„Virkilega skemmtilegur leikur til að enda á“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2023 06:00 Stefán Ingi er á leið til Belgíu. Vísir/Hulda Margrét Stefán Ingi Sigurðarson var á skotskónum þegar Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 5-0 og mætir því Shamrock Rovers frá Írlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Þetta var síðasti leikur Stefáns Inga fyrir Blika en hann staðfesti í viðtali eftir leik að hann væri á leið til Belgíu. „Þeir eru gott lið með góða leikmenn en virkilega góð ákefð hjá okkur í fyrri hálfleik og við náðum að spila virkilega vel sem lið og keyrðum yfir þá sem lið. Þetta er gott lið þó að það standi 5-0 við hliðina á mér. Fannst við spila mjög vel og gera þetta fagmannlega,“ sagði Stefán Ingi um mótherja Breiðabliks á föstudagskvöld. „Við farnir að finna aðeins í fyrri hálfleik að þeir eru í undirbúningstímabilinu og við erum eiginlega upp á okkar besta formlega séð, fundum það alveg og náðum að keyra á þá. Þreyttum þá mikið og gott að ná inn mörkum snemma, þá verður þetta auðveldara.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Stefán Ingi: Virkilega skemmtilegur leikur til að enda á Blikar vildu fá vítaspyrnu í síðari hálfleik þegar leikmaður gestaliðsins varði með hendi á línu eftir skot Stefáns Inga. „Fyrsta skiptið sem það er almennilega notað VAR [í. myndbandsdómgæsla] hjá mér. Dómarinn vildi meina að hann væri með höndina í eðlilegri líkamsstöðu og þá er það þannig. Auðvitað hefði maður viljað að höndin hefði ekki verið þarna og boltinn hefði bara farið inn.“ „Það er erfitt, þetta var ótrúlega gaman og virkilega skemmtilegur leikur til að enda á. Náði góðri einbeitingu í þessum leik sen svo þegar maður sér að skiptingin er komin og maður er að fara út af þá komu allar tilfinningarnar upp. Skrítið að spila vitandi að ég er ekki að fara spila fyrir Breiðablik í bili.“ „Lið með nýja eigendur og eru að taka klúbbinn í gegn. Eru í næstefstu deild í Belgíu og spennandi tækifæri að reyna fara í góða og sterka deild, sanna sig þar og vonandi halda áfram að standa sig vel,“ sagði Stefán Ingi að lokum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Breiðablik - Buducnost 5-0 | Blikar sannfærandi í undankeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik vann sannfærandi 5-0 sigur gegn Buducnost og tryggði sér sæti í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Blikar mæta Shamrock Rovers frá Írlandi. 30. júní 2023 21:35 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
„Þeir eru gott lið með góða leikmenn en virkilega góð ákefð hjá okkur í fyrri hálfleik og við náðum að spila virkilega vel sem lið og keyrðum yfir þá sem lið. Þetta er gott lið þó að það standi 5-0 við hliðina á mér. Fannst við spila mjög vel og gera þetta fagmannlega,“ sagði Stefán Ingi um mótherja Breiðabliks á föstudagskvöld. „Við farnir að finna aðeins í fyrri hálfleik að þeir eru í undirbúningstímabilinu og við erum eiginlega upp á okkar besta formlega séð, fundum það alveg og náðum að keyra á þá. Þreyttum þá mikið og gott að ná inn mörkum snemma, þá verður þetta auðveldara.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Stefán Ingi: Virkilega skemmtilegur leikur til að enda á Blikar vildu fá vítaspyrnu í síðari hálfleik þegar leikmaður gestaliðsins varði með hendi á línu eftir skot Stefáns Inga. „Fyrsta skiptið sem það er almennilega notað VAR [í. myndbandsdómgæsla] hjá mér. Dómarinn vildi meina að hann væri með höndina í eðlilegri líkamsstöðu og þá er það þannig. Auðvitað hefði maður viljað að höndin hefði ekki verið þarna og boltinn hefði bara farið inn.“ „Það er erfitt, þetta var ótrúlega gaman og virkilega skemmtilegur leikur til að enda á. Náði góðri einbeitingu í þessum leik sen svo þegar maður sér að skiptingin er komin og maður er að fara út af þá komu allar tilfinningarnar upp. Skrítið að spila vitandi að ég er ekki að fara spila fyrir Breiðablik í bili.“ „Lið með nýja eigendur og eru að taka klúbbinn í gegn. Eru í næstefstu deild í Belgíu og spennandi tækifæri að reyna fara í góða og sterka deild, sanna sig þar og vonandi halda áfram að standa sig vel,“ sagði Stefán Ingi að lokum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Breiðablik - Buducnost 5-0 | Blikar sannfærandi í undankeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik vann sannfærandi 5-0 sigur gegn Buducnost og tryggði sér sæti í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Blikar mæta Shamrock Rovers frá Írlandi. 30. júní 2023 21:35 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Breiðablik - Buducnost 5-0 | Blikar sannfærandi í undankeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik vann sannfærandi 5-0 sigur gegn Buducnost og tryggði sér sæti í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Blikar mæta Shamrock Rovers frá Írlandi. 30. júní 2023 21:35