Karl III krýndur konungur Skotlands Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2023 19:20 Hefð athafnarinnar má rekja allt til 1633 þegar Karl I Englandskonungur var einnig krýndur konungur Skotlands. Hann var síðan hálshöggvinn í borgarastyrjöldinni 1653. Karl III hélt hins vegar höfði við athöfnina í dag. AP/Samir Hussein Karl III var í dag krýndur konungur Skotlands samkvæmt hefð sem nær allt aftur til sautjándu aldar þegar Karl I Englandskonungur var krýndur konungur Skotlands. Athöfnina má rekja allt aftur til ársins 1625 þegar Karl I var krýndur konungur í Westminster dómkirkjunni í Lundúnum. Þá krafðist skoska þingið þess að einnig yrði krýningarahöfn í Skotlandi og fór hún fram átta árum síðar eða 1633. Hefðin hélst allt til ársins 1822 og var ekki tekin upp aftur fyrr árið 1953 þegar Elísabet II móðir Karls var krýnd drottning árið 1953. Það er merkileg tilviljun að hefðin hafi byrjað nafna núverandi konungs því hann varð hálshöggvinn í borgarastyrjöldinni í Englandi þegar Oliver Cromwell tók völdin 1653. Vilhjálmur krónprins og Katrín krónprinsessa voru að sjálfsögðu viðstödd athöfnina í dag.Getty/Samir Hussein Í dag var hins vegar farin var skrúðganga á eftir bíl konungshjónanna og krónprinshjónanna frá Holyrood kastala, sem er höll konungs í Edinborg, að dómkirkju borgarinnar þar sem athöfnin fór fram. Fyrir utan mátti heyra í mótmælendum sem hrópuðu að Karl væri ekki þeirra konungur, en aðeins tæplega helmingur Skota styður konungsdæmið. Athöfnin sjálf fólst í því að krúnudjásn Skota voru afhent Karli og þar með var hann formlega orðinn konungur alls Stóra Bretlands. Fyrst var honum afhent sverð sem varð að vísu eftirlíking því upprunalega sverðið er svo slitið að menn hætta ekki á að hreyfa það. Það var létt yfir Karli III og Kamillu drottningu við athöfnina í dag. Karl heldur eins og móðir hans mikið upp á Skotland.AP/Samir Hussein Með afhendingu krúnudjásnanna eru Skotar með táknrænum hætti að sverja honum hollustu og hann heitir hollustu við skosku þjóðina í svörum sínum. „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessa sverðs,“ var sagt við afhendingu sverðsins. „Ég heiti því með viðtöku þessa sverðs, með Guðs hjálp,“ svaraði Karl. „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessa sprota.“ „Ég heiti því með viðtöku þessa sprota, með Guðs hjálp.“ „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessarar kórónu.“ „Ég heiti því með viðtöku þessarar kórónu, með Guðs hjálp,“ sagði Karl III loks fullkrýndur konungur alls Stóra Bretlands Bretland Skotland Karl III Bretakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Karl hvattur til að beita sér vegna „svívirðilegrar“ ákvörðunar Karl III Bretakonungur hefur verið hvattur til að beita áhrifum sínum eftir að stjórnendur Prince's Trust, góðgerðasjóðs sem Karl stofnaði, gáfu út að einstaklingar sem voru beittir kynferðislegu ofbeldi á stofnunum fyrir börn fái aðeins 2.000 pund í bætur. 24. maí 2023 10:14 Frægir fögnuðu krýningu Karls III Breska sendiráðið í Reykjavík hélt upp á krýningu nýs Bretakonungs með pomp og prakt síðastliðinn laugardag. Veislan var haldin í sendiráðsbústaðnum við Laufásveg og í veislutjöldum í garðinum og mættu boðsgestir úr ýmsum áttum, svo sem úr pólitík, viðskiptalífinu og menningargeiranum. 9. maí 2023 16:01 Krýning Karls III Bretakonungs í myndum Það var mikið um dýrðir þegar Karl III Bretakonungur var krýndur í dag. Fjöldi fólks fagnaði með konungsfjölskyldunni en fleiri en 50 lýðveldissinnar voru handteknir af lögreglu. 6. maí 2023 22:42 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fleiri fréttir Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Sjá meira
Athöfnina má rekja allt aftur til ársins 1625 þegar Karl I var krýndur konungur í Westminster dómkirkjunni í Lundúnum. Þá krafðist skoska þingið þess að einnig yrði krýningarahöfn í Skotlandi og fór hún fram átta árum síðar eða 1633. Hefðin hélst allt til ársins 1822 og var ekki tekin upp aftur fyrr árið 1953 þegar Elísabet II móðir Karls var krýnd drottning árið 1953. Það er merkileg tilviljun að hefðin hafi byrjað nafna núverandi konungs því hann varð hálshöggvinn í borgarastyrjöldinni í Englandi þegar Oliver Cromwell tók völdin 1653. Vilhjálmur krónprins og Katrín krónprinsessa voru að sjálfsögðu viðstödd athöfnina í dag.Getty/Samir Hussein Í dag var hins vegar farin var skrúðganga á eftir bíl konungshjónanna og krónprinshjónanna frá Holyrood kastala, sem er höll konungs í Edinborg, að dómkirkju borgarinnar þar sem athöfnin fór fram. Fyrir utan mátti heyra í mótmælendum sem hrópuðu að Karl væri ekki þeirra konungur, en aðeins tæplega helmingur Skota styður konungsdæmið. Athöfnin sjálf fólst í því að krúnudjásn Skota voru afhent Karli og þar með var hann formlega orðinn konungur alls Stóra Bretlands. Fyrst var honum afhent sverð sem varð að vísu eftirlíking því upprunalega sverðið er svo slitið að menn hætta ekki á að hreyfa það. Það var létt yfir Karli III og Kamillu drottningu við athöfnina í dag. Karl heldur eins og móðir hans mikið upp á Skotland.AP/Samir Hussein Með afhendingu krúnudjásnanna eru Skotar með táknrænum hætti að sverja honum hollustu og hann heitir hollustu við skosku þjóðina í svörum sínum. „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessa sverðs,“ var sagt við afhendingu sverðsins. „Ég heiti því með viðtöku þessa sverðs, með Guðs hjálp,“ svaraði Karl. „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessa sprota.“ „Ég heiti því með viðtöku þessa sprota, með Guðs hjálp.“ „Vér heitum hollustu vorri í krafti þessarar kórónu.“ „Ég heiti því með viðtöku þessarar kórónu, með Guðs hjálp,“ sagði Karl III loks fullkrýndur konungur alls Stóra Bretlands
Bretland Skotland Karl III Bretakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Karl hvattur til að beita sér vegna „svívirðilegrar“ ákvörðunar Karl III Bretakonungur hefur verið hvattur til að beita áhrifum sínum eftir að stjórnendur Prince's Trust, góðgerðasjóðs sem Karl stofnaði, gáfu út að einstaklingar sem voru beittir kynferðislegu ofbeldi á stofnunum fyrir börn fái aðeins 2.000 pund í bætur. 24. maí 2023 10:14 Frægir fögnuðu krýningu Karls III Breska sendiráðið í Reykjavík hélt upp á krýningu nýs Bretakonungs með pomp og prakt síðastliðinn laugardag. Veislan var haldin í sendiráðsbústaðnum við Laufásveg og í veislutjöldum í garðinum og mættu boðsgestir úr ýmsum áttum, svo sem úr pólitík, viðskiptalífinu og menningargeiranum. 9. maí 2023 16:01 Krýning Karls III Bretakonungs í myndum Það var mikið um dýrðir þegar Karl III Bretakonungur var krýndur í dag. Fjöldi fólks fagnaði með konungsfjölskyldunni en fleiri en 50 lýðveldissinnar voru handteknir af lögreglu. 6. maí 2023 22:42 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fleiri fréttir Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Sjá meira
Karl hvattur til að beita sér vegna „svívirðilegrar“ ákvörðunar Karl III Bretakonungur hefur verið hvattur til að beita áhrifum sínum eftir að stjórnendur Prince's Trust, góðgerðasjóðs sem Karl stofnaði, gáfu út að einstaklingar sem voru beittir kynferðislegu ofbeldi á stofnunum fyrir börn fái aðeins 2.000 pund í bætur. 24. maí 2023 10:14
Frægir fögnuðu krýningu Karls III Breska sendiráðið í Reykjavík hélt upp á krýningu nýs Bretakonungs með pomp og prakt síðastliðinn laugardag. Veislan var haldin í sendiráðsbústaðnum við Laufásveg og í veislutjöldum í garðinum og mættu boðsgestir úr ýmsum áttum, svo sem úr pólitík, viðskiptalífinu og menningargeiranum. 9. maí 2023 16:01
Krýning Karls III Bretakonungs í myndum Það var mikið um dýrðir þegar Karl III Bretakonungur var krýndur í dag. Fjöldi fólks fagnaði með konungsfjölskyldunni en fleiri en 50 lýðveldissinnar voru handteknir af lögreglu. 6. maí 2023 22:42