Murray ekki viss um að hann snúi aftur á Wimbledon Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2023 10:31 Andy Murray kveðjur hér áhorfendur á Wimbledon eftir tapið gegn Stefanos Tsitsipas. Vísir/Getty Andy Murray féll úr keppni á Wimbledonmótinu í annarri umferð mótsins í gær. Hann segist óviss hvort hann snúi aftur en hann vann sigur á mótinu árið 2013. Murray er orðinn 36 ára gamall og tapaði fyrir Stefanos Tsitsipas í fimm settum í gær og féll þar með úr leik á Wimbledonmótinu. Murray bar sigur úr býtum á mótinu árið 2013 og batt þar með enda á 77 ára bið Breta eftir sigur heimamanns í einliðaleik karla. Bretar höfðu bundið vonir við að Murray gæti borið sigurorð af Tsitsipas og unnið þar með sinn stærsta sigur á stórmóti síðan hann fór í mjaðmaaðgerði árið 2019. Það gekk hins vegar ekki og nú er óljóst hvað verður um Murray og hans feril í framtíðinni. „Ég veit ekki, áhugahvötin er augljóslega stórt mál,“ sagði Murray sem virðist vanta hvatningu til að halda áfram glæstum ferli. „Að tapa snemma hvað eftir annað á mótum hjálpar augljóslega ekki til,“ bætti hann við. Daðrar við það að hætta „Þetta er svipað og á síðasta ári. Ég hef fengið langan tíma til að hugsa um hlutina, rætt við fjölskyldu mína og ákvað að halda áfram. Ég er ótrúlega svekktur núna. Kannski líður mér öðruvísi eftir nokkra daga en núna er tilfinningin ekki góð.“ Murray setti alla sína orku í að koma í sem bestu formi á Wimbledon. Hann ákvað að sleppa opna franska mótinu, þar sem keppt er á leirvöllum, til að undirbúa sig sem best fyrir grasvellina á Wimbledon. Hann segist viss um að hann geti enn keppt við þá allra bestu. „Ég get það klárlega. Það er augljóst ef þú horfir á hvernig leikurinn fer, það munaði bara nokkrum stigum.“ Tennis Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira
Murray er orðinn 36 ára gamall og tapaði fyrir Stefanos Tsitsipas í fimm settum í gær og féll þar með úr leik á Wimbledonmótinu. Murray bar sigur úr býtum á mótinu árið 2013 og batt þar með enda á 77 ára bið Breta eftir sigur heimamanns í einliðaleik karla. Bretar höfðu bundið vonir við að Murray gæti borið sigurorð af Tsitsipas og unnið þar með sinn stærsta sigur á stórmóti síðan hann fór í mjaðmaaðgerði árið 2019. Það gekk hins vegar ekki og nú er óljóst hvað verður um Murray og hans feril í framtíðinni. „Ég veit ekki, áhugahvötin er augljóslega stórt mál,“ sagði Murray sem virðist vanta hvatningu til að halda áfram glæstum ferli. „Að tapa snemma hvað eftir annað á mótum hjálpar augljóslega ekki til,“ bætti hann við. Daðrar við það að hætta „Þetta er svipað og á síðasta ári. Ég hef fengið langan tíma til að hugsa um hlutina, rætt við fjölskyldu mína og ákvað að halda áfram. Ég er ótrúlega svekktur núna. Kannski líður mér öðruvísi eftir nokkra daga en núna er tilfinningin ekki góð.“ Murray setti alla sína orku í að koma í sem bestu formi á Wimbledon. Hann ákvað að sleppa opna franska mótinu, þar sem keppt er á leirvöllum, til að undirbúa sig sem best fyrir grasvellina á Wimbledon. Hann segist viss um að hann geti enn keppt við þá allra bestu. „Ég get það klárlega. Það er augljóst ef þú horfir á hvernig leikurinn fer, það munaði bara nokkrum stigum.“
Tennis Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira