„SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 7. júlí 2023 23:31 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra stendur keik með sinni ákvörðun. Vísir/Ívar Matvælaráðherra hafnar allri gagnrýni framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og segir hana ekki rétta. Samtökin séu augljóslega að túlka málið sér í hag. Ekki standi til að afturkalla ákvörðunina um að fresta hvalveiðum í sumar. Hart hefur verið sótt að matvælaráðherra vegna ákvörðunar um stöðvun hvalveiða tímabundið. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur meðal annars sagt að ráðherra hafi ekki fært rök fyrir ýmsu sem grundvallaði ákvörðunina. Þá hafi hún virt að vettugi ráðleggingar sérfræðinga og engin svör hafi fengist um hvort hagsmunamat gagnvart atvinnuréttindum leyfishafa hafi verið framkvæmt. Matvælaráðherra hafnar gagnrýninni og segir öll gögn máls liggja fyrir. „SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun enda eru allar mínar ráðstafanir í samræmi við ráðgjöf ráðuneytisins,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Samtökin eru ekki þau einu sem hafa gagnrýnt matvælaráðherra. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason, sagði á miðvikudaginn ákvörðun ráðherra ögrun og aðför að ríkisstjórninni. Hún hefði með henni veikt og grafið undan möguleikum hennar að leysa erfið verkefni á komandi mánuðum. Svandís segir gagnrýnina fyrsta og fremst til heimabrúks. „Við vorum á ágætum ríkisstjórnarfundi hér áðan þar sem ég varð ekki vör við þessi vandamál.“ Svandís segir ekki standa til að afturkalla ákvörðunina. „Þessi ákvörðun og þessi ráðstöfun er óvenjulega vel undirbyggð og ég hef sinnt minni rannsóknarskyldu á öllum stigum. Þannig ég hafna þessari gagnrýni.“ Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir ákvörðun Svandísar ögrun og aðför að ríkisstjórninni Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að fresta hvalveiðum sé „bein ögrun“ við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. 5. júlí 2023 06:34 Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið 5. júlí 2023 13:02 Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Hart hefur verið sótt að matvælaráðherra vegna ákvörðunar um stöðvun hvalveiða tímabundið. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur meðal annars sagt að ráðherra hafi ekki fært rök fyrir ýmsu sem grundvallaði ákvörðunina. Þá hafi hún virt að vettugi ráðleggingar sérfræðinga og engin svör hafi fengist um hvort hagsmunamat gagnvart atvinnuréttindum leyfishafa hafi verið framkvæmt. Matvælaráðherra hafnar gagnrýninni og segir öll gögn máls liggja fyrir. „SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun enda eru allar mínar ráðstafanir í samræmi við ráðgjöf ráðuneytisins,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Samtökin eru ekki þau einu sem hafa gagnrýnt matvælaráðherra. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason, sagði á miðvikudaginn ákvörðun ráðherra ögrun og aðför að ríkisstjórninni. Hún hefði með henni veikt og grafið undan möguleikum hennar að leysa erfið verkefni á komandi mánuðum. Svandís segir gagnrýnina fyrsta og fremst til heimabrúks. „Við vorum á ágætum ríkisstjórnarfundi hér áðan þar sem ég varð ekki vör við þessi vandamál.“ Svandís segir ekki standa til að afturkalla ákvörðunina. „Þessi ákvörðun og þessi ráðstöfun er óvenjulega vel undirbyggð og ég hef sinnt minni rannsóknarskyldu á öllum stigum. Þannig ég hafna þessari gagnrýni.“
Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir ákvörðun Svandísar ögrun og aðför að ríkisstjórninni Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að fresta hvalveiðum sé „bein ögrun“ við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. 5. júlí 2023 06:34 Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið 5. júlí 2023 13:02 Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Segir ákvörðun Svandísar ögrun og aðför að ríkisstjórninni Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að fresta hvalveiðum sé „bein ögrun“ við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. 5. júlí 2023 06:34
Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið 5. júlí 2023 13:02
Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18