Tala um að eldgos hefjist eftir klukkustundir til daga Máni Snær Þorláksson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 7. júlí 2023 22:01 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að talað sé um að eldgos muni hefjast eftir klukkustundir til daga. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að klukkustundir til dagar séu í að mögulegt eldgos hefjist. Kvikan sé að leita sér að leið upp að yfirborðinu, þegar leiðin finnst verði hún fljót að komast upp. „Ég held að við séum að tala núna um klukkustundir til daga. Þetta er bara spurning hvað kvikan er að gera,“ segir Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Staðan sé í dag sú að það hefur dregið jafnt og þétt úr skjálftavirkninni. Á sama tíma séu þó skjálftarnir að sýna að í annað skipti á tveimur dögum hafi kvika reynt að koma til yfirborðs í grennd við Litla-Hrút. „Hún virðist eiga erfitt með að komast síðustu einn til tvo kílómetrana. Þannig hún stendur í stað þarna niðri og er að leita sér að heppilegri leið upp til yfirborðs. Svo er bara spurning hversu lengi hún þarf að leita til þess að finna þessa glufu til þess að komast alla leið upp. Um leið og hún finnur hana þá er hún komin upp á yfirborð mjög snögglega.“ Varðandi það hvernig hraunflæðið myndi líta út ef það gýs á svæðinu segir Þorvaldur að það þurfi að hafa tvennt í huga. Það sé annars vegar nákvæmlega hvar gosið byrjar og hversu löng gossprungan verður. Hér má sjá kort af mögulegu hraunflæði.Grafík/Kristján „Ef þetta er sunnantil á svæðinu, nær Fagradalsfjalli, þá er líklegt að hraunið renni til suður, yfir 2022 gígana og alveg niður í Meradali. En ef það er miðsvæðis á þessari rein þá er líklegt að hraunið fari fyrst í austur og þá hugsanlega til suðurs í áttina að Suðurstrandavegi.“ Byrji gosið í grennd við Keili geti það svo farið í fleiri áttir. „Það getur farið til norðurs í átt að Reykjanesbrautinni og getur líka farið til austurs og síðan suðurs í áttina að Suðurstrandavegi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
„Ég held að við séum að tala núna um klukkustundir til daga. Þetta er bara spurning hvað kvikan er að gera,“ segir Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Staðan sé í dag sú að það hefur dregið jafnt og þétt úr skjálftavirkninni. Á sama tíma séu þó skjálftarnir að sýna að í annað skipti á tveimur dögum hafi kvika reynt að koma til yfirborðs í grennd við Litla-Hrút. „Hún virðist eiga erfitt með að komast síðustu einn til tvo kílómetrana. Þannig hún stendur í stað þarna niðri og er að leita sér að heppilegri leið upp til yfirborðs. Svo er bara spurning hversu lengi hún þarf að leita til þess að finna þessa glufu til þess að komast alla leið upp. Um leið og hún finnur hana þá er hún komin upp á yfirborð mjög snögglega.“ Varðandi það hvernig hraunflæðið myndi líta út ef það gýs á svæðinu segir Þorvaldur að það þurfi að hafa tvennt í huga. Það sé annars vegar nákvæmlega hvar gosið byrjar og hversu löng gossprungan verður. Hér má sjá kort af mögulegu hraunflæði.Grafík/Kristján „Ef þetta er sunnantil á svæðinu, nær Fagradalsfjalli, þá er líklegt að hraunið renni til suður, yfir 2022 gígana og alveg niður í Meradali. En ef það er miðsvæðis á þessari rein þá er líklegt að hraunið fari fyrst í austur og þá hugsanlega til suðurs í áttina að Suðurstrandavegi.“ Byrji gosið í grennd við Keili geti það svo farið í fleiri áttir. „Það getur farið til norðurs í átt að Reykjanesbrautinni og getur líka farið til austurs og síðan suðurs í áttina að Suðurstrandavegi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira