Viðskipti innlent

Ný stjórn kosin á hlut­hafa­fundi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Fundurinn fer fram þann 28. júlí.
Fundurinn fer fram þann 28. júlí. Vísir/Vilhelm

Stjórn Íslandsbanka hefur boðað til hluthafafundar í lok mánaðar þar sem kosið verður í stjórn, varastjórn og embætti formanns stjórnar auk þess sem fjallað verður um sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka

Fundurinn fer fram þann 28. júlí í fundarsalnum á Grand hótel Reykjavík. 

Öllum hluthöfum er heimilt að sækja fundinn, taka til máls og neyta atkvæðisréttar síns. Auk hluthafa hafa umboðsmenn þeirra, endurskoðendur, stjórnarmenn og bankastjóri rétt til að sitja fundinn. 

Einnig hafa fulltrúar fjármálaeftirlitsins heimild til að vera viðstaddir fundinn en hafa hvorki tillögurétt né atkvæðisrétt á fundinum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×