Íslenski boltinn

Kjóstu besta leikmann júní í Bestu deildinni

Sindri Sverrisson skrifar
Þessar fimm koma til greina sem leikmaður mánaðarins í Bestu deild kvenna í júní.
Þessar fimm koma til greina sem leikmaður mánaðarins í Bestu deild kvenna í júní. Stöð 2 Sport

Fimm knattspyrnukonur eru tilnefndar sem leikmaður mánaðarins í júní, í Bestu deildinni. Kosningin fer fram á Vísi og niðurstöðurnar verða kynntar í Bestu mörkunum.

Lesendur Vísis geta kosið hér að neðan á milli leikmannanna fimm. Á meðal hinna tilnefndu eru þrír leikmenn úr FH sem komið hefur liða mest á óvart í sumar og er í 3. sæti, sem nýliði, eftir að hafa víða verið spáð falli fyrir tímabilið.

FH-ingarnir þrír eru markvörðurinn Aldís Guðlaugsdóttir, miðvörðurinn Arna Eiríksdóttir, lánsmaður frá Val, og sóknarmaðurinn Mackenzie George.

Valskonan Bryndís Arna Níelsdóttir, sem er markahæst í deildinni með sjö mörk, og Blikinn Taylor Ziemer eru einnig tilnefndar.

Hafrún Rakel Halldórsdóttir úr Breiðabliki var valin leikmaður mánaðarins í maí en engin þeirra fjögurra sem þá voru tilnefndar (Sandra María Jessen, Anna Rakel Pétursdóttir, Sæunn Björnsdóttir og Hafrún) komust í hóp hinna tilnefndu í júní.


Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×