Loftus-Cheek einnig farinn frá Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2023 19:45 Ólst upp hjá Chelsea en færir sig nú um set. EPA-EFE/Isabel Infantes Enska knattspyrnufélagið Chelsea heldur áfram að taka til í herbúðum sínum. Ruben Loftus-Cheek er genginn í raðir AC Milan á Ítalíu. Enski miðjumaðurinn kostar Mílanó-liðið um 15 milljónir punda [2,6 milljarða íslenskra króna]. Það var svo sannarlega tekið til hendinni hjá Chelsea eftir að tímabilinu lauk. Síðasta tímabil var algjört afhroð og þar sem félagið eyddi gríðarlegum fjárhæðum í janúar þurfti að taka til í bókhaldinu fyrir 30. júní. Á undanförnum dögum og vikum hefur Chelsea selt hvern leikmanninn á fætur öðrum. Má þar nefna Kai Havertz til Arsenal, Mason Mount til Manchester United, Mateo Kovačić til Manchester City sem og þó nokkrir hafa haldið á vit ævintýranna í Sádi-Arabíu. Ruben Loftus-Cheek Official Statement https://t.co/80KKI1RSWPComunicato Ufficiale https://t.co/9QDMajiztn #ACMQuest #SempreMilan pic.twitter.com/clTcDCcTDb— AC Milan (@acmilan) June 30, 2023 Þá ákvað Loftus-Cheek að feta í fótspor "Fikayo Tomori og ganga í raðir AC Milan. Tomori fór til Mílanó-borgar árið 2021 og hefur notið sín til hins ítrasta. Hinn 27 ára gamli Loftus-Cheek sá ekki fram á mörg tækifæri með Chelsea á komandi leiktíð og ákvað því að nú væri tími kominn til að skipta alfarið um félag. Hann skrifar undir fjögurra ára samning í Mílanó. Loftus-Cheek spilaði alls 155 leiki fyrir Chelsea ásamt því að leika með Crystal Palace og Fulham á láni. Þá á hann að baki 10 A-landsleiki fyrir England sem og 40 leiki fyrir yngri landsliðin. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Það var svo sannarlega tekið til hendinni hjá Chelsea eftir að tímabilinu lauk. Síðasta tímabil var algjört afhroð og þar sem félagið eyddi gríðarlegum fjárhæðum í janúar þurfti að taka til í bókhaldinu fyrir 30. júní. Á undanförnum dögum og vikum hefur Chelsea selt hvern leikmanninn á fætur öðrum. Má þar nefna Kai Havertz til Arsenal, Mason Mount til Manchester United, Mateo Kovačić til Manchester City sem og þó nokkrir hafa haldið á vit ævintýranna í Sádi-Arabíu. Ruben Loftus-Cheek Official Statement https://t.co/80KKI1RSWPComunicato Ufficiale https://t.co/9QDMajiztn #ACMQuest #SempreMilan pic.twitter.com/clTcDCcTDb— AC Milan (@acmilan) June 30, 2023 Þá ákvað Loftus-Cheek að feta í fótspor "Fikayo Tomori og ganga í raðir AC Milan. Tomori fór til Mílanó-borgar árið 2021 og hefur notið sín til hins ítrasta. Hinn 27 ára gamli Loftus-Cheek sá ekki fram á mörg tækifæri með Chelsea á komandi leiktíð og ákvað því að nú væri tími kominn til að skipta alfarið um félag. Hann skrifar undir fjögurra ára samning í Mílanó. Loftus-Cheek spilaði alls 155 leiki fyrir Chelsea ásamt því að leika með Crystal Palace og Fulham á láni. Þá á hann að baki 10 A-landsleiki fyrir England sem og 40 leiki fyrir yngri landsliðin.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira