Erlent

Tíu látnir í Jenín og þúsundir flýja búðirnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fjöldi íbúa hefur flúið átökin í búðunum.
Fjöldi íbúa hefur flúið átökin í búðunum.

Þúsundir Palestínumanna hafa nú flúið flóttamannabúðirnar í borginni Jenín eftir að Ísraelsher gerði árásir á búðirnar úr lofti og af jörðu niðri. Herinn segist vera í aðgerðum gegn palestínskum vígamönnum sem hafi aðsetur í búðunum.

Palestínsk yfirvöld segja tíu hafa látist síðan aðgerðirnar hófust fyrir rúmum sólarhring og eru rúmlega hundrað sárir að auki, þar af tuttugu alvarlega. 

Talsmaður hersins segir að tíu vígamanna sé enn leitað í Jenín, 120 hafi verið handteknir. 

Utanríkisráðherra Ísraels segir að ekki standi til að ráðast á fleiri svæði á Vesturbakkanum að þessu sinni en yfirvöld í Palestínu hafa kallað eftir því að allsherjarverkfalli verði komið á á öllum Vesturbakkanum á meðan á árásum hersins stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×