Tala um að eldgos hefjist eftir klukkustundir til daga Máni Snær Þorláksson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 7. júlí 2023 22:01 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að talað sé um að eldgos muni hefjast eftir klukkustundir til daga. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að klukkustundir til dagar séu í að mögulegt eldgos hefjist. Kvikan sé að leita sér að leið upp að yfirborðinu, þegar leiðin finnst verði hún fljót að komast upp. „Ég held að við séum að tala núna um klukkustundir til daga. Þetta er bara spurning hvað kvikan er að gera,“ segir Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Staðan sé í dag sú að það hefur dregið jafnt og þétt úr skjálftavirkninni. Á sama tíma séu þó skjálftarnir að sýna að í annað skipti á tveimur dögum hafi kvika reynt að koma til yfirborðs í grennd við Litla-Hrút. „Hún virðist eiga erfitt með að komast síðustu einn til tvo kílómetrana. Þannig hún stendur í stað þarna niðri og er að leita sér að heppilegri leið upp til yfirborðs. Svo er bara spurning hversu lengi hún þarf að leita til þess að finna þessa glufu til þess að komast alla leið upp. Um leið og hún finnur hana þá er hún komin upp á yfirborð mjög snögglega.“ Varðandi það hvernig hraunflæðið myndi líta út ef það gýs á svæðinu segir Þorvaldur að það þurfi að hafa tvennt í huga. Það sé annars vegar nákvæmlega hvar gosið byrjar og hversu löng gossprungan verður. Hér má sjá kort af mögulegu hraunflæði.Grafík/Kristján „Ef þetta er sunnantil á svæðinu, nær Fagradalsfjalli, þá er líklegt að hraunið renni til suður, yfir 2022 gígana og alveg niður í Meradali. En ef það er miðsvæðis á þessari rein þá er líklegt að hraunið fari fyrst í austur og þá hugsanlega til suðurs í áttina að Suðurstrandavegi.“ Byrji gosið í grennd við Keili geti það svo farið í fleiri áttir. „Það getur farið til norðurs í átt að Reykjanesbrautinni og getur líka farið til austurs og síðan suðurs í áttina að Suðurstrandavegi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
„Ég held að við séum að tala núna um klukkustundir til daga. Þetta er bara spurning hvað kvikan er að gera,“ segir Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Staðan sé í dag sú að það hefur dregið jafnt og þétt úr skjálftavirkninni. Á sama tíma séu þó skjálftarnir að sýna að í annað skipti á tveimur dögum hafi kvika reynt að koma til yfirborðs í grennd við Litla-Hrút. „Hún virðist eiga erfitt með að komast síðustu einn til tvo kílómetrana. Þannig hún stendur í stað þarna niðri og er að leita sér að heppilegri leið upp til yfirborðs. Svo er bara spurning hversu lengi hún þarf að leita til þess að finna þessa glufu til þess að komast alla leið upp. Um leið og hún finnur hana þá er hún komin upp á yfirborð mjög snögglega.“ Varðandi það hvernig hraunflæðið myndi líta út ef það gýs á svæðinu segir Þorvaldur að það þurfi að hafa tvennt í huga. Það sé annars vegar nákvæmlega hvar gosið byrjar og hversu löng gossprungan verður. Hér má sjá kort af mögulegu hraunflæði.Grafík/Kristján „Ef þetta er sunnantil á svæðinu, nær Fagradalsfjalli, þá er líklegt að hraunið renni til suður, yfir 2022 gígana og alveg niður í Meradali. En ef það er miðsvæðis á þessari rein þá er líklegt að hraunið fari fyrst í austur og þá hugsanlega til suðurs í áttina að Suðurstrandavegi.“ Byrji gosið í grennd við Keili geti það svo farið í fleiri áttir. „Það getur farið til norðurs í átt að Reykjanesbrautinni og getur líka farið til austurs og síðan suðurs í áttina að Suðurstrandavegi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira