Hraktist í burtu eftir erjur við stuðningsmenn liðsins Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2023 11:31 Hedvig Lindahl hefur leikið nærri 200 A-landsleiki fyrir Svíþjóð. Getty/Joe Prior Sænski markvörðurinn Hedvid Lindahl, sem hefur leikið nærri 200 landsleiki fyrir Svíþjóð, hefur rift samningi sínum við Djurgården í kjölfar deilna við stuðningsmenn liðsins. Lindahl, sem er fertug, kom til Djurgården í fyrra en hluta af stuðningsmönnum liðsins hefur fundist hún of vinaleg í garð erkifjendanna í Hammarby. Í grein BBC segir að Lindahl hafi til að mynda verið gagnrýnd fyrir tíst á Twitter þar sem hún hrósaði stuðningsmönnum Hammarby, eftir annan leik sinn fyrir Djurgården. Þá náðist mynd af henni að árita sænska landsliðsmarkmannstreyju fyrir stuðningsmann Hammarby. Lindahl segist hafa orðið fyrir áreitni í nokkur skipti. Hún segist vilja að stuðningsmönnum líði öruggum á vellinum og þess vegna reyni hún að eiga góð samskipti einnig við stuðningsmenn andstæðinga síns liðs. Hún vilji ekki að bullumenningin sem loðað hafi við karlafótbolta færist einnig yfir í kvennafótbolta. Former Sweden goalkeeper Hedvig Lindahl's long career may be at an end after her club Djurgarden terminated her contract by mutual agreement following a turbulent spell with the Stockholm side. https://t.co/oEZIwCJ2nr— Reuters Sports (@ReutersSports) July 3, 2023 Grímuklæddir og köstuðu blysum Nokkrir stuðningsmenn Djurgården mættu grímuklæddir og sýndu ógnandi hegðun á leik Djurgården við Linköping í júní, sem Djurgården tapaði 4-1, þar sem blysum var til að mynda kastað inn á völlinn. Í maí var greint frá fjórum líkamsárásum á lestarstöð eftir 1-0 tap Djurgården gegn Hammarby, og sagði Lindahl þá að slíkt ofbeldi ætti ekki að líðast. En þær fótboltabullur sem baunað hafa á Lindahl á samfélagsmiðlum hafa ekki látið sér segjast og á einum leik mætti hópur með borða sem á stóð: „Við erum gengið sem ekki er óskað eftir í deildinni hennar Lindahl. Hedvig, þú munt aldrei þagga niður í okkur.“ „Ég vonaði að mér tækist að snúa hlutunum við gagnvart stuðningsmönnunum en við náðum aldrei þangað,“ sagði Lindahl við BBC. Ferlinum mögulega lokið Hún hefur á ferli sínum meðal annars unnið ensku úrvalsdeildina tvisvar með Chelsea, komist tvisvar í úrslitaleik Ólympíuleikanna með Svíþjóð, og unnið silfur á HM 2003. Hún hefur einnig spilað með liðum á borð við Wolfsburg og Atlético Madrid. Lindahl segist nú vera að íhuga að leggja hanskana á hilluna en vonist þó til að geta lokið ferlinum með jákvæðari hætti. Hún hafi fengið frábæran stuðning frá liðsfélögum og starfsfólki Djurgården „í öllu þessu drama.“ „Ég vona að núna þegar ég er ekki lengur inni í myndinni þá muni fólk koma og styðja þau. Ef ég var ástæðan fyrir því að einhverjir komu ekki til að styðja þá geta þeir mætt núna,“ sagði Lindahl. Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Lindahl, sem er fertug, kom til Djurgården í fyrra en hluta af stuðningsmönnum liðsins hefur fundist hún of vinaleg í garð erkifjendanna í Hammarby. Í grein BBC segir að Lindahl hafi til að mynda verið gagnrýnd fyrir tíst á Twitter þar sem hún hrósaði stuðningsmönnum Hammarby, eftir annan leik sinn fyrir Djurgården. Þá náðist mynd af henni að árita sænska landsliðsmarkmannstreyju fyrir stuðningsmann Hammarby. Lindahl segist hafa orðið fyrir áreitni í nokkur skipti. Hún segist vilja að stuðningsmönnum líði öruggum á vellinum og þess vegna reyni hún að eiga góð samskipti einnig við stuðningsmenn andstæðinga síns liðs. Hún vilji ekki að bullumenningin sem loðað hafi við karlafótbolta færist einnig yfir í kvennafótbolta. Former Sweden goalkeeper Hedvig Lindahl's long career may be at an end after her club Djurgarden terminated her contract by mutual agreement following a turbulent spell with the Stockholm side. https://t.co/oEZIwCJ2nr— Reuters Sports (@ReutersSports) July 3, 2023 Grímuklæddir og köstuðu blysum Nokkrir stuðningsmenn Djurgården mættu grímuklæddir og sýndu ógnandi hegðun á leik Djurgården við Linköping í júní, sem Djurgården tapaði 4-1, þar sem blysum var til að mynda kastað inn á völlinn. Í maí var greint frá fjórum líkamsárásum á lestarstöð eftir 1-0 tap Djurgården gegn Hammarby, og sagði Lindahl þá að slíkt ofbeldi ætti ekki að líðast. En þær fótboltabullur sem baunað hafa á Lindahl á samfélagsmiðlum hafa ekki látið sér segjast og á einum leik mætti hópur með borða sem á stóð: „Við erum gengið sem ekki er óskað eftir í deildinni hennar Lindahl. Hedvig, þú munt aldrei þagga niður í okkur.“ „Ég vonaði að mér tækist að snúa hlutunum við gagnvart stuðningsmönnunum en við náðum aldrei þangað,“ sagði Lindahl við BBC. Ferlinum mögulega lokið Hún hefur á ferli sínum meðal annars unnið ensku úrvalsdeildina tvisvar með Chelsea, komist tvisvar í úrslitaleik Ólympíuleikanna með Svíþjóð, og unnið silfur á HM 2003. Hún hefur einnig spilað með liðum á borð við Wolfsburg og Atlético Madrid. Lindahl segist nú vera að íhuga að leggja hanskana á hilluna en vonist þó til að geta lokið ferlinum með jákvæðari hætti. Hún hafi fengið frábæran stuðning frá liðsfélögum og starfsfólki Djurgården „í öllu þessu drama.“ „Ég vona að núna þegar ég er ekki lengur inni í myndinni þá muni fólk koma og styðja þau. Ef ég var ástæðan fyrir því að einhverjir komu ekki til að styðja þá geta þeir mætt núna,“ sagði Lindahl.
Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira