft og er sennilega þekktasta ljósmyndin úr gosinu. Myndin af Landakirkju í Heimaeyjargosinu er víðfræg.Sigurgeir Jónasson Nóttina sem gosið hófst var Sigurgeir að brasa í bíl með frænda sínum sem var bifvélavirki. Sjálfur vann Sigurgeir hjá Flugfélaginu á þessum tíma. Hann kom heim nálægt miðnætti og tók fljótlega eftir því að glugginn á neðri hæðinni hafði lokast. En hann þurfti að vera opinn til að nægt súrefni kæmist í olíukyndinguna. Sigurgeir grunar að þetta hafi verið vegna einhverra jarðhræringa í aðdraganda gossins. Skömmu seinna hringir frændinn í hann og segir að það sé komið gos. Sigurgeir fór strax að glugganum, leit út og sá eldana. „Það var allt austurloftið logandi. Ég hélt að allir kirkjubæirnir væru að brenna,“ segir Sigurgeir. En hann átti fimm góða kunningja úr Álseyjarfélaginu sem bjuggu í þessum húsum. Við förum ekki neitt Tvö eldri börn Sigurgeirs voru komin í menntaskóla í Reykjavík á þessum tíma en Sigurgeir vakti Jakobínu og Guðrúnu Kristínu litlu. „Ég hugsaði ekki um annað en að galla mig og tína til myndavélarnar,“ segir Sigurgeir. Þau fóru öll rakleiðis út í bíl og keyrðu að gagnfræðaskólanum þar sem foreldrar Sigurgeirs voru húsverðir. Fljótlega kom lögregluskipun um að rýma þyrfti eyjuna, allir áttu að fara niður á bryggju í báta til Þorlákshafnar. En þangað vildi Sigurgeir ekki. Hann lýsir því hvernig þau hjónin rifust um bílinn en hann gaf loks eftir og fór hlaðinn myndavélabúnaði gangandi í átt að gosinu. Þá hitti hann fyrir félaga sinn sem var á Willis jeppa og þeir héldu út í nóttina að taka myndir. Sigurgeir Jónasson Á einum tímapunkti um nóttina fór Sigurgeir niður á bryggju til að sjá hvort hann myndi finna eitthvað af fólkinu sínu. Þá voru bátarnir flestir að fara og Sigurgeir myndaði bæði fólkið að fara í bátana og þá að sigla út um hafnarminnið. Sigurgeir fór víða um og hitti meðal annars fyrir Árna Johnsen, sem var þá blaðamaður á Morgunblaðinu. Þeir ætluðu ekki af eyjunni. „Árni sagði: Við förum ekki neitt. Við förum upp á Kleif og felum okkur þar í skúrnum. Þeir finna okkur aldrei þar,“ segir Sigurgeir. Húsinu rutt í varnargarð Næstu vikur var Sigurgeir í Heimaey og myndaði gosið. „Ég var í þrjár eða fjórar vikur og var alveg eins og villimaður gagnvart fjölskyldunni,“ segir Sigurgeir. „Ég var svo upptekinn að mynda að ég mundi ekki eftir að eiga konu eða börn eða neitt. Ég var í öðrum heimi. Alls staðar var eitthvað að gerast,“ segir hann. Hann var þá með sinn eigin bíl en komst ekki allt á honum. Fór hann þá um klyfjaður töskum í hvaða háska sem var, illa sofinn og nærður. „Þetta var algjör geðveiki. En maður var ungur og hraustur þá,“ segir Sigurgeir. Sigurgeiri fannst hann fyrst eiga bágt daginn sem rafstöðin fór undir hraun. Um 200 til 300 manns fylgdust með því. Slokknuðu þá ljósin í þeim húsum sem enn voru ekki komin undir hraun. Sigurgeir Jónasson „Þá kom einhver hlaupandi til okkar og sagði að hraunið væri byrjað að renna inn í höfnina. Þá féll ég saman. Ég sá aðeins svartnættið og táraðist,“ segir Sigurgeir. Ef höfnin myndi eyðileggjast væri grundvöllurinn fyrir byggð í Eyjum farinn. Hraunið var hins vegar enn þá ekki runnið í höfnina heldur aðeins með fram garði. Það