Íslenski boltinn

Rekinn frá KR eftir minna en ár í starfi

Jón Már Ferro skrifar
Perry Mchlacan var látinn taka pokann sinn.
Perry Mchlacan var látinn taka pokann sinn. vísir/Diego

Perry Mclachan hefur verið rekinn frá KR. Hann stýrði liðinu í Lengjudeild kvenna. Árangurinn hefur ekki verið nægilega góður og situr liðið í næst neðsta sæti með sex stig.

Liðið féll úr Bestu deildinni á síðustu leiktíð og nú gæti liðið fallið niður í aðra deildina, þriðju efstu deild. Stjórnarmenn KR telja Mclachan ekki vera rétta manninn í starfið og ákváðu því að láta hann fara.

Mclachan er ósáttur með þá ákvörðun og gaf út yfirlýsingu. Hann var ráðinn í nóvember en fékk að eigin mati of lítið fjármagn. Tuttugu leikmenn hurfu á brott og jafn margir leikmenn komu inn.

„Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að ákvarðanir eru teknar með þessum hætti. Til dæmis fótboltatengdar ástæður, eða viðskiptatengdar, pólitískar eða fjárhagslegar. Stundum þarf félag blóraböggul til að kasta undir rútuna,“ segir Mclachan í yfirlýsingunni.

Mclachan segir liðið á réttri leið og hefði hann viljað halda áfram með liðið. Að sama skapi er hann stoltur að hafa stýrt liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×