Ednaldo Rodrigues er formaður knattspyrnusambands Brasilíu og hann er þess fullviss að Ancelotti taki við landsliðinu eftir næstu leiktíð og stýri Brössunu því í Suður-Ameríkubikarnum í júní 2024.
Carlo Ancelotti will become the head coach of Brazil from June 2024! Fernando Diniz has been hired as head coach of Brazil's national team on a 12-month contract pic.twitter.com/poJQOLu9Vt
— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 5, 2023
Rodrigues sagði einnig að Fernando Diniz muni stýra landsliði Brasilíu þangað til en hann er einnig þjálfari Fluminense.
Carlo Ancelotti er 64 ára gamall og hefur unnið fjölda titla á sínum þjálfaraferli. Hann hefur stýrt Real Madrid frá árinu 2021.
Ancelotti hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum en auk þess hefur hann gert lið að ítölskum meisturum, að enskum meisturum, að frönskum meisturum, að spænskum meisturum og að þýskum meisturum.
Þegar Ancelotti tekur við brasilíska landsliðinu þá verður hann fyrsti erlendi landsliðsþjálfarinn síðan 1965 eða í 59 ár.
Ancelotti would be the first foreign manager to coach Brazil since 1965.#BBCFootball pic.twitter.com/6KWUYSO70U
— Match of the Day (@BBCMOTD) July 5, 2023