„Virkilega skemmtilegur leikur til að enda á“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2023 06:00 Stefán Ingi er á leið til Belgíu. Vísir/Hulda Margrét Stefán Ingi Sigurðarson var á skotskónum þegar Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 5-0 og mætir því Shamrock Rovers frá Írlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Þetta var síðasti leikur Stefáns Inga fyrir Blika en hann staðfesti í viðtali eftir leik að hann væri á leið til Belgíu. „Þeir eru gott lið með góða leikmenn en virkilega góð ákefð hjá okkur í fyrri hálfleik og við náðum að spila virkilega vel sem lið og keyrðum yfir þá sem lið. Þetta er gott lið þó að það standi 5-0 við hliðina á mér. Fannst við spila mjög vel og gera þetta fagmannlega,“ sagði Stefán Ingi um mótherja Breiðabliks á föstudagskvöld. „Við farnir að finna aðeins í fyrri hálfleik að þeir eru í undirbúningstímabilinu og við erum eiginlega upp á okkar besta formlega séð, fundum það alveg og náðum að keyra á þá. Þreyttum þá mikið og gott að ná inn mörkum snemma, þá verður þetta auðveldara.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Stefán Ingi: Virkilega skemmtilegur leikur til að enda á Blikar vildu fá vítaspyrnu í síðari hálfleik þegar leikmaður gestaliðsins varði með hendi á línu eftir skot Stefáns Inga. „Fyrsta skiptið sem það er almennilega notað VAR [í. myndbandsdómgæsla] hjá mér. Dómarinn vildi meina að hann væri með höndina í eðlilegri líkamsstöðu og þá er það þannig. Auðvitað hefði maður viljað að höndin hefði ekki verið þarna og boltinn hefði bara farið inn.“ „Það er erfitt, þetta var ótrúlega gaman og virkilega skemmtilegur leikur til að enda á. Náði góðri einbeitingu í þessum leik sen svo þegar maður sér að skiptingin er komin og maður er að fara út af þá komu allar tilfinningarnar upp. Skrítið að spila vitandi að ég er ekki að fara spila fyrir Breiðablik í bili.“ „Lið með nýja eigendur og eru að taka klúbbinn í gegn. Eru í næstefstu deild í Belgíu og spennandi tækifæri að reyna fara í góða og sterka deild, sanna sig þar og vonandi halda áfram að standa sig vel,“ sagði Stefán Ingi að lokum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Breiðablik - Buducnost 5-0 | Blikar sannfærandi í undankeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik vann sannfærandi 5-0 sigur gegn Buducnost og tryggði sér sæti í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Blikar mæta Shamrock Rovers frá Írlandi. 30. júní 2023 21:35 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira
„Þeir eru gott lið með góða leikmenn en virkilega góð ákefð hjá okkur í fyrri hálfleik og við náðum að spila virkilega vel sem lið og keyrðum yfir þá sem lið. Þetta er gott lið þó að það standi 5-0 við hliðina á mér. Fannst við spila mjög vel og gera þetta fagmannlega,“ sagði Stefán Ingi um mótherja Breiðabliks á föstudagskvöld. „Við farnir að finna aðeins í fyrri hálfleik að þeir eru í undirbúningstímabilinu og við erum eiginlega upp á okkar besta formlega séð, fundum það alveg og náðum að keyra á þá. Þreyttum þá mikið og gott að ná inn mörkum snemma, þá verður þetta auðveldara.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Stefán Ingi: Virkilega skemmtilegur leikur til að enda á Blikar vildu fá vítaspyrnu í síðari hálfleik þegar leikmaður gestaliðsins varði með hendi á línu eftir skot Stefáns Inga. „Fyrsta skiptið sem það er almennilega notað VAR [í. myndbandsdómgæsla] hjá mér. Dómarinn vildi meina að hann væri með höndina í eðlilegri líkamsstöðu og þá er það þannig. Auðvitað hefði maður viljað að höndin hefði ekki verið þarna og boltinn hefði bara farið inn.“ „Það er erfitt, þetta var ótrúlega gaman og virkilega skemmtilegur leikur til að enda á. Náði góðri einbeitingu í þessum leik sen svo þegar maður sér að skiptingin er komin og maður er að fara út af þá komu allar tilfinningarnar upp. Skrítið að spila vitandi að ég er ekki að fara spila fyrir Breiðablik í bili.“ „Lið með nýja eigendur og eru að taka klúbbinn í gegn. Eru í næstefstu deild í Belgíu og spennandi tækifæri að reyna fara í góða og sterka deild, sanna sig þar og vonandi halda áfram að standa sig vel,“ sagði Stefán Ingi að lokum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Breiðablik - Buducnost 5-0 | Blikar sannfærandi í undankeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik vann sannfærandi 5-0 sigur gegn Buducnost og tryggði sér sæti í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Blikar mæta Shamrock Rovers frá Írlandi. 30. júní 2023 21:35 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Breiðablik - Buducnost 5-0 | Blikar sannfærandi í undankeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik vann sannfærandi 5-0 sigur gegn Buducnost og tryggði sér sæti í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Blikar mæta Shamrock Rovers frá Írlandi. 30. júní 2023 21:35