Samkvæmt Tass voru drónarnir næst Moskvu skotnir niður nærri þorpinu Valuevo, sem liggur í um 30 kílómetra fjarlægð frá Kreml.
Flugumferð var tímabundið lokað um Vnukovo-flugvöll og öllu flugi beint að öðrum völlum. Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, staðfesti að flugvellinum hefði verið lokað vegna drónanna, sem hefði verið grandað af loftvörnum Rússa.
Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði um að ræða árás yfirvalda í Úkraínu á mikilvæga innviði í Rússlandi, þar á meðal flugvöll þar sem alþjóðaflugumferð færi um. Talaði hún um „hryðjuverkaárás“.