Lífið

Leifur Welding orðinn afi

Íris Hauksdóttir skrifar
Leifur tekur sig vel út í afahlutverkinu.
Leifur tekur sig vel út í afahlutverkinu.

Hönnunar- og framkvæmdamaðurinn Leifur Welding er orðinn afi. Hann birtir gleðitíðindin á samfélagsmiðlum sínum og segist hlakka til að brasa og bralla með afastráknum. 

Leifur greindi frá fæðingu sonarsonar síns með hjartnæmri færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann segir drenginn einfaldlega fullkominn eins og hann eigi kyn til. 

Leifur segir drenginn ekki hafa getað valið sér betri foreldra.

„Ég get ekki lýst því hvað ég er stoltur og montinn af því að vera orðinn afi. Hann er einfaldlega fullkominn það sem ég hlakka til að brasa og bralla með afastrák . Hann gat ekki valið sér fullkomnari foreldra.“

Leifur segist ekki geta beðið eftir að braska og bralla með litla afasnáðanum.

Leifur hefur komið víða við með hönnun sinni á hótelum og veitingastöðum. Ber þar helst að nefna Hótel Geysi, Apótekið, Grillmarkaðinn, Sushi Social, Fjallkonuna, Kol, Kopar, Fiskfélagið, PUNK, Bastard og nú síðar Pósthús mathöll, ásamt fjölmörgum sumarbústöðum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×