Biden má ekki afskrifa námslán fyrir 400 milljarða dala Árni Sæberg skrifar 30. júní 2023 23:25 Joe Biden var harðorður í garð hæstaréttar Bandaríkjanna á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Evan Vucci/AP Hæstiréttur Bandaríkjana kvað í dag upp dóm þess efnis að áform Joes Biden Bandaríkjaforseta, um að afskrifa námslán allt að 43 milljóna Bandaríkjamanna, væru ólögmæt. Biden kynnti áform sín í ágúst á síðasta ári og í þeim felst að námslán, tekin hjá ríkinu, yrðu afskrifuð um allt að tíu þúsund Bandaríkjadali fyrir þá sem þéna undir 125 þúsund dali á ári eða eru með heimilistekjur upp að 250 þúsund dölum. Allt að 43 milljónir lántaka uppfylla þau skilyrði og því hefði heildarkostnaður áformana geta verið allt að 400 millljarðar dala. Það gerir um 55 þúsund milljarða króna. Biden taldi sig hafa lagaheimild fyrir afskriftunum sem byggði á svokölluðum HEROES-lögum, lögum sem sett voru árið 2003 í þeim tilgangi að heimila forseta að takast á við neyðarástand í Bandaríkjunum, án aðkomu þingsins. Íhaldssamur hæstiréttur hélt nú ekki Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm sinn í málinu í dag, en sex ríki höfðu kært áform forsetans. Meirihluti réttarins taldi að Biden hefði farið út fyrir valdssvið sitt með áformunum og að samþykki löggjafans hefði þurft. AP greinir frá þessu. Sex dómarar, sem teljast til íhaldssamari hluta réttarins, gáfu lítið fyrir málatilbúnað ríkisstjórnar Bidens um að HEROES-lögin heimiluðu forsetanum að fara fram hjá þinginu. „Sex ríki kærðu á þeim forsendum að HEROES-lögin heimiluðu ekki afskriftirnar, og því erum við sammála,“ skrifaði John Roberts. forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, í áliti meirihlutans. Elena Kagan, einn þriggja frjálslyndari dómara, sagði í sératkvæði að meirihlutinn hefði virt vilja löggjafans og framkvæmdavaldins að vettugi, með þeim afleiðingum að draumur 43 milljóna Bandaríkjamanna um afskriftir sé úti. Hinir frjálslyndu dómararnir tveir skrifuðu undir sératkvæði hennar. Forsetinn hvergi af baki dottinn Joe Biden tilkynnti í dag að hann myndi leita nýrra leiða til þess að afskrifa námslánin og sagði dóm hæstaréttar vera til marks um hræsni Repúblikana. Hann sagðist munu ná áformum sínum í gegn með lögum um æðri menntun (e. Higher education act), sem sett voru árið 1965. Það sagði hann bestu leiðina til þess að hlaupa undir bagga með sem flestum lánþegum. Þá sagðist hann munu gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot hjá þeim mikla fjölda lánþega, sem munu þurfa að byrja aftur að greiða inn á námslán sín í kjölfar ákvörðunar hæstaréttar. Afborgarnir námslána voru settar á ís í upphafi faraldurs kórónuveiru í Bandaríkjunum en hefjast að óbreyttu aftur að mánuði liðnum. Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Sjá meira
Biden kynnti áform sín í ágúst á síðasta ári og í þeim felst að námslán, tekin hjá ríkinu, yrðu afskrifuð um allt að tíu þúsund Bandaríkjadali fyrir þá sem þéna undir 125 þúsund dali á ári eða eru með heimilistekjur upp að 250 þúsund dölum. Allt að 43 milljónir lántaka uppfylla þau skilyrði og því hefði heildarkostnaður áformana geta verið allt að 400 millljarðar dala. Það gerir um 55 þúsund milljarða króna. Biden taldi sig hafa lagaheimild fyrir afskriftunum sem byggði á svokölluðum HEROES-lögum, lögum sem sett voru árið 2003 í þeim tilgangi að heimila forseta að takast á við neyðarástand í Bandaríkjunum, án aðkomu þingsins. Íhaldssamur hæstiréttur hélt nú ekki Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm sinn í málinu í dag, en sex ríki höfðu kært áform forsetans. Meirihluti réttarins taldi að Biden hefði farið út fyrir valdssvið sitt með áformunum og að samþykki löggjafans hefði þurft. AP greinir frá þessu. Sex dómarar, sem teljast til íhaldssamari hluta réttarins, gáfu lítið fyrir málatilbúnað ríkisstjórnar Bidens um að HEROES-lögin heimiluðu forsetanum að fara fram hjá þinginu. „Sex ríki kærðu á þeim forsendum að HEROES-lögin heimiluðu ekki afskriftirnar, og því erum við sammála,“ skrifaði John Roberts. forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, í áliti meirihlutans. Elena Kagan, einn þriggja frjálslyndari dómara, sagði í sératkvæði að meirihlutinn hefði virt vilja löggjafans og framkvæmdavaldins að vettugi, með þeim afleiðingum að draumur 43 milljóna Bandaríkjamanna um afskriftir sé úti. Hinir frjálslyndu dómararnir tveir skrifuðu undir sératkvæði hennar. Forsetinn hvergi af baki dottinn Joe Biden tilkynnti í dag að hann myndi leita nýrra leiða til þess að afskrifa námslánin og sagði dóm hæstaréttar vera til marks um hræsni Repúblikana. Hann sagðist munu ná áformum sínum í gegn með lögum um æðri menntun (e. Higher education act), sem sett voru árið 1965. Það sagði hann bestu leiðina til þess að hlaupa undir bagga með sem flestum lánþegum. Þá sagðist hann munu gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot hjá þeim mikla fjölda lánþega, sem munu þurfa að byrja aftur að greiða inn á námslán sín í kjölfar ákvörðunar hæstaréttar. Afborgarnir námslána voru settar á ís í upphafi faraldurs kórónuveiru í Bandaríkjunum en hefjast að óbreyttu aftur að mánuði liðnum.
Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Sjá meira