Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2023 20:01 Vinir Victoriu Amelina minntust hennar í minningarathöfn í Kænugarði í dag. Hún verður jarðsungin síðar í heimaborg sinni Lviv. AP/Jae C. Hong Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. Eitt af nýjustu hryðjuverkum Rússa er eldflaugaárás þeirra á veitingastað í borginni Kramatorsk hinn 27. Júní þar sem ellefu fórust og rúmlega fimmtíu særðust. Minningarathöfn var haldin í Kænugarði í dag fyrir hins 37 ára gömlu Victoriu Amelina sem féll í eldflaugaárásinni. Amelina er virtur rithöfundur í Úkraínu en frá því innrás Rússa hófst hafði hún einhent sér í að vinna við skráningu á stríðsglæpum Rússa. Hún sat fyrir utan matsölustaðinn með félögum sínum þegar eldflaugin sprakk. Forseti Úkraínu segir umheiminn verða að sýna Rússum að fylgst sé með undirbúningi þeirra á hryðjuverki í kjarnorkuverinu og að það muni hafa afleiðingar ef þeir sprengja verið í loft upp.Getty Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu ítrekaði viðvaranir sínar til umheimsins í daglegu ávarpi í gærkvöldi vegna ummerkja um að Rússar ætli að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. „Heimsbyggðin verður að átta sig á því að öryggi hennar hvílir algerlega á því að hún fylgist með því sem innrásarliðið er að gera og þeim aðgerðum alþjóðasamfélagið grípur til. Rússum verður að vera ljóst að umheimurinn taki eftir þeim hryðjuverkum sem þeir eru að undirbúa og sé reiðubúinn að bregðast við,“ sagði Zelensky. Því miður hefðu engin meiriháttar viðbrögð verið við hryðjuverkaárás Rússa á Kakhovka fallorkuverið. „Og það getur hvatt Kremlin til frekari illvirkja. Það er á ábyrgð allra í heiminum að koma í veg fyrir það. Það getur enginn staðið aðgerðarlaus hjá, vegna þess að geislavirkni hefur áhrif á alla,” sagði Volodymyr Zelensky. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. 5. júlí 2023 15:18 Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. 4. júlí 2023 14:11 Rússar viðurkenna að hafa flutt um 700.000 börn frá Úkraínu Rússar hafa viðurkennt að hafa flutt 700 þúsund börn frá Úkraínu og til Rússlands frá því að innrásin hófst. Þeir segja um að ræða aðgerðir til að vernda munaðarleysingja og börn sem hafa verið yfirgefin á átakasvæðum. 3. júlí 2023 06:41 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Eitt af nýjustu hryðjuverkum Rússa er eldflaugaárás þeirra á veitingastað í borginni Kramatorsk hinn 27. Júní þar sem ellefu fórust og rúmlega fimmtíu særðust. Minningarathöfn var haldin í Kænugarði í dag fyrir hins 37 ára gömlu Victoriu Amelina sem féll í eldflaugaárásinni. Amelina er virtur rithöfundur í Úkraínu en frá því innrás Rússa hófst hafði hún einhent sér í að vinna við skráningu á stríðsglæpum Rússa. Hún sat fyrir utan matsölustaðinn með félögum sínum þegar eldflaugin sprakk. Forseti Úkraínu segir umheiminn verða að sýna Rússum að fylgst sé með undirbúningi þeirra á hryðjuverki í kjarnorkuverinu og að það muni hafa afleiðingar ef þeir sprengja verið í loft upp.Getty Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu ítrekaði viðvaranir sínar til umheimsins í daglegu ávarpi í gærkvöldi vegna ummerkja um að Rússar ætli að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. „Heimsbyggðin verður að átta sig á því að öryggi hennar hvílir algerlega á því að hún fylgist með því sem innrásarliðið er að gera og þeim aðgerðum alþjóðasamfélagið grípur til. Rússum verður að vera ljóst að umheimurinn taki eftir þeim hryðjuverkum sem þeir eru að undirbúa og sé reiðubúinn að bregðast við,“ sagði Zelensky. Því miður hefðu engin meiriháttar viðbrögð verið við hryðjuverkaárás Rússa á Kakhovka fallorkuverið. „Og það getur hvatt Kremlin til frekari illvirkja. Það er á ábyrgð allra í heiminum að koma í veg fyrir það. Það getur enginn staðið aðgerðarlaus hjá, vegna þess að geislavirkni hefur áhrif á alla,” sagði Volodymyr Zelensky.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. 5. júlí 2023 15:18 Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. 4. júlí 2023 14:11 Rússar viðurkenna að hafa flutt um 700.000 börn frá Úkraínu Rússar hafa viðurkennt að hafa flutt 700 þúsund börn frá Úkraínu og til Rússlands frá því að innrásin hófst. Þeir segja um að ræða aðgerðir til að vernda munaðarleysingja og börn sem hafa verið yfirgefin á átakasvæðum. 3. júlí 2023 06:41 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. 5. júlí 2023 15:18
Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. 4. júlí 2023 14:11
Rússar viðurkenna að hafa flutt um 700.000 börn frá Úkraínu Rússar hafa viðurkennt að hafa flutt 700 þúsund börn frá Úkraínu og til Rússlands frá því að innrásin hófst. Þeir segja um að ræða aðgerðir til að vernda munaðarleysingja og börn sem hafa verið yfirgefin á átakasvæðum. 3. júlí 2023 06:41