var að frumkvæði vísindamannsins Þorbjarnar Sigurgeirssonar að vökvunarkerfi var sett í gang til að reyna að hægja á hrauninu. Seinna sendu Bandaríkjamenn öflugar dælur til að kæla hraunið. Reistur var garður úr vikri til að hefta flæðið en vikrið var létt í sér. Þann 24. mars missti Sigurgeir húsið sem hann hafði byggt sjálfur. „Ég man eftir að hafa stigið upp á garðinn. Þá sá ég að þeir voru að fara með jarðýtuna á húsið mitt. Þá vildu þeir fá húsið til þess að styrkja garðinn,“ segir hann. Núll í helvíti í bætur Fyrir gos bjuggu um 5.300 manns í Vestmannaeyjum. Um 2.000 sneru ekki aftur eftir gosið í Heimaey. Í dag búa aðeins um 4.500 í Eyjum. „Ég átti þriggja hæða hús en fékk aðeins 2,9 milljónir fyrir það. Það var eins og núll í helvíti,“ segir Sigurgeir um bæturnar sem fjölskyldan fékk úr Viðlagasjóði. Eftir að hafa búið inni á börnunum og hjá kunningjafólki á Skólavörðustíg keyptu þau íbúð á Hjarðarhaga en strax um haustið fluttu þau aftur til Vestmannaeyja og byrjuðu að byggja upp líf sitt á ný. Strandaði við Surtsey Það var ekki í Heimaeyjargosinu sem Sigurgeir var hætt komin heldur sjö árum síðar þegar hann var um borð í bátnum Bravó sem strandaði í Surtsey, í september árið 1980. Sigurgeir segir þetta hafa verið mikinn blíðviðrisdag, þegar hann og félagi hans Ágúst Halldórsson í Álseyjarfélaginu sigldu út í Surtsey. Um borð var líka finnskur ferðamaður en í eynni voru vísindamenn að störfum sem og flugmenn sem höfðu lent í eynni kvöldið áður. Bravó strandaði árið 1980.Sigurgeir Jónasson „Ég var að mynda þegar kallarnir komu í fjöruna til að taka á móti kastlínu. Þeir drógu kastlínuna en þá kom fylling undir bátinn bakborðsmeginn og ég hentist út í sjó. Finninn datt út að aftan og síðan kom önnur alda og báturinn fór,“ segir Sigurgeir. Hugsaði hann með sér að þetta væri allt í lagi. Hann væri vel syndur og aðeins væru hundrað metrar í land. „Aldan reis allt í einu og ég réði ekkert við þetta,“ segir Sigurgeir. „Ég var landmegin við bátinn og var að baksa þarna þegar ég sé einn stein í fjörunni, ávalan blágrýtisstein sem báturinn fór upp á en ég var fastur í kjalsoginu. Svo kom fylling og ég ætlaði að reyna að baksa í gegnum hana, undan bátnum. Þá kom einn flugmannanna hlaupandi og reif í upphandlegginn á mér og dró mig í land á öðrum handleggnum. Hann hélt að ég væri dauður en ætlaði að hirða hræið. Í fimm vikur var ég með handafarið hans á upphandleggnum.“ Ágúst var enn í bátnum og kastaði myndavélinni til Sigurgeirs sem myndaði í fjörunni í um klukkutíma þar til báturinn var farinn. Sigurgeir segir þetta trúlega hættulegustu aðstæðurnar sem hann hafi lent í á ferlinum. Hafið gefur og hafið tekur Eyjamenn þekkja vel háska á sjó og hafa misst marga sjómenn. Einnig hafa margir aðkomumenn tínt lífinu í hafinu umhverfis Vestmannaeyjar. Sigurgeir minnist þess þegar belgíski togarinn Pelagus strandaði 21. janúar árið 1982. Tveir skipverjar dóu sem og björgunarmaður og læknir úr Eyjum. Hann var þar í sólarhring í hræðilegu veðri og erfiðum aðstæðum. „Þetta var svakaleg myndataka. Þessi nótt,“ segir hann brúnaþungur. „Tveir af þeim ráku upp á sillu. Síðan tók sogið þá út og þá voru þeir orðnir hálf berir.“ En Eyjamennirnir flæktust í trollinu og fóru út með því. Sigurgeir man einnig vel eftir öðru slysi, þegar skipið Helgi varð vélarvana og strandaði við Faxasker þann 7. janúar árið 1950, áður en hann varð ljósmyndari. Átta menn drukknuðu en tveir komust upp á skerið. „Það var ekki hægt að komast þangað í tvo eða þrjá sólarhringa. Þegar það var loksins hægt voru þeir báðir dánir,“ segir Sigurgeir. „Það var ekki glæta að komast þangað, 12 eða 14 vindstig, brjálaður sjór og vitlaust veður. Þeir fundust í skjóli vestast á skerinu, króknaðir.“ Í dag er hins vegar öryggið á bátunum orðið allt annað. „Uss, þetta er ekkert líkt,“ segir Sigurgeir. Skákaði ljósmyndurum á landi í Heklugosi Þrátt fyrir að Sigurgeir sé þekktastur fyrir Eyjamyndir sínar á hann einnig merkar myndir frá öðrum stöðum. Meðal annars frá Heklugosinu árið 1980. Sigurgeir var að keyra heima í Vestmannaeyjum þegar hann heyrði í útvarpinu að stutt væri í gos. Hann brenndi heim til að ná í græjurnar og fór austan við Heimaklett til að mynda. Þar var hins vegar of mikill vindur og slæmt skyggni þannig að hann fór inn á Eiði, sem er mun neðar en þar sást til lands. Sigurgeir Jónasson Á meðan hafði Morgunblaðið sent flugvél og tvo jeppa á staðinn til að mynda. Þeir ljósmyndarar komu hins vegar svo til tómhentir heim því að skyggnið á Suðurlandi var svo slæmt. Myndir Sigurgeirs, teknar úr Eyjum, prýddu hins vegar síður Morgunblaðsins daginn eftir. Alltaf á stand-by Jakobína, lést fyrir nærri tuttugu árum síðan, en hún var margfaldur Íslandsmeistari og Eyjameistari í golfi. Sigurgeir minnist þess að hafa farið með henni í ferðir erlendis þar sem hún var að keppa. Elsta dóttir hans býr enn þá í Eyjum en hin börnin eru flutt upp á land. Sigurgeir Jónasson Sigurgeir hefur fengið alls kyns viðurkenningar á sínum ferli, meðal annars sem bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2006 og í vetur hlaut hann fálkaorðuna á Bessastöðum. Fálkaorðuna geymir hann hins vegar ekki frammi í stofu heldur inni á þvottahúsi, við lítið skot sem hann kallar hellinn sinn. „Sumir segja að ég ætti að hafa hana frammi í stofu. Ég vil frekar hafa hana hérna inni á þvottahúsi við hellinn minn. Ég er hellisbúi,“ segir hann og glottir. Árið 2005 stofnaði hann fyrirtækið Sigurgeir ljósmyndari og heimasíðuna sigurgeir.is þar sem sjá má ljósmyndasafn hans. Aðspurður segist Sigurgeir enn þá vera að mynda. „Ef það fellur eitthvað til þá er ég enn þá stand-by,“ segir hann. Í dag séu þetta einkum myndir af sjaldgæfum fuglum. „Ég er alltaf með myndavélina í tösku út í bíl. Ef ég rekst á eitthvað sem kitlar augað þá stekk ég út.“ Sigurgeir Jónasson Sigurgeir Jónasson Sigurgeir Jónasson Sigurgeir Jónasson Sigurgeir Jónasson Sigurgeir Jónasson Sigurgeir Jónasson Vestmannaeyjar Ljósmyndun Heimaeyjargosið 1973 Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Sjá meira
Sigurgeir tekur vel á móti blaðamanni og ljósmyndara á blíðviðrisdegi þar sem Heimaey er stútfull af fólki, bæði amerískum túristum og fótboltakrökkum og fjölskyldum þeirra á Orkumótinu. Á veggnum í stofunni hangir þekktasta ljósmynd Sigurgeirs, „Eldingar yfir Surtsey“ tekin 1. desember árið 1963. Mynd sem rataði í tímarit á borð við Life, National Geographic og Paris Match. Fyrst birtist hún þó í Morgunblaðinu, sem Sigurgeir myndaði fyrir í sextíu ár. Sigurgeir man eftir þessu eins og þetta hefði gerst í gær. Myndin var tekin tveimur vikum eftir að gosið hófst. Sigurgeir hafði fengið spurnir af því að allt væri að verða vitlaust við Surt, heitt loft kom inn á gosstrókinn sem olli gríðarlegum þrumum og eldingum. Hann var með eiginkonu sinni, Jakobínu Guðlaugsdóttur, og elstu dótturinni Sigrúnu Ingu, þegar hann tók myndina úr landi og minnist þess að Jakobína, eða Jagga eins og hún var kölluð, hafi verið smeyk við að það kæmi flóðbylgja. „Ég fór heim um kvöldið að framkalla filmuna í miklu óðagoti,“ segir Sigurgeir. „Mér fannst ekkert ganga en skolaði filmuna í hálftíma eða klukkutíma. Síðan hengdi ég hana upp í sturtuklefa þar sem var heitt og fékk lánaða hárþurrku frá konunni til að flýta fyrir þornuninni. Um klukkan ellefu fór ég að kópera og þegar fyrsta myndin birtist í bakkanum sá ég að þetta hlyti að vera eitthvað svakalega merkilegt.“ Nafn út á eina mynd Sigurgeir segist hafa verið hálflamaður þessa nótt. Hann sendi þessa mynd og fleiri á Morgunblaðið. Elín Pálmadóttir blaðamaður sá að þessi mynd þyrfti að fara víðar og sendi eintak til Paris Match, en sjálf hafði hún taugar til Frakklands. „Þar með var ég kominn með nafn. Út á þessa einu mynd,“ segir Sigurgeir. Þegar myndirnar voru teknar segist hann hins vegar ekki hafa gert sér grein fyrir að þetta væri heimsviðburður og að þær myndu fara á slíkt flug. Myndin af Surtseyjargosinu birtist í mörgum frægustu tímaritum heims.Sigurgeir Jónasson Sigurgeir fór í hátt í tuttugu ferðir út í Surtsey til þess að mynda gosið. Hann var einn af þeim fyrstu sem sáu það því hann fór með hafnarbátnum Lóðsinum um þremur tímum eftir að bátsverjar á Ísleifi II höfðu fyrstir tilkynnt um gosið. Hann var einnig við Surtsey þegar þrír Frakkar, blaðamenn og ljósmyndari, gengu fyrstir allra á land í Surtsey þann 6. desember 1963. Sigurgeir segir að þeir hafi sett niður flagg blaðsins og franska fánann. Ólst upp í sveit Sigurgeir er fæddur í Vestmannaeyjum 19. september árið 1934 og hefur búið í Eyjum svo til alla tíð. Faðir hans var Jónas Sigurðsson, kenndur við húsið Skuld en allir Eyjamenn voru kenndir við hús, bát eða stað á þessum tíma. Móðir hans var Guðrún Kristín Ingvarsdóttir aðflutt frá Reykjavík. Flest æskuárin bjó Sigurgeir í sveitinni vestan við hina svokölluðu Kirkjubæi en flutti svo í Skuld þegar afi hans lést. Þar var hins vegar svo þröngt að Sigurgeir þurfti að leigja herbergi úti í bæ, sextán eða sautján ára gamall. Sigurgeir er enn þá með myndavélina í bílnum og stekkur út ef hann sér eitthvað sem grípur augað.RAX „Þá var maður búinn að sjá út kvonfang. Um tvítugt var ég svo kominn með tvö börn,“ segir hann. Auk Sigrúnar Ingu eignuðust þau Jakobína soninn Guðlaug og yngri dóttur, Guðrúnu Kristínu. Met í lundaveiði Á sínum yngri árum var Sigurgeir virkur í íþróttum, bæði fótbolta og frjálsum íþróttum. Þetta voru hins vegar ekki þær greinar sem hann setti nein met í. Það gerði hann í lundaveiðum. Sigurgeir var um sjö ára peyi þegar hann fór í fyrsta skiptið með föður sínum í Álsey og kynntist úteyjalífinu. Hann er enn þá í Álseyjarfélaginu, eitt af nokkrum úteyjafélögum Vestmannaeyja. Þann 27. júlí árið 1975 setti Sigurgeir eyjarmet þegar hann veiddi 920 lunda en fyrra met hafði staðið í hálfa öld. Tveimur árum seinna bætti hann um betur og veiddi 1.204 fugla á aðeins átta og hálfum klukkutíma eða 2,4 fugla á mínútu. Að sögn Sigurgeirs hefur einn maður veitt meira, en á ellefu klukkutímum. Sigurgeir segir að lundaveiðimaður þurfi að vera hraustur, snöggur, fylginn sér og hafa mikið þrek. Lundar eru veiddir í langan háf, fjögurra eða fimm metra langan. „Netið tekur talsvert í sig af vindi í uppslættinum en þú þarft að vera alveg hárnákvæmur. Fuglinn kemur á fljúgandi ferð og þú þarf að hitta á rétt sekúndubrot til að ná honum,“ segir Sigurgeir. Segist hann hafa haft það fram yfir marga aðra veiðimenn að vera snöggur að greiða fuglinn úr netinu. „Ég tók í rassgatið á þeim fyrir aftan vængi og reif netið frá þeim. Það tók ekki nema sekúndu að snúa hann.“ Úteyjamenn standa saman Lundaveiði var góð búbót fyrir úteyjamenn sem dvöldu vikum saman í úteyjunum. Lundinn var bæði saltaður, reyktur og frystur í leigðum klefa í frystihúsi. Stór hluti var seldur til Sláturfélags Suðurlands. Undanfarin ár hefur verið bannað að veiða lunda vegna hnignunar í stofninum og Sigurgeir segist síður en sáttur við slíkt „verndunarkjaftæði.“ Hann fagnar því hins vegar að lundaveiði hafi verið leyfð í ár, þó í takmarkaðan tíma. Sigurgeir er nú farinn að lýjast í löppunum og fer ekki lengur út í Álsey til þess að veiða, heldur aðallega til þess að kjafta við hina karlana. Sigurgeir veiddi 1204 lunda á átta og hálfum tíma sem er met.RAX Aðspurður um úteyjalífið og hin félögin, svo sem í Elliðaey og Bjarnarey, segir Sigurgeir að það sé góðlegur rígur á milli eyjanna. „En svo standa þeir saman eins og eitt fjall þegar saumað er að úteyjarlífinu.“ Í dag eru á þriðja tug í Álseyjarfélaginu og fleiri í Elliðaey. En veiðin er ekki jafn mikil og áður og unga fólkið hefur ekki jafn mikinn áhuga á þessu. „Þetta er allt stórbreytt,“ segir Sigurgeir. Grindhvalir í Tímanum Það var einmitt í Álsey sem ljósmyndabakterían gerði vart við sig. Tíu ára gamall fékk Sigurgeir lánaða „kassamyndavél“ sem systir hans hafði fengið í fermingargjöf. Hann fór með vélina út í Álsey og fyllti heilt albúm af myndum af körlunum að veiðum og öllum gestunum sem komu í veiðihúsið um sumarið. Sigurgeir á enn þá þetta albúm og hefur flett því svo oft að kápan er við það að detta í sundur. Hann segist hins vegar ekki hafa hugsað út í að gerast atvinnuljósmyndari á þessum tíma. Það gerðist ekki fyrr en um tvítugt. Í ágústmánuði var grindhvalavaða rekin inn í höfnina í Vestmannaeyjum og Sigurgeir mætti á svæðið til þess að mynda. Hvalirnir voru hífðir upp á bryggjuna og Færeyingar, sem kunnu til verka, stýrðu hvalskurðinum. Fréttaritari Tímans fylgdist með þessu og fékk að birta myndir Sigurgeirs á heilli opnu í blaðinu. Þetta var í fyrsta sinn sem myndir hans birtust á landsvísu en fyrir þann tíma höfðu bæjarblöðin í Eyjum birt myndir í nokkur skipti. Það var svo í kringum 1960 sem fyrsta mynd Sigurgeirs birtist í Morgunblaðinu. Austurloftið logandi Á öðrum stað í stofunni hangir þekktasta ljósmynd Sigurgeirs úr Heimaeyjargosinu árið 1973. Af Landakirkju með gosstrókinn að baki. Þessi mynd var tekin 17. febrúar, um þremur vikum eftir upphaf gossins sem breytti öllu í Eyjum. „Ég var með þrífót með mér og setti hann á kirkjuvegginn,“ segir Sigurgeir um þessa mynd sem birst hefur landsmönnum svo oft og er sennilega þekktasta ljósmyndin úr gosinu. Myndin af Landakirkju í Heimaeyjargosinu er víðfræg.Sigurgeir Jónasson Nóttina sem gosið hófst var Sigurgeir að brasa í bíl með frænda sínum sem var bifvélavirki. Sjálfur vann Sigurgeir hjá Flugfélaginu á þessum tíma. Hann kom heim nálægt miðnætti og tók fljótlega eftir því að glugginn á neðri hæðinni hafði lokast. En hann þurfti að vera opinn til að nægt súrefni kæmist í olíukyndinguna. Sigurgeir grunar að þetta hafi verið vegna einhverra jarðhræringa í aðdraganda gossins. Skömmu seinna hringir frændinn í hann og segir að það sé komið gos. Sigurgeir fór strax að glugganum, leit út og sá eldana. „Það var allt austurloftið logandi. Ég hélt að allir kirkjubæirnir væru að brenna,“ segir Sigurgeir. En hann átti fimm góða kunningja úr Álseyjarfélaginu sem bjuggu í þessum húsum. Við förum ekki neitt Tvö eldri börn Sigurgeirs voru komin í menntaskóla í Reykjavík á þessum tíma en Sigurgeir vakti Jakobínu og Guðrúnu Kristínu litlu. „Ég hugsaði ekki um annað en að galla mig og tína til myndavélarnar,“ segir Sigurgeir. Þau fóru öll rakleiðis út í bíl og keyrðu að gagnfræðaskólanum þar sem foreldrar Sigurgeirs voru húsverðir. Fljótlega kom lögregluskipun um að rýma þyrfti eyjuna, allir áttu að fara niður á bryggju í báta til Þorlákshafnar. En þangað vildi Sigurgeir ekki. Hann lýsir því hvernig þau hjónin rifust um bílinn en hann gaf loks eftir og fór hlaðinn myndavélabúnaði gangandi í átt að gosinu. Þá hitti hann fyrir félaga sinn sem var á Willis jeppa og þeir héldu út í nóttina að taka myndir. Sigurgeir Jónasson Á einum tímapunkti um nóttina fór Sigurgeir niður á bryggju til að sjá hvort hann myndi finna eitthvað af fólkinu sínu. Þá voru bátarnir flestir að fara og Sigurgeir myndaði bæði fólkið að fara í bátana og þá að sigla út um hafnarminnið. Sigurgeir fór víða um og hitti meðal annars fyrir Árna Johnsen, sem var þá blaðamaður á Morgunblaðinu. Þeir ætluðu ekki af eyjunni. „Árni sagði: Við förum ekki neitt. Við förum upp á Kleif og felum okkur þar í skúrnum. Þeir finna okkur aldrei þar,“ segir Sigurgeir. Húsinu rutt í varnargarð Næstu vikur var Sigurgeir í Heimaey og myndaði gosið. „Ég var í þrjár eða fjórar vikur og var alveg eins og villimaður gagnvart fjölskyldunni,“ segir Sigurgeir. „Ég var svo upptekinn að mynda að ég mundi ekki eftir að eiga konu eða börn eða neitt. Ég var í öðrum heimi. Alls staðar var eitthvað að gerast,“ segir hann. Hann var þá með sinn eigin bíl en komst ekki allt á honum. Fór hann þá um klyfjaður töskum í hvaða háska sem var, illa sofinn og nærður. „Þetta var algjör geðveiki. En maður var ungur og hraustur þá,“ segir Sigurgeir. Sigurgeiri fannst hann fyrst eiga bágt daginn sem rafstöðin fór undir hraun. Um 200 til 300 manns fylgdust með því. Slokknuðu þá ljósin í þeim húsum sem enn voru ekki komin undir hraun. Sigurgeir Jónasson „Þá kom einhver hlaupandi til okkar og sagði að hraunið væri byrjað að renna inn í höfnina. Þá féll ég saman. Ég sá aðeins svartnættið og táraðist,“ segir Sigurgeir. Ef höfnin myndi eyðileggjast væri grundvöllurinn fyrir byggð í Eyjum farinn. Hraunið var hins vegar enn þá ekki runnið í höfnina heldur aðeins með fram garði. Það var að frumkvæði vísindamannsins Þorbjarnar Sigurgeirssonar að vökvunarkerfi var sett í gang til að reyna að hægja á hrauninu. Seinna sendu Bandaríkjamenn öflugar dælur til að kæla hraunið. Reistur var garður úr vikri til að hefta flæðið en vikrið var létt í sér. Þann 24. mars missti Sigurgeir húsið sem hann hafði byggt sjálfur. „Ég man eftir að hafa stigið upp á garðinn. Þá sá ég að þeir voru að fara með jarðýtuna á húsið mitt. Þá vildu þeir fá húsið til þess að styrkja garðinn,“ segir hann. Núll í helvíti í bætur Fyrir gos bjuggu um 5.300 manns í Vestmannaeyjum. Um 2.000 sneru ekki aftur eftir gosið í Heimaey. Í dag búa aðeins um 4.500 í Eyjum. „Ég átti þriggja hæða hús en fékk aðeins 2,9 milljónir fyrir það. Það var eins og núll í helvíti,“ segir Sigurgeir um bæturnar sem fjölskyldan fékk úr Viðlagasjóði. Eftir að hafa búið inni á börnunum og hjá kunningjafólki á Skólavörðustíg keyptu þau íbúð á Hjarðarhaga en strax um haustið fluttu þau aftur til Vestmannaeyja og byrjuðu að byggja upp líf sitt á ný. Strandaði við Surtsey Það var ekki í Heimaeyjargosinu sem Sigurgeir var hætt komin heldur sjö árum síðar þegar hann var um borð í bátnum Bravó sem strandaði í Surtsey, í september árið 1980. Sigurgeir segir þetta hafa verið mikinn blíðviðrisdag, þegar hann og félagi hans Ágúst Halldórsson í Álseyjarfélaginu sigldu út í Surtsey. Um borð var líka finnskur ferðamaður en í eynni voru vísindamenn að störfum sem og flugmenn sem höfðu lent í eynni kvöldið áður. Bravó strandaði árið 1980.Sigurgeir Jónasson „Ég var að mynda þegar kallarnir komu í fjöruna til að taka á móti kastlínu. Þeir drógu kastlínuna en þá kom fylling undir bátinn bakborðsmeginn og ég hentist út í sjó. Finninn datt út að aftan og síðan kom önnur alda og báturinn fór,“ segir Sigurgeir. Hugsaði hann með sér að þetta væri allt í lagi. Hann væri vel syndur og aðeins væru hundrað metrar í land. „Aldan reis allt í einu og ég réði ekkert við þetta,“ segir Sigurgeir. „Ég var landmegin við bátinn og var að baksa þarna þegar ég sé einn stein í fjörunni, ávalan blágrýtisstein sem báturinn fór upp á en ég var fastur í kjalsoginu. Svo kom fylling og ég ætlaði að reyna að baksa í gegnum hana, undan bátnum. Þá kom einn flugmannanna hlaupandi og reif í upphandlegginn á mér og dró mig í land á öðrum handleggnum. Hann hélt að ég væri dauður en ætlaði að hirða hræið. Í fimm vikur var ég með handafarið hans á upphandleggnum.“ Ágúst var enn í bátnum og kastaði myndavélinni til Sigurgeirs sem myndaði í fjörunni í um klukkutíma þar til báturinn var farinn. Sigurgeir segir þetta trúlega hættulegustu aðstæðurnar sem hann hafi lent í á ferlinum. Hafið gefur og hafið tekur Eyjamenn þekkja vel háska á sjó og hafa misst marga sjómenn. Einnig hafa margir aðkomumenn tínt lífinu í hafinu umhverfis Vestmannaeyjar. Sigurgeir minnist þess þegar belgíski togarinn Pelagus strandaði 21. janúar árið 1982. Tveir skipverjar dóu sem og björgunarmaður og læknir úr Eyjum. Hann var þar í sólarhring í hræðilegu veðri og erfiðum aðstæðum. „Þetta var svakaleg myndataka. Þessi nótt,“ segir hann brúnaþungur. „Tveir af þeim ráku upp á sillu. Síðan tók sogið þá út og þá voru þeir orðnir hálf berir.“ En Eyjamennirnir flæktust í trollinu og fóru út með því. Sigurgeir man einnig vel eftir öðru slysi, þegar skipið Helgi varð vélarvana og strandaði við Faxasker þann 7. janúar árið 1950, áður en hann varð ljósmyndari. Átta menn drukknuðu en tveir komust upp á skerið. „Það var ekki hægt að komast þangað í tvo eða þrjá sólarhringa. Þegar það var loksins hægt voru þeir báðir dánir,“ segir Sigurgeir. „Það var ekki glæta að komast þangað, 12 eða 14 vindstig, brjálaður sjór og vitlaust veður. Þeir fundust í skjóli vestast á skerinu, króknaðir.“ Í dag er hins vegar öryggið á bátunum orðið allt annað. „Uss, þetta er ekkert líkt,“ segir Sigurgeir. Skákaði ljósmyndurum á landi í Heklugosi Þrátt fyrir að Sigurgeir sé þekktastur fyrir Eyjamyndir sínar á hann einnig merkar myndir frá öðrum stöðum. Meðal annars frá Heklugosinu árið 1980. Sigurgeir var að keyra heima í Vestmannaeyjum þegar hann heyrði í útvarpinu að stutt væri í gos. Hann brenndi heim til að ná í græjurnar og fór austan við Heimaklett til að mynda. Þar var hins vegar of mikill vindur og slæmt skyggni þannig að hann fór inn á Eiði, sem er mun neðar en þar sást til lands. Sigurgeir Jónasson Á meðan hafði Morgunblaðið sent flugvél og tvo jeppa á staðinn til að mynda. Þeir ljósmyndarar komu hins vegar svo til tómhentir heim því að skyggnið á Suðurlandi var svo slæmt. Myndir Sigurgeirs, teknar úr Eyjum, prýddu hins vegar síður Morgunblaðsins daginn eftir. Alltaf á stand-by Jakobína, lést fyrir nærri tuttugu árum síðan, en hún var margfaldur Íslandsmeistari og Eyjameistari í golfi. Sigurgeir minnist þess að hafa farið með henni í ferðir erlendis þar sem hún var að keppa. Elsta dóttir hans býr enn þá í Eyjum en hin börnin eru flutt upp á land. Sigurgeir Jónasson Sigurgeir hefur fengið alls kyns viðurkenningar á sínum ferli, meðal annars sem bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2006 og í vetur hlaut hann fálkaorðuna á Bessastöðum. Fálkaorðuna geymir hann hins vegar ekki frammi í stofu heldur inni á þvottahúsi, við lítið skot sem hann kallar hellinn sinn. „Sumir segja að ég ætti að hafa hana frammi í stofu. Ég vil frekar hafa hana hérna inni á þvottahúsi við hellinn minn. Ég er hellisbúi,“ segir hann og glottir. Árið 2005 stofnaði hann fyrirtækið Sigurgeir ljósmyndari og heimasíðuna sigurgeir.is þar sem sjá má ljósmyndasafn hans. Aðspurður segist Sigurgeir enn þá vera að mynda. „Ef það fellur eitthvað til þá er ég enn þá stand-by,“ segir hann. Í dag séu þetta einkum myndir af sjaldgæfum fuglum. „Ég er alltaf með myndavélina í tösku út í bíl. Ef ég rekst á eitthvað sem kitlar augað þá stekk ég út.“ Sigurgeir Jónasson Sigurgeir Jónasson Sigurgeir Jónasson Sigurgeir Jónasson Sigurgeir Jónasson Sigurgeir Jónasson Sigurgeir Jónasson
Vestmannaeyjar Ljósmyndun Heimaeyjargosið 1973 Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Sjá meira