Greip ekki í Wembanyama og var ekki slegin í gólfið Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2023 08:49 Britney ætlaði að biðja Wembanyama um mynd af sér með honum. Hún segist enn vera aðdáandi körfuboltamannsins. AP Tónlistarkonan Britney Spears greip ekki í körfuboltamanninn Victor Wembanyama, heldur potaði í hann til að ná athygli hans. Þá var hún ekki slegin í jörðina af öryggisverði hans, heldur sló hann í hendi hennar en í leiðinni fór hendi hans í andlit hennar eða hún sló sjálfa sig í andlitið. Þetta sést á myndbandi af atviki sem gerðist á veitingastaðnum Catch í ARIA-spilavítishótelinu í Las Vegas í vikunni. Bæði Spears og Wembanyama hafa farið rangt með mál varðandi atvikið. Spears hafði haldið því fram að öryggisvörðurinn hefði slegið hana í andlitið svo hún féll í jörðina. Þá hafði Wembanyama sagt að hún hefði gripið í sig og þess vegna hefði öryggisvörðurinn brugðist við. Sjá einnig: Britney slegin í gólfið af öryggisverði Wembanyama Spears tilkynnti atvikið til lögreglu og sakaði öryggisvörðinn um líkamsárás. Lögreglan í Las Vegas hefur skoðað málið og verður engin ákærður vegna þessa, samkvæmt frétt TMZ. Miðillinn hefur komið höndum yfir myndband af atvikinu. Spears birti færslu á Instagram í nótt þar sem hún benti á að hún hefði verið í tónlistarbransanum í fjölmörg ár og umgengist frægasta fólk heims. Hún hefði aldrei orðið vitni að því að öryggisvörður hefði áður slegið manneskju. Þá segir hún að viðbrögð hennar hafi verið slæm en í senn kostuleg. Hún heyrðist blóta Wembanyama og öryggisverðinum á myndbandinu. Hún sagðist hafa fundist hún vera bjargarlaus í gegnum árin og að ekki hafi verið komið fram við hana á eðlilegan máta. Spears sagðist þó enn vera aðdáandi körfuboltamannsins. Það sé ekki hans sök að öryggisvörður hans hafi slegið hana. View this post on Instagram A post shared by Maria River Red (@britneyspears) Bandaríkin NBA Tónlist Hollywood Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Sjá meira
Þetta sést á myndbandi af atviki sem gerðist á veitingastaðnum Catch í ARIA-spilavítishótelinu í Las Vegas í vikunni. Bæði Spears og Wembanyama hafa farið rangt með mál varðandi atvikið. Spears hafði haldið því fram að öryggisvörðurinn hefði slegið hana í andlitið svo hún féll í jörðina. Þá hafði Wembanyama sagt að hún hefði gripið í sig og þess vegna hefði öryggisvörðurinn brugðist við. Sjá einnig: Britney slegin í gólfið af öryggisverði Wembanyama Spears tilkynnti atvikið til lögreglu og sakaði öryggisvörðinn um líkamsárás. Lögreglan í Las Vegas hefur skoðað málið og verður engin ákærður vegna þessa, samkvæmt frétt TMZ. Miðillinn hefur komið höndum yfir myndband af atvikinu. Spears birti færslu á Instagram í nótt þar sem hún benti á að hún hefði verið í tónlistarbransanum í fjölmörg ár og umgengist frægasta fólk heims. Hún hefði aldrei orðið vitni að því að öryggisvörður hefði áður slegið manneskju. Þá segir hún að viðbrögð hennar hafi verið slæm en í senn kostuleg. Hún heyrðist blóta Wembanyama og öryggisverðinum á myndbandinu. Hún sagðist hafa fundist hún vera bjargarlaus í gegnum árin og að ekki hafi verið komið fram við hana á eðlilegan máta. Spears sagðist þó enn vera aðdáandi körfuboltamannsins. Það sé ekki hans sök að öryggisvörður hans hafi slegið hana. View this post on Instagram A post shared by Maria River Red (@britneyspears)
Bandaríkin NBA Tónlist Hollywood Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Sjá meira