James vill hjálpa Hermanni og ÍBV: „Vonandi get ég aðstoðað“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2023 07:00 James var heiðraður fyrir leik ÍBV og Fram um helgina en lék með Eyjamönnum fyrir sléttum áratug. Vísir Fyrrum enski landsliðsmarkvörðurinn David James var heiðursgestur á leik ÍBV gegn Fram í Bestu deild karla í fótbolta á laugardag, áratug eftir veru hans í Vestmannaeyjum. Hann segir engan í Eyjunni hafa breyst og þá eigi hann til að vinna fyrir félaga sinn Hermann Hreiðarsson frá Bretlandseyjum. Fyrrum enski landsliðsmarkvörðurinn David James var heiðursgestur á leik ÍBV gegn Fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær, áratug eftir veru hans í Vestmannaeyjum. Hann segir engan í Eyjunni hafa breyst og þá eigi hann til að vinna fyrir félaga sinn Hermann Hreiðarsson frá Bretlandseyjum. James er fimmti leikjahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og enginn markvörður hefur spilað fleiri leiki í deildinni. Auk þess að spila fyrir Watford, Liverpool, Aston Villa, West Ham og Manchester City lék hann með Hermanni Hreiðarssyni hjá Portsmouth. Þeir náðu vel saman og James var opinn fyrir því að koma og leika undir stjórn Hermanns í Vestmannaeyjum fyrir áratug síðan. Hann spilaði 23 leiki fyrir ÍBV sumarið 2013 og segir frábært að snúa aftur til Eyja. „Góðan daginn,“ sagði James á ljómandi fínustu íslensku við Smára Jökul Jónsson eftir leik ÍBV og Fram á laugardag. „Þetta er yndislegt, töfrum líkast. Ég elska þessa Eyju og það er orðið of langt síðan ég var hér síðast. Að koma aftur er magnað.“ Aðspurður um hversu vel hann haldi sambandi við Hermann segir James: „Auðvitað, hann er dásamlegur maður. Frá því í Portsmouth hefur hann verið mér sem bróðir. Ég hef unnið fyrir hann og hann fyrir mig. Ég gat ekki hafnað því þegar tækifæri gafst til að koma hingað aftur,“ segir James sem kannast við þónokkur andlit í Eyjum og segir fátt hafa breyst. „Já, og enginn hefur breyst. Hermann lítur út eins og fyrir tíu árum og Eiður [Aron Sigurbjörnsson] líka. Það er dásamlegt að koma aftur og sjá gamla vini.“ Vonast til að hjálpa Hemma frá Englandi En fylgist James með gengi liðsins? „Endrum og eins. Auðvitað hef ég fylgst með þegar Hermann hefur þjálfað liðið hefur ég fylgst meira með. En vegna vinnu getur maður ekki fylgst með öllu,“ „Ég hef fylgst með á þessari leiktíð, og það vannst góður sigur í dag [á laugardag]. Svo er Keflavík í næstu viku og ég hef trú á því að liðið enda á meðal sex efstu, segir James sem kveðst þó ekki komast á leikinn í Keflavík. „Nei, nei. Ég verð kominn heim. En ég fylgist með leikjunum og vonandi get ég aðstoðað Hermann eitthvað og unnið fyrir hann frá Englandi.“ segir James. Viðtalið við James má sjá í spilaranum að ofan. Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira
Fyrrum enski landsliðsmarkvörðurinn David James var heiðursgestur á leik ÍBV gegn Fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær, áratug eftir veru hans í Vestmannaeyjum. Hann segir engan í Eyjunni hafa breyst og þá eigi hann til að vinna fyrir félaga sinn Hermann Hreiðarsson frá Bretlandseyjum. James er fimmti leikjahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og enginn markvörður hefur spilað fleiri leiki í deildinni. Auk þess að spila fyrir Watford, Liverpool, Aston Villa, West Ham og Manchester City lék hann með Hermanni Hreiðarssyni hjá Portsmouth. Þeir náðu vel saman og James var opinn fyrir því að koma og leika undir stjórn Hermanns í Vestmannaeyjum fyrir áratug síðan. Hann spilaði 23 leiki fyrir ÍBV sumarið 2013 og segir frábært að snúa aftur til Eyja. „Góðan daginn,“ sagði James á ljómandi fínustu íslensku við Smára Jökul Jónsson eftir leik ÍBV og Fram á laugardag. „Þetta er yndislegt, töfrum líkast. Ég elska þessa Eyju og það er orðið of langt síðan ég var hér síðast. Að koma aftur er magnað.“ Aðspurður um hversu vel hann haldi sambandi við Hermann segir James: „Auðvitað, hann er dásamlegur maður. Frá því í Portsmouth hefur hann verið mér sem bróðir. Ég hef unnið fyrir hann og hann fyrir mig. Ég gat ekki hafnað því þegar tækifæri gafst til að koma hingað aftur,“ segir James sem kannast við þónokkur andlit í Eyjum og segir fátt hafa breyst. „Já, og enginn hefur breyst. Hermann lítur út eins og fyrir tíu árum og Eiður [Aron Sigurbjörnsson] líka. Það er dásamlegt að koma aftur og sjá gamla vini.“ Vonast til að hjálpa Hemma frá Englandi En fylgist James með gengi liðsins? „Endrum og eins. Auðvitað hef ég fylgst með þegar Hermann hefur þjálfað liðið hefur ég fylgst meira með. En vegna vinnu getur maður ekki fylgst með öllu,“ „Ég hef fylgst með á þessari leiktíð, og það vannst góður sigur í dag [á laugardag]. Svo er Keflavík í næstu viku og ég hef trú á því að liðið enda á meðal sex efstu, segir James sem kveðst þó ekki komast á leikinn í Keflavík. „Nei, nei. Ég verð kominn heim. En ég fylgist með leikjunum og vonandi get ég aðstoðað Hermann eitthvað og unnið fyrir hann frá Englandi.“ segir James. Viðtalið við James má sjá í spilaranum að ofan.
Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira