Rússar þræta eins og venjulega fyrir árás á íbúðabyggð Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2023 19:21 Björgunarsveitir að störfum í Lviv í dag. Gríðarlegar skemmdir urðu á um 30 byggingum í eldflaugaárás Rússa á borgina. AP/Mykola Tys Fimm óbreyttir borgarar féllu og 34 særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðabyggð í Lviv í vesturhluta Úkraínu síðast liðna nótt. Rússar fagna því hins vegar að hafa eytt geymslu fyrir brynvarinn faratæki. Árásin síðast liðna nótt var sú harðasta sem Rússar hafa gert á borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu frá því innrás þeirra hófst hinn 24. febrúar í fyrra. Rússum hefur lítið orðið ágengt til sóknar á vígstöðvunum í austur- og suðurhluta Úkraínu mánuðum saman þrátt fyrir harða bardaga við borgina Bakhmut. Þeir hafa því í vaxandi mæli beitt hreinum hryðjuverkum gegn Úkraínu með eldflaugaárásum frá skipum og flugvélum á fjölda borga og bæja. Þá er nánanst fullvíst að Rússar sprengdu virkjanastífluna við Kakhovka orkuverið í Kherson héraði í síðasta mánuði sem olli gífurlegu tjóni þegar vatn flæddi yfir stórt bæi og ræktarland. Eldflaugin sem Rússar skutu frá Svartahafi á Lviv í nótt sprakk við fjölbýlishús í borginni. Þrjár konur á aldrinum 32 ára til 95 ára féllu ásamt 35 ára karlmanni. Við leit í rústunum í dag fannst síðan lík fimmtu konunnar. Rúmlega þrjátíu manns særðust og borgarstjórinn segir að um eða yfir 30 íbúðarbyggingar hafa eyðilagst. Enn er leitað að fólki í rústunum. Þrátt fyrir augljósar afleiðingar eldflaugaárásirnar eru Rússar eins og venjulega í hliðarveruleika. Þrátt fyrir augljósar afleiðingar árásarinnar fögnuðu þeir því í dag að hafa skotið á tímabundnar herbúðir Úkraínumanna og geymslu fyrir brynvarin farartæki sem Vesturlönd hafa sent til Úkraínu. Hanna Fedorenko segir Rússa fara einkennilega leið að því að sýna almenningi í Úkraínu kærleika.AP/Mykola Tys En það er ekki víst að Ganna Fedorenko íbúi í hverfinu þar sem eldflaugin sprakk sé sammála lýsingum Rússa á árásinni. „Rússar varpa sprengjum á okkur. Þannig er ást þeirra á okkur. Ég syrgi þá sem létust. Þau voru ung, ég votta þeim samúð mína," sagði Fedorenko þar sem hún stóð í rústunum lítillega særð. Úkraínumenn segjast hafa náð að skjóta niður sjö af tíu Kalibr eldflaugum Rússa síðast liðna nótt. Ein fluganna hafi hins vegar breytt um stefnu og hafnað á Lviv. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Árásin síðast liðna nótt var sú harðasta sem Rússar hafa gert á borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu frá því innrás þeirra hófst hinn 24. febrúar í fyrra. Rússum hefur lítið orðið ágengt til sóknar á vígstöðvunum í austur- og suðurhluta Úkraínu mánuðum saman þrátt fyrir harða bardaga við borgina Bakhmut. Þeir hafa því í vaxandi mæli beitt hreinum hryðjuverkum gegn Úkraínu með eldflaugaárásum frá skipum og flugvélum á fjölda borga og bæja. Þá er nánanst fullvíst að Rússar sprengdu virkjanastífluna við Kakhovka orkuverið í Kherson héraði í síðasta mánuði sem olli gífurlegu tjóni þegar vatn flæddi yfir stórt bæi og ræktarland. Eldflaugin sem Rússar skutu frá Svartahafi á Lviv í nótt sprakk við fjölbýlishús í borginni. Þrjár konur á aldrinum 32 ára til 95 ára féllu ásamt 35 ára karlmanni. Við leit í rústunum í dag fannst síðan lík fimmtu konunnar. Rúmlega þrjátíu manns særðust og borgarstjórinn segir að um eða yfir 30 íbúðarbyggingar hafa eyðilagst. Enn er leitað að fólki í rústunum. Þrátt fyrir augljósar afleiðingar eldflaugaárásirnar eru Rússar eins og venjulega í hliðarveruleika. Þrátt fyrir augljósar afleiðingar árásarinnar fögnuðu þeir því í dag að hafa skotið á tímabundnar herbúðir Úkraínumanna og geymslu fyrir brynvarin farartæki sem Vesturlönd hafa sent til Úkraínu. Hanna Fedorenko segir Rússa fara einkennilega leið að því að sýna almenningi í Úkraínu kærleika.AP/Mykola Tys En það er ekki víst að Ganna Fedorenko íbúi í hverfinu þar sem eldflaugin sprakk sé sammála lýsingum Rússa á árásinni. „Rússar varpa sprengjum á okkur. Þannig er ást þeirra á okkur. Ég syrgi þá sem létust. Þau voru ung, ég votta þeim samúð mína," sagði Fedorenko þar sem hún stóð í rústunum lítillega særð. Úkraínumenn segjast hafa náð að skjóta niður sjö af tíu Kalibr eldflaugum Rússa síðast liðna nótt. Ein fluganna hafi hins vegar breytt um stefnu og hafnað á Lviv.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01