Saksóknarar í leyniskjalamáli Trump fá hótanir Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2023 10:43 Trump sætir ákæru fyrir misferli með leyniskjöl. Saksóknarar í málinu fá nú að kenna á heift stuðningsmanna hans. AP/Chris Carlson Hægriöfgasinnaðir stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hafa hótað saksóknurum sem sækja hann til saka fyrir meðferð sína á leyniskjölum. Þeir hafa meðal annars birt nöfn þeirra og persónuupplýsingar á netinu. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins ákærði Trump fyrir misferli með ríkisleyndarmál í síðasta mánuði. Málið snýst um hundruð leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti árið 2021 og neitaði að skila alríkisyfirvöldum þegar eftir því var leitað. Washington Post segir að saksóknarnir í málinu sæti nú hótunum og ógnunum bæði á netinu og annars staðar. Stuðningsmenn Trump hafi meðal annars birt nöfn þeirra á netinu, hótað þeim og stundum birt upplýsingar um einkalíf þeirra. Alríkislögreglan FBI segir hótanir í garð löggæsluaðila hættulegar. Hún meti og bregðist við slíkum hótunum eftir atvikum. Ræðst á saksóknara og dómara á samfélagsmiðlum Dómsmálaráðuneytið er sagt hafa brugðist við með því að reyna að koma í veg að nöfn saksóknara og lögreglumanna sem vinna að máli Trump birtist opinberlega í opinberum skjölum og á nefndarfundum Bandaríkjaþings. Það er þó sagt hægara sagt en gert það sem nöfn þeirra komi fram í dómskjölum sem eru opinber auk þess sem Trump hefur aðgang að upplýsingum um þá og vitni sem sakborningur í málinu. Trump hefur nýtt sér það til þess að ráðast á rannsakendur sína á samfélagsmiðlum, þar á meðal Jack Smith, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, og dómara sem fer með annað sakamál á hendur honum í New York. Samfélagsmiðlanotkun Trump er sögð hafa orðið glannalegri að þessu leyti á undanförnum misserum. Karlmaður á fertugsaldir var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi forseta, í Washington-borg í síðustu viku, sama dag og Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama á samfélagsmiðli. Byssur, hundruð skotfæra og sveðja fannst í sendiferðabíl mannsins sem sagðist leita að inngönguleið eða skotfæri á hús Obama. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6. júlí 2023 14:41 Hafnaði ráðleggingum og laug að ráðgjöfum um leyniskjölin Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafnaði ítrekaðri viðleitni lögmanna hans og ráðgjafa til að reyna að fá hann til að skila gögnum og leynilegum skjölum. Ítrekað var reynt að fá Trump til að gera samkomulag við Dómsmálaráðuneytið til að forðast ákærur, en forsetinn fyrrverandi vildi ekki heyra slíkt. 15. júní 2023 11:08 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Sjá meira
Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins ákærði Trump fyrir misferli með ríkisleyndarmál í síðasta mánuði. Málið snýst um hundruð leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti árið 2021 og neitaði að skila alríkisyfirvöldum þegar eftir því var leitað. Washington Post segir að saksóknarnir í málinu sæti nú hótunum og ógnunum bæði á netinu og annars staðar. Stuðningsmenn Trump hafi meðal annars birt nöfn þeirra á netinu, hótað þeim og stundum birt upplýsingar um einkalíf þeirra. Alríkislögreglan FBI segir hótanir í garð löggæsluaðila hættulegar. Hún meti og bregðist við slíkum hótunum eftir atvikum. Ræðst á saksóknara og dómara á samfélagsmiðlum Dómsmálaráðuneytið er sagt hafa brugðist við með því að reyna að koma í veg að nöfn saksóknara og lögreglumanna sem vinna að máli Trump birtist opinberlega í opinberum skjölum og á nefndarfundum Bandaríkjaþings. Það er þó sagt hægara sagt en gert það sem nöfn þeirra komi fram í dómskjölum sem eru opinber auk þess sem Trump hefur aðgang að upplýsingum um þá og vitni sem sakborningur í málinu. Trump hefur nýtt sér það til þess að ráðast á rannsakendur sína á samfélagsmiðlum, þar á meðal Jack Smith, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, og dómara sem fer með annað sakamál á hendur honum í New York. Samfélagsmiðlanotkun Trump er sögð hafa orðið glannalegri að þessu leyti á undanförnum misserum. Karlmaður á fertugsaldir var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi forseta, í Washington-borg í síðustu viku, sama dag og Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama á samfélagsmiðli. Byssur, hundruð skotfæra og sveðja fannst í sendiferðabíl mannsins sem sagðist leita að inngönguleið eða skotfæri á hús Obama.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6. júlí 2023 14:41 Hafnaði ráðleggingum og laug að ráðgjöfum um leyniskjölin Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafnaði ítrekaðri viðleitni lögmanna hans og ráðgjafa til að reyna að fá hann til að skila gögnum og leynilegum skjölum. Ítrekað var reynt að fá Trump til að gera samkomulag við Dómsmálaráðuneytið til að forðast ákærur, en forsetinn fyrrverandi vildi ekki heyra slíkt. 15. júní 2023 11:08 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Sjá meira
Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6. júlí 2023 14:41
Hafnaði ráðleggingum og laug að ráðgjöfum um leyniskjölin Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafnaði ítrekaðri viðleitni lögmanna hans og ráðgjafa til að reyna að fá hann til að skila gögnum og leynilegum skjölum. Ítrekað var reynt að fá Trump til að gera samkomulag við Dómsmálaráðuneytið til að forðast ákærur, en forsetinn fyrrverandi vildi ekki heyra slíkt. 15. júní 2023 11:08