„Enn annar metmánuðurinn hjá Play“ Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2023 09:51 Birgir Jónsson, forstjóri Play, er ánægður með árangurinn í júní. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flutti 160.979 farþega í júnímánuði, sem er langmesti farþegafjöldi sem fluttur hefur verið á einum mánuði hjá félaginu. Þetta segir í fréttatilkynningu frá félaginu um farþegatölur júnímánaðar. Þar segir einnig að fjöldi farþega hafi verið nærri fjórðungi meiri en í maí, þegar félagið flutti 128.894 farþega, en það hafi einnig verið metmánuður. Sætanýting í júní hafi verið 87,2 prósent og stundvísi félagsins 81,2 prósent. Af öllum farþegum sem flugu með félaginu í júní 2023, hafi 29,8 prósent verið á leið frá Íslandi, 25,8 prósent á leið til Íslands og 44,4 prósent verið tengifarþegar. Gríðarleg aukning milli ára Í tilkynningu segir að alls hafi 604.670 farþegar flogið með Play á fyrstu sex mánuðum ársins 2023, sem sé aukning um 154 prósent frá sama tímabili árið 2022 þegar 238.053 farþegar flugu með Play. Á öðrum ársfjórðungi 2023 hafi 392.325 farþegar flogið með Play, sem sé aukning um 117 prósent frá sama tímabili árið 2022 þegar 181.202 farþegar flugu með Play. „Árangurinn í metmánuðinum júní er að því leyti markverður að flugferðir félagsins til Toronto í Kanada hófust ekki fyrr en 22. júní. Það var því ekki nema í síðustu viku mánaðarins sem sú fjölfarna leið bættist inn í tölfræðina en eftirspurn hefur ekki látið á sér standa heldur er hún nú þegar mjög sterk beggja vegna Atlantshafs. Þá hefur Play bætt við tuttugu áfangastöðum við leiðakerfið á síðustu þremur mánuðum.“ Forstjórinn í skýjunum Birgir Jónsson forstjóri Play er ánægður með árangurinn í mánuðinum sem leið. „Júní var enn annar metmánuðurinn hjá Play. Þessi mánuður markaði upphaf sumarvertíðarinnar á lykilmörkuðum félagsins og við náðum þeim mikilvæga áfanga að bæta við tíundu flugvélinni í flotann. Það gekk frábærlega að hefja flug til nýrra staða sem og að endurræsa eldri áfangastaði, en fyrir sumarið bættum við um tuttugu áfangastöðum við leiðakerfið,“ er haft eftir honum í fréttatilkynningu. Þá segir hann að samstarfsfólki sínu hafi tekist mikið afrek með því að halda vel utan um starfsemi flugfélagsins og að á sama tíma hafi tvö hundruð nýir starfsmenn bæst í hópinn. Heilbrigðar rekstrartekjur ná jafnvægi „Eftir brattan vaxtarfasa að undanförnu, héldum við upp á það í mánuðinum að tvö ár eru liðin frá jómfrúarflugi félagsins. Þá var sérstakt gleðiefni að líta til þess að nú eru tíu vélar félagsins farnar að skapa slíkar rekstrartekjur, að þær ná heilbrigðu jafnvægi við grunnkostnað félagsins. Erfitt var að ná sama jafnvægi meðan á helsta vaxtartímabilinu stóð á síðustu tveimur árum,“ er haft eftir Birgi. Þá séu mikilvægurstu sumarmánuðurnir fram undan og horfurnar mjög bjartar; eftirspurnin sé mjög sterk og tekjur og arðsemi aukist. „Að lokum vil ég nefna hve stolt við erum af þeirri miklu viðurkenningu sem felst í útnefningu PLAY sem besta lággjaldaflugfélags í Norður-Evrópu og tíunda besta lággjaldaflugfélags í Evrópu. Þetta ber því vitni hve hart starfsfólk PLAY hefur lagt að sér við að gera félagið að því besta á markaðnum - og því ætlum við að halda áfram.“ Play Fréttir af flugi Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá félaginu um farþegatölur júnímánaðar. Þar segir einnig að fjöldi farþega hafi verið nærri fjórðungi meiri en í maí, þegar félagið flutti 128.894 farþega, en það hafi einnig verið metmánuður. Sætanýting í júní hafi verið 87,2 prósent og stundvísi félagsins 81,2 prósent. Af öllum farþegum sem flugu með félaginu í júní 2023, hafi 29,8 prósent verið á leið frá Íslandi, 25,8 prósent á leið til Íslands og 44,4 prósent verið tengifarþegar. Gríðarleg aukning milli ára Í tilkynningu segir að alls hafi 604.670 farþegar flogið með Play á fyrstu sex mánuðum ársins 2023, sem sé aukning um 154 prósent frá sama tímabili árið 2022 þegar 238.053 farþegar flugu með Play. Á öðrum ársfjórðungi 2023 hafi 392.325 farþegar flogið með Play, sem sé aukning um 117 prósent frá sama tímabili árið 2022 þegar 181.202 farþegar flugu með Play. „Árangurinn í metmánuðinum júní er að því leyti markverður að flugferðir félagsins til Toronto í Kanada hófust ekki fyrr en 22. júní. Það var því ekki nema í síðustu viku mánaðarins sem sú fjölfarna leið bættist inn í tölfræðina en eftirspurn hefur ekki látið á sér standa heldur er hún nú þegar mjög sterk beggja vegna Atlantshafs. Þá hefur Play bætt við tuttugu áfangastöðum við leiðakerfið á síðustu þremur mánuðum.“ Forstjórinn í skýjunum Birgir Jónsson forstjóri Play er ánægður með árangurinn í mánuðinum sem leið. „Júní var enn annar metmánuðurinn hjá Play. Þessi mánuður markaði upphaf sumarvertíðarinnar á lykilmörkuðum félagsins og við náðum þeim mikilvæga áfanga að bæta við tíundu flugvélinni í flotann. Það gekk frábærlega að hefja flug til nýrra staða sem og að endurræsa eldri áfangastaði, en fyrir sumarið bættum við um tuttugu áfangastöðum við leiðakerfið,“ er haft eftir honum í fréttatilkynningu. Þá segir hann að samstarfsfólki sínu hafi tekist mikið afrek með því að halda vel utan um starfsemi flugfélagsins og að á sama tíma hafi tvö hundruð nýir starfsmenn bæst í hópinn. Heilbrigðar rekstrartekjur ná jafnvægi „Eftir brattan vaxtarfasa að undanförnu, héldum við upp á það í mánuðinum að tvö ár eru liðin frá jómfrúarflugi félagsins. Þá var sérstakt gleðiefni að líta til þess að nú eru tíu vélar félagsins farnar að skapa slíkar rekstrartekjur, að þær ná heilbrigðu jafnvægi við grunnkostnað félagsins. Erfitt var að ná sama jafnvægi meðan á helsta vaxtartímabilinu stóð á síðustu tveimur árum,“ er haft eftir Birgi. Þá séu mikilvægurstu sumarmánuðurnir fram undan og horfurnar mjög bjartar; eftirspurnin sé mjög sterk og tekjur og arðsemi aukist. „Að lokum vil ég nefna hve stolt við erum af þeirri miklu viðurkenningu sem felst í útnefningu PLAY sem besta lággjaldaflugfélags í Norður-Evrópu og tíunda besta lággjaldaflugfélags í Evrópu. Þetta ber því vitni hve hart starfsfólk PLAY hefur lagt að sér við að gera félagið að því besta á markaðnum - og því ætlum við að halda áfram.“
Play Fréttir af flugi Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira