„Við komum okkur alveg í séns hérna í lokin en tíminn var heldur betur knappur“ Kári Mímisson skrifar 4. júlí 2023 22:35 Guðni skaut létt á sérfræðinga eftir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var eðlilega mjög svekktur eftir tap FH gegn Íslandsmeisturum Vals í Kaplakrika nú í kvöld. FH spilaði mjög vel á köflum en Valsarar gerðu út um leikinn á 15 mínútna kafla í seinni hálfleik þegar liðið skoraði þrjú mörk með skömmu millibili. FH-ingar náðu hins vegar að klóra í bakkann og skoruðu tvö mörk í lokin en lengra komst FH ekki. „Ég er bara drullu svekktur. Það er auðvitað gott að enda á tveimur mörkum en það var algjör óþarfi að hleypa þeim í 3-0. Við áttum svo sannarlega að komast yfir í þessum leik, vorum betri í fyrri hálfleik og héldum áfram uppteknum hætti í seinni hálfleik. Við eigum að komast í 1-0 en fáum síðan mark í andlitið og það var ekki nógu gott hvernig liðið brást við þar,“ sagði Guðni í viðtali við Vísi eftir leik. „Við fáum á okkur önnur mörk í kjölfarið en ég er þó ánægður hvernig við komum til baka og gáfum þeim leik í nokkrar mínútur í lokin.“ FH liðið mætti óhrætt til leiks og byrjaði strax frá fyrstu mínútu hátt á vellinum og pressaði lið Vals mjög vel á köflum. Guðni segir að liðið hafi mætt Val fullkomlega og segir það svekkjandi að hafa ekki náð að skora á þessum tíma. „Mér fannst við gera þetta fullkomlega. Ég held að FH liðið hafi verið betri á þessum tímapunkti í leiknum. Við gerðum vel þar og lásum rétt í spilin hvernig við áttum að mæta þeim. Svekkjandi að hafa ekki náð að koma boltanum inn á þessum tíma af því að það er auðvitað það sem öllu máli skiptir. Frammistaðan var annars nokkuð góð.“ En hver eru skilaboðin þegar það er lítið eftir og þið búnar að minnka muninn? „Bara þau sömu og alltaf, Keep on going. Leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar af. Það er alltaf möguleiki alveg sama hver staðan er. Við komum okkur alveg í séns hérna í lokin en tíminn var heldur betur knappur.“ Nýliðar FH hafa átt frábæru gengi að fagna í sumar. Liðið komst í undanúrslit í Mjólkurbikarnum ásamt því að hafa spilað vel í deildinni þar sem liðið situr í 5. sæti deildarinnar eftir úrslit kvöldsins. Guðni segir að þetta komi sér ekki neitt á óvart og að liðið hafi sýnt það í dag að það geti unnið öll liðin í deildinni. „Þetta kemur mér nákvæmlega ekki neitt á óvart. Ég er bara heiðarlegur með það að þetta kemur mér ekki neitt á óvart. Stelpurnar eru búnar að standa sig frábærlega í sumar og liðið mætir vel undirbúið til leiks. Ég held að við höfum sýnt það í dag að við getum svo sannarlega tekið hvaða lið sem er í þessari deild.“ Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Valur Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira
„Ég er bara drullu svekktur. Það er auðvitað gott að enda á tveimur mörkum en það var algjör óþarfi að hleypa þeim í 3-0. Við áttum svo sannarlega að komast yfir í þessum leik, vorum betri í fyrri hálfleik og héldum áfram uppteknum hætti í seinni hálfleik. Við eigum að komast í 1-0 en fáum síðan mark í andlitið og það var ekki nógu gott hvernig liðið brást við þar,“ sagði Guðni í viðtali við Vísi eftir leik. „Við fáum á okkur önnur mörk í kjölfarið en ég er þó ánægður hvernig við komum til baka og gáfum þeim leik í nokkrar mínútur í lokin.“ FH liðið mætti óhrætt til leiks og byrjaði strax frá fyrstu mínútu hátt á vellinum og pressaði lið Vals mjög vel á köflum. Guðni segir að liðið hafi mætt Val fullkomlega og segir það svekkjandi að hafa ekki náð að skora á þessum tíma. „Mér fannst við gera þetta fullkomlega. Ég held að FH liðið hafi verið betri á þessum tímapunkti í leiknum. Við gerðum vel þar og lásum rétt í spilin hvernig við áttum að mæta þeim. Svekkjandi að hafa ekki náð að koma boltanum inn á þessum tíma af því að það er auðvitað það sem öllu máli skiptir. Frammistaðan var annars nokkuð góð.“ En hver eru skilaboðin þegar það er lítið eftir og þið búnar að minnka muninn? „Bara þau sömu og alltaf, Keep on going. Leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar af. Það er alltaf möguleiki alveg sama hver staðan er. Við komum okkur alveg í séns hérna í lokin en tíminn var heldur betur knappur.“ Nýliðar FH hafa átt frábæru gengi að fagna í sumar. Liðið komst í undanúrslit í Mjólkurbikarnum ásamt því að hafa spilað vel í deildinni þar sem liðið situr í 5. sæti deildarinnar eftir úrslit kvöldsins. Guðni segir að þetta komi sér ekki neitt á óvart og að liðið hafi sýnt það í dag að það geti unnið öll liðin í deildinni. „Þetta kemur mér nákvæmlega ekki neitt á óvart. Ég er bara heiðarlegur með það að þetta kemur mér ekki neitt á óvart. Stelpurnar eru búnar að standa sig frábærlega í sumar og liðið mætir vel undirbúið til leiks. Ég held að við höfum sýnt það í dag að við getum svo sannarlega tekið hvaða lið sem er í þessari deild.“
Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Valur Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira