Veiðitímabilið óhreyft þrátt fyrir tilmæli fagráðs Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júlí 2023 21:02 Tilmælum fagráðs um velferð dýra frá árinu 2019 hefur ekki verið fylgt undanfarin ár og verður ekki fylgt í ár. Vísir/Vilhelm Hreindýraveiðitímabilið verður óbreytt í ár að sögn Bjarna Jónassonar teymisstjóra hjá Umhverfisstofnun. Fagráð um velferð dýra vill seinka tímabilinu vegna velferðar hreindýrskálfa. Tarfaveiðar hreindýra hefjast 15. júlí og kúaveiðar 1. ágúst eins og undanfarin ár. Tarfaveiðum lýkur 15. september og kúaveiðum 20. september. Fagráð um velferð dýra beindi þeim tilmælum til Umhverfisstofnunar að seinka veiðunum með tilliti til velferðar hreindýrskálfa árið 2019. Vegna mannlegra mistaka bárust tilmælin ekki fyrr en of seint það árið. Engu að síður hefur veiðinni ekkert verið breytt á árunum eftir það. Ekki heldur í ár. Áhyggjur Fagráðsins beindust einkum af afdrifum hreindýrskálfa felldra kúa, það er hvernig þeim reiddi af um veturinn. Var bent á að veiðitímabilið í Noregi hæfist seinna á árinu. Skýrsla NA ekki talin nóg „Samanburður á meðalvetrar dánartíðini kálfa fyrir og eftir friðun kálfa bendir ekki til að hærra hlutfall móðurlausra kálfa auki vetrardánartíðni kálfa almennt. Með styttingu veiðitíma og þá samþjöppun á veiðunum gæti veiðiálag á hjarðir aukist sem gæti haft slæm áhrif á dýrin,“ segir Bjarni. Vísar hann í skýrslu Náttúrustofu Austurlands, það er frumathugun á vetrarafkomu íslenskra hreinkálfa. Þar segir meðal annars: „Ekkert bendir enn til þess að munaðarlausir kálfar (vegna veiða) geti ekki bjargað sér og lifað flesta vetur. Hætt er þó við að þeir falli frekar en kálfar sem fylgja mæðrum sínum í hörðum árum. Slíkt hefur þó líklega ekki gerst síðustu áratugina að neinu ráði nema mjög staðbundið einu sinni og óþekkt er ef einhverjir, og þá hversu stór hluti, þeirra kálfa sem féllu voru móðurlausir.“ Fagráðið hafði hins vegar vitneskju um þessa skýrslu þegar tilmælin voru gefin út og taldi hana engu breyta um tilmælin eins og sagt var í grein mbl.is á sínum tíma. Það er að í skýrslunni væri dregin sú ályktun að ef stofninn væri ekki að minnka hlyti velferðin að vera nægjanleg. Frekari rannsókna væri þörf. Segir tilmælin virka Umhverfisstofnun hefur hvatt veiðimenn til þess að veiða einungis geldar kýr fyrstu vikur veiðitímabilsins. Aðspurður um hvernig veiðimenn eigi að þekkja geldar kýr frá ógeldum segir Bjarni að öllum sem fari til hreindýraveiða sé skylt að hafa með sér reyndan og sérhæfðan leiðsögumann með gilt leyfi frá Umhverfisstofnun. Hann leiðbeinir veiðimanni með val á dýri eftir að hafa fylgst með hjörðinni og þannig geti menn séð hvort kálfur fylgi kúnni eða ekki. „Tilmælin til veiðimanna um að fella aðeins geldar kýr fyrstu tvær vikurnar hefur skilað árangri þar sem það kemur fram í veiðiskýrslum að hlutfall geldra kúa af þeim sem felldar eru fyrst á veiðitímabilinu hefur aukist,“ segir Bjarni. Dýr Dýraheilbrigði Skotveiði Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Tarfaveiðar hreindýra hefjast 15. júlí og kúaveiðar 1. ágúst eins og undanfarin ár. Tarfaveiðum lýkur 15. september og kúaveiðum 20. september. Fagráð um velferð dýra beindi þeim tilmælum til Umhverfisstofnunar að seinka veiðunum með tilliti til velferðar hreindýrskálfa árið 2019. Vegna mannlegra mistaka bárust tilmælin ekki fyrr en of seint það árið. Engu að síður hefur veiðinni ekkert verið breytt á árunum eftir það. Ekki heldur í ár. Áhyggjur Fagráðsins beindust einkum af afdrifum hreindýrskálfa felldra kúa, það er hvernig þeim reiddi af um veturinn. Var bent á að veiðitímabilið í Noregi hæfist seinna á árinu. Skýrsla NA ekki talin nóg „Samanburður á meðalvetrar dánartíðini kálfa fyrir og eftir friðun kálfa bendir ekki til að hærra hlutfall móðurlausra kálfa auki vetrardánartíðni kálfa almennt. Með styttingu veiðitíma og þá samþjöppun á veiðunum gæti veiðiálag á hjarðir aukist sem gæti haft slæm áhrif á dýrin,“ segir Bjarni. Vísar hann í skýrslu Náttúrustofu Austurlands, það er frumathugun á vetrarafkomu íslenskra hreinkálfa. Þar segir meðal annars: „Ekkert bendir enn til þess að munaðarlausir kálfar (vegna veiða) geti ekki bjargað sér og lifað flesta vetur. Hætt er þó við að þeir falli frekar en kálfar sem fylgja mæðrum sínum í hörðum árum. Slíkt hefur þó líklega ekki gerst síðustu áratugina að neinu ráði nema mjög staðbundið einu sinni og óþekkt er ef einhverjir, og þá hversu stór hluti, þeirra kálfa sem féllu voru móðurlausir.“ Fagráðið hafði hins vegar vitneskju um þessa skýrslu þegar tilmælin voru gefin út og taldi hana engu breyta um tilmælin eins og sagt var í grein mbl.is á sínum tíma. Það er að í skýrslunni væri dregin sú ályktun að ef stofninn væri ekki að minnka hlyti velferðin að vera nægjanleg. Frekari rannsókna væri þörf. Segir tilmælin virka Umhverfisstofnun hefur hvatt veiðimenn til þess að veiða einungis geldar kýr fyrstu vikur veiðitímabilsins. Aðspurður um hvernig veiðimenn eigi að þekkja geldar kýr frá ógeldum segir Bjarni að öllum sem fari til hreindýraveiða sé skylt að hafa með sér reyndan og sérhæfðan leiðsögumann með gilt leyfi frá Umhverfisstofnun. Hann leiðbeinir veiðimanni með val á dýri eftir að hafa fylgst með hjörðinni og þannig geti menn séð hvort kálfur fylgi kúnni eða ekki. „Tilmælin til veiðimanna um að fella aðeins geldar kýr fyrstu tvær vikurnar hefur skilað árangri þar sem það kemur fram í veiðiskýrslum að hlutfall geldra kúa af þeim sem felldar eru fyrst á veiðitímabilinu hefur aukist,“ segir Bjarni.
Dýr Dýraheilbrigði Skotveiði Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent