Samkeppniseftirlitið vill ekki fella niður sátt við Símann Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2023 08:56 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Stöð 2/Arnar Samkeppniseftirlitið telur ekki að sala Símans á Mílu og breyttar markaðsaðstæður Símans réttlæti það að sátt, sem gerð var árið 2013 verði felld úr gildi. Sáttin felur meðal annars í sér aðskilnað heild- og smásölu Símans og bann við samkeppnishamlandi samningum. Málið á rætur að rekja til ársins 2013 þegar Samkeppniseftirlitið og Síminn gerðu með sér sátt sem síðan var endurskoðuð árið 2015. Síminn óskaði nýverið eftir því að sáttin yrði endurskoðuð í ljósi þess að Míla var seld og staða Símans á markaði hefði breyst. Á vef Samkeppniseftirlitsins segir að eftir athugun í málinu sé það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki séu forsendur til að fella niður mikilvæg efnisskilyrði í sáttinni frá 2015 gagnvart Símanum, að svo stöddu. Þar segir að eitt meginmarkmið sáttarinnar hafi verið að tryggja sjálfstæði Mílu, sem þá var dótturfélag Símans, þannig að auðveldara væri fyrir keppinauta Símans í smásölu að eiga viðskipti við Mílu á sömu forsendum og Síminn. Þannig væri meðal annars kveðið á um aðskilnað fyrirtækjanna að miklu leyti ásamt frekari skuldbindingum sem voru til þess fallnar að efla samkeppni á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum hér á landi. Ardian gerði sína eigin sátt Við sölu á Mílu frá Símanum til franska fyrirtækisins Ardian á síðasta ári hafi fallið niður skilyrði fyrrgreindrar sáttar frá 2015 gagnvart Mílu enda hafi Samkeppniseftirlitið og Ardian gert með sér sérstaka sátt um tiltekin skilyrði fyrir kaupum Ardian á Mílu. Það hafi verið skilyrði sem meðal annars tryggðu að Síminn gæti beint tilteknu hlutfalli af viðskiptum sínum til annarra innviðafyrirtækja en Mílu. Þá hafi Mílu einnig verið sett takmörk um samtvinnun á þjónustu sinni. Eftir standi þó skilyrði frá 2015 gagnvart Símanum, meðal annars um hegðun fyrirtækisins og viðskipti þess í heildsölu. Beiðni Símans byggi einkum á því að fella megi þau skilyrði sem áfram giltu niður þar sem Míla og Síminn séu ekki lengur lóðrétt tengd auk þess sem markaðsaðstæður hafi breyst mikið á liðnum árum og styrkur Símans á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum ekki eins mikill og þegar sáttin var gerð í upphafi. Yfirstandandi mál styðji að sáttin haldi „Eftir athugun í málinu er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki séu forsendur til að fella niður mikilvæg efnisskilyrði í sáttinni frá 2015 gagnvart Símanum, að svo stöddu. Þó það sé jákvætt að rofin hafi verið eignatengsl á milli Mílu og Símans er ljóst að staða Símans, miðað við markaðshlutdeild, hefur ekki breyst mikið yfir það heila á liðnum árum, heildsöluviðskipti eru enn þá þó nokkur og yfirstandandi mál vegna kvartana yfir háttsemi Símans styðja að hegðunarskilyrði gildi áfram. Nokkur ákvæði meðal annars um eftirlitsnefnd með sáttinni og fleira sem ekki er talin þörf á að haldi gildi sínu eru þó felld niður,“ segir í tilkynningu. Samkeppniseftirlitið telji mikilvægt, áður en tekin verður ákvörðun um frekari breytingar á sáttinni, að aukin reynsla fáist af þeim breytingum sem urðu á fjarskiptamörkuðum við sölu Símans á Mílu til Ardian, auk þess að leyst verði úr fyrirliggjandi kvörtunum og athugunum sem varða Símann og til skoðunar eru, bæði hjá eftirlitinu og dómstólum. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í gær, má lesa í heild sinni hér. Síminn Samkeppnismál Fjarskipti Salan á Mílu Tengdar fréttir Bjartsýnn á farsæla niðurstöðu í Mílusölunni Kaup franska fyrirtækisins Ardian á Mílu frá Símanum eru í uppnámi þar sem skilyrði Samkeppniseftirlitsins fyrir kaupunum þykja of íþyngjandi. Forstjóri Símans segir mestu máli skipta hvaða áhrif salan á Mílu mun hafa á neytendur. Hann er bjartsýnn á að farsæl lausn finnist í málið. 19. júlí 2022 06:32 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Málið á rætur að rekja til ársins 2013 þegar Samkeppniseftirlitið og Síminn gerðu með sér sátt sem síðan var endurskoðuð árið 2015. Síminn óskaði nýverið eftir því að sáttin yrði endurskoðuð í ljósi þess að Míla var seld og staða Símans á markaði hefði breyst. Á vef Samkeppniseftirlitsins segir að eftir athugun í málinu sé það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki séu forsendur til að fella niður mikilvæg efnisskilyrði í sáttinni frá 2015 gagnvart Símanum, að svo stöddu. Þar segir að eitt meginmarkmið sáttarinnar hafi verið að tryggja sjálfstæði Mílu, sem þá var dótturfélag Símans, þannig að auðveldara væri fyrir keppinauta Símans í smásölu að eiga viðskipti við Mílu á sömu forsendum og Síminn. Þannig væri meðal annars kveðið á um aðskilnað fyrirtækjanna að miklu leyti ásamt frekari skuldbindingum sem voru til þess fallnar að efla samkeppni á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum hér á landi. Ardian gerði sína eigin sátt Við sölu á Mílu frá Símanum til franska fyrirtækisins Ardian á síðasta ári hafi fallið niður skilyrði fyrrgreindrar sáttar frá 2015 gagnvart Mílu enda hafi Samkeppniseftirlitið og Ardian gert með sér sérstaka sátt um tiltekin skilyrði fyrir kaupum Ardian á Mílu. Það hafi verið skilyrði sem meðal annars tryggðu að Síminn gæti beint tilteknu hlutfalli af viðskiptum sínum til annarra innviðafyrirtækja en Mílu. Þá hafi Mílu einnig verið sett takmörk um samtvinnun á þjónustu sinni. Eftir standi þó skilyrði frá 2015 gagnvart Símanum, meðal annars um hegðun fyrirtækisins og viðskipti þess í heildsölu. Beiðni Símans byggi einkum á því að fella megi þau skilyrði sem áfram giltu niður þar sem Míla og Síminn séu ekki lengur lóðrétt tengd auk þess sem markaðsaðstæður hafi breyst mikið á liðnum árum og styrkur Símans á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum ekki eins mikill og þegar sáttin var gerð í upphafi. Yfirstandandi mál styðji að sáttin haldi „Eftir athugun í málinu er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki séu forsendur til að fella niður mikilvæg efnisskilyrði í sáttinni frá 2015 gagnvart Símanum, að svo stöddu. Þó það sé jákvætt að rofin hafi verið eignatengsl á milli Mílu og Símans er ljóst að staða Símans, miðað við markaðshlutdeild, hefur ekki breyst mikið yfir það heila á liðnum árum, heildsöluviðskipti eru enn þá þó nokkur og yfirstandandi mál vegna kvartana yfir háttsemi Símans styðja að hegðunarskilyrði gildi áfram. Nokkur ákvæði meðal annars um eftirlitsnefnd með sáttinni og fleira sem ekki er talin þörf á að haldi gildi sínu eru þó felld niður,“ segir í tilkynningu. Samkeppniseftirlitið telji mikilvægt, áður en tekin verður ákvörðun um frekari breytingar á sáttinni, að aukin reynsla fáist af þeim breytingum sem urðu á fjarskiptamörkuðum við sölu Símans á Mílu til Ardian, auk þess að leyst verði úr fyrirliggjandi kvörtunum og athugunum sem varða Símann og til skoðunar eru, bæði hjá eftirlitinu og dómstólum. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í gær, má lesa í heild sinni hér.
Síminn Samkeppnismál Fjarskipti Salan á Mílu Tengdar fréttir Bjartsýnn á farsæla niðurstöðu í Mílusölunni Kaup franska fyrirtækisins Ardian á Mílu frá Símanum eru í uppnámi þar sem skilyrði Samkeppniseftirlitsins fyrir kaupunum þykja of íþyngjandi. Forstjóri Símans segir mestu máli skipta hvaða áhrif salan á Mílu mun hafa á neytendur. Hann er bjartsýnn á að farsæl lausn finnist í málið. 19. júlí 2022 06:32 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Bjartsýnn á farsæla niðurstöðu í Mílusölunni Kaup franska fyrirtækisins Ardian á Mílu frá Símanum eru í uppnámi þar sem skilyrði Samkeppniseftirlitsins fyrir kaupunum þykja of íþyngjandi. Forstjóri Símans segir mestu máli skipta hvaða áhrif salan á Mílu mun hafa á neytendur. Hann er bjartsýnn á að farsæl lausn finnist í málið. 19. júlí 2022 06:32