Kannast ekki við beiðni sem leiddi til tímamótadóms um mismunun Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2023 14:44 Lorie Smith vildi ekki þurfa að hanna vefsíður til að fagna brúðkaupum samkynhneigðra. Hún fékk Hæstarétt Bandaríkjanna til að leyfa sér og fyrirtækjum almennt til að neita samkynhneigðum um þjónustu. AP/Andrew Harnik Maður sem var nefndur í máli sem kristinn vefsíðuhönnuður sem vildi ekki þurfa að vinna fyrir samkynhneigt fólk höfðaði fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna segist aldrei hafa óskað eftir þjónustu hönnuðarins. Dómurinn leyfði fyrirtækjum að meina samkynhneigðum um þjónustu. Sex íhaldsmenn við Hæstarétt Bandaríkjanna töldu að kristinni konu sem rekur vefhönnunarfyrirtæki í Colorado væri heimilt að hafna því að hanna vefsíðu fyrir brúðkaup samkynhneigðra á föstudag. Dómurinn er talinn bakslag fyrir réttindi hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Þegar Lorie Smith, eigandi fyrirtækisins 303 Creative, höfðaði mál sitt á sínum tíma bauð hún ekki upp á hönnun vefsíðna fyrir brúðkaup og hafði ekki fengið neina ósk frá samkynja pari. Hún vildi hins vegar fá úrskurð dómstóla um að henni væri ekki skylt að gera það þrátt fyrir að ríkislög í Colorado bönnuðu fyrirtækjum að mismuna viðskiptavinum á grundvelli kynhneigðar. Degi eftir að Smith lagði málið fram og deilt var um hvort að hún hefði lögvarinna hagsmuna að gæta héldu lögmenn Smith því fram að þó að það væri ekki forsenda fyrir því að hún gæti höfðað málið þá hefði henni borist ósk um að gera vefsíðu fyrir brúðkaup samkynhneigðs pars. „Fullyrðingar um að Lorie fái aldrei beiðnir um að búa til vefsíður sem fagna samkynja athöfn eiga ekki lengur rétt á sér því að Lorie hefur fengið slíka beiðni,“ sögðu lögmennirnir í febrúar árið 2017. Giftur konu í hálfan annan áratug Maðurinn sem lögmenn Smith nefndu þessu til stuðnings kemur af fjöllum. Í stefnu Smith og greinargerð var maðurinn aðeins nefndur „Stewart“ en símanúmer hans og tölvupóstfang fylgdu með. Hann segist aldrei hafa óskað eftir þjónustu Smith og að hann hafi ekki vitað að hann væri nefndur í málsókn hennar fyrr en blaðamaður hafði samband við hann nýlega. „Ég var ótrúlega hissa í því ljósi að ég hef verið hamingjusamlega giftur konu undanfarin fimmtán ár,“ sagði maðurinn við AP-fréttastofuna. Hann furðar sig á að enginn hafi staðreynt að beiðnin væru raunveruleg áður en málið fór alla leið fyrir æðsta dómstól landsins. Nafn Stewart var nefnt í greinargerð lögmanna Smith til hæstaréttar. AP segir að svo virðist sem að hann sé ekki nefndur í dómi réttarins. Kristen Waggoner, lögmaður Smith, neitaði því að beiðnin sem var lögð fram væri uppspuni. Óumdeilt væri að beiðnin hefði borist. Mögulega hefði einhver ætlað að atast í Smith. Það hefði ekki þýðingu í málinu hvort að beiðnin væri ósvikin eða ekki. Phil Weiser, dómsmálaráðherra Colorado, sagði mál Smith tilbúning vegna þess að hún hafi ekki boðið upp á þjónustuna sem um ræðir þegar hún höfðaði málið. Hæstiréttur hefði ekki átt að taka mál til efnislegrar umfjöllunar sem ætti sér ekki neina stoð í raunveruleikanum. Hæstiréttur Bandaríkjanna er nú á valdi repúblikana. Þeir eiga sex dómarar af níu.Vísir/EPA Ekki talið skipta máli Washington Post segir að svo virðist sem að dómararnir hafi ekki talið það skipta sköpum hvort að Smith hefði fengið beiðni frá samkynhneigðu pari eða ekki. Frjálslyndu dómrarnir sem skiluðu sératkvæði fjölluðu ekki um það að beiðnin væri mögulega ekki raunveruleg. Meirihluti dómsins komst að þeirri niðurstöðu að vefsíðuhönnun teldist „tjáning“ og hún nyti þess vegna verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar. Colorado-ríki væri ekki heimilt að þvinga hana til þess að hanna vefsíðu fyrir brúðkaup samkynhneigðra því að það stangaðist á við trú hennar að aðeins karl og kona gætu gengið í hjónaband. Frjálslyndu dómararnir hörmuðu að dómurinn hefði rétt af samkynhneigðu fólki. „Álit dómstólsins er í bókstaflegri merkingu skilaboð sem segja „Samkynja pörum kann að vera meinað um ákveðna þjónustu“,“ skrifaði Sonia Sotomayor, höfundur minnihlutaálitsins. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Hinsegin Mannréttindi Tjáningarfrelsi Trúmál Tengdar fréttir Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03 Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Sex íhaldsmenn við Hæstarétt Bandaríkjanna töldu að kristinni konu sem rekur vefhönnunarfyrirtæki í Colorado væri heimilt að hafna því að hanna vefsíðu fyrir brúðkaup samkynhneigðra á föstudag. Dómurinn er talinn bakslag fyrir réttindi hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Þegar Lorie Smith, eigandi fyrirtækisins 303 Creative, höfðaði mál sitt á sínum tíma bauð hún ekki upp á hönnun vefsíðna fyrir brúðkaup og hafði ekki fengið neina ósk frá samkynja pari. Hún vildi hins vegar fá úrskurð dómstóla um að henni væri ekki skylt að gera það þrátt fyrir að ríkislög í Colorado bönnuðu fyrirtækjum að mismuna viðskiptavinum á grundvelli kynhneigðar. Degi eftir að Smith lagði málið fram og deilt var um hvort að hún hefði lögvarinna hagsmuna að gæta héldu lögmenn Smith því fram að þó að það væri ekki forsenda fyrir því að hún gæti höfðað málið þá hefði henni borist ósk um að gera vefsíðu fyrir brúðkaup samkynhneigðs pars. „Fullyrðingar um að Lorie fái aldrei beiðnir um að búa til vefsíður sem fagna samkynja athöfn eiga ekki lengur rétt á sér því að Lorie hefur fengið slíka beiðni,“ sögðu lögmennirnir í febrúar árið 2017. Giftur konu í hálfan annan áratug Maðurinn sem lögmenn Smith nefndu þessu til stuðnings kemur af fjöllum. Í stefnu Smith og greinargerð var maðurinn aðeins nefndur „Stewart“ en símanúmer hans og tölvupóstfang fylgdu með. Hann segist aldrei hafa óskað eftir þjónustu Smith og að hann hafi ekki vitað að hann væri nefndur í málsókn hennar fyrr en blaðamaður hafði samband við hann nýlega. „Ég var ótrúlega hissa í því ljósi að ég hef verið hamingjusamlega giftur konu undanfarin fimmtán ár,“ sagði maðurinn við AP-fréttastofuna. Hann furðar sig á að enginn hafi staðreynt að beiðnin væru raunveruleg áður en málið fór alla leið fyrir æðsta dómstól landsins. Nafn Stewart var nefnt í greinargerð lögmanna Smith til hæstaréttar. AP segir að svo virðist sem að hann sé ekki nefndur í dómi réttarins. Kristen Waggoner, lögmaður Smith, neitaði því að beiðnin sem var lögð fram væri uppspuni. Óumdeilt væri að beiðnin hefði borist. Mögulega hefði einhver ætlað að atast í Smith. Það hefði ekki þýðingu í málinu hvort að beiðnin væri ósvikin eða ekki. Phil Weiser, dómsmálaráðherra Colorado, sagði mál Smith tilbúning vegna þess að hún hafi ekki boðið upp á þjónustuna sem um ræðir þegar hún höfðaði málið. Hæstiréttur hefði ekki átt að taka mál til efnislegrar umfjöllunar sem ætti sér ekki neina stoð í raunveruleikanum. Hæstiréttur Bandaríkjanna er nú á valdi repúblikana. Þeir eiga sex dómarar af níu.Vísir/EPA Ekki talið skipta máli Washington Post segir að svo virðist sem að dómararnir hafi ekki talið það skipta sköpum hvort að Smith hefði fengið beiðni frá samkynhneigðu pari eða ekki. Frjálslyndu dómrarnir sem skiluðu sératkvæði fjölluðu ekki um það að beiðnin væri mögulega ekki raunveruleg. Meirihluti dómsins komst að þeirri niðurstöðu að vefsíðuhönnun teldist „tjáning“ og hún nyti þess vegna verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar. Colorado-ríki væri ekki heimilt að þvinga hana til þess að hanna vefsíðu fyrir brúðkaup samkynhneigðra því að það stangaðist á við trú hennar að aðeins karl og kona gætu gengið í hjónaband. Frjálslyndu dómararnir hörmuðu að dómurinn hefði rétt af samkynhneigðu fólki. „Álit dómstólsins er í bókstaflegri merkingu skilaboð sem segja „Samkynja pörum kann að vera meinað um ákveðna þjónustu“,“ skrifaði Sonia Sotomayor, höfundur minnihlutaálitsins.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Hinsegin Mannréttindi Tjáningarfrelsi Trúmál Tengdar fréttir Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03 Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03
Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20