Verðmat Reita enn langt yfir markaðsvirði
Verðmat Jakobsson Capital á Reitum lækkaði lítillega á milli ársfjórðunga. Verðmatið er um 54 prósentum hærra en markaðsvirðið. Raunvöxtur í leigutekjum var tvö prósent á milli ára. Sennilega standa hóteleignir á baki við hluta rauntekjuvaxtar milli ára. Reitir eru þyngstir í hóteleignum af öllum fasteignafélögunum.