Þriðjungur laxa í Breiðdalsá blandaður eldislaxi Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2023 10:51 Töluverður fjöldi laxaseiða reyndist blandaður norskum eldislaxi. Hafrannsóknastofnun Niðurstöður rannsóknar Hafrannsóknastofnunar benda til þess að villtur íslenskur lax og eldislax af norskum uppruna hafi blandast saman í nokkrum mæli. Eldri erfðablöndun greindist til að mynda í 32 prósent seiða í Breiðdalsá. Hafrannsóknastofnun gaf á dögunum út rannsóknarskýrslu um erfðablöndun íslensks lax (Salmo salar) og eldislax af norskum uppruna. Í skýrslunni er greint frá erfðarannsóknum á sýnum af laxi úr 89 ám hringinn í kringum landið. Lögð var áhersla á ár í nálægð við sjókvíaeldissvæði. Fjöldi sýna var alls 6.348 laxaseiði, að því er segir í tilkynningu á vef Hafró. Um tvö prósent laxa blendingar Í rannsókninni greindust 133 fyrstu kynslóðar blendingar, afkvæmi eldislaxa og villtra laxa, í sautján ám. Það gerir 2,1 prósent sýna, innan 18 prósent áa. Eldri blöndun, önnur kynslóð eða eldri, greindist í 141 seiðum í 26 ám, 2,2 prósent sýna, innan 29 prósent áa. Í tilkynningu segir að fyrstu kynslóðar blendingar hafi verið algengari á Vestfjörðum en Austfjörðum, sem sé í samræmi við að eldið á Austfjörðum hófst síðar og hefur verið umfangsminna. Eldri erfðablöndun hafi verið tíðari á Austfjörðum en Vestfjörðum og tengist líklegast eldinu sem þar var starfrækt í byrjun þessarar aldar. Eldri erfðablöndun hafi verið mest áberandi í Breiðdalsá og greindist í 32 prósent seiðanna. Frekari rannsókna þörf Þá segir að erfðablöndun hafi yfirleitt greinst í minna en fimmtíu kílómetra fjarlægð frá eldissvæðum en nokkrir blendingar hafi fundist í allt að 250 kílómetra fjarlægð. „Þessi viðamikla rannsókn staðfestir mikilvægi frekari rannsókna. Við þurfum að skoða kynslóðaskiptingu blendinganna ásamt umfangi þeirra og orsökum dreifinga eldri blöndunar,“ er haft eftir Guðna Guðbergssyni, sviðsstjóra ferskvatns- og eldissvið Hafrannsóknarstofnunar, í tilkynningu. Fiskeldi Lax Sjókvíaeldi Stangveiði Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hafrannsóknastofnun gaf á dögunum út rannsóknarskýrslu um erfðablöndun íslensks lax (Salmo salar) og eldislax af norskum uppruna. Í skýrslunni er greint frá erfðarannsóknum á sýnum af laxi úr 89 ám hringinn í kringum landið. Lögð var áhersla á ár í nálægð við sjókvíaeldissvæði. Fjöldi sýna var alls 6.348 laxaseiði, að því er segir í tilkynningu á vef Hafró. Um tvö prósent laxa blendingar Í rannsókninni greindust 133 fyrstu kynslóðar blendingar, afkvæmi eldislaxa og villtra laxa, í sautján ám. Það gerir 2,1 prósent sýna, innan 18 prósent áa. Eldri blöndun, önnur kynslóð eða eldri, greindist í 141 seiðum í 26 ám, 2,2 prósent sýna, innan 29 prósent áa. Í tilkynningu segir að fyrstu kynslóðar blendingar hafi verið algengari á Vestfjörðum en Austfjörðum, sem sé í samræmi við að eldið á Austfjörðum hófst síðar og hefur verið umfangsminna. Eldri erfðablöndun hafi verið tíðari á Austfjörðum en Vestfjörðum og tengist líklegast eldinu sem þar var starfrækt í byrjun þessarar aldar. Eldri erfðablöndun hafi verið mest áberandi í Breiðdalsá og greindist í 32 prósent seiðanna. Frekari rannsókna þörf Þá segir að erfðablöndun hafi yfirleitt greinst í minna en fimmtíu kílómetra fjarlægð frá eldissvæðum en nokkrir blendingar hafi fundist í allt að 250 kílómetra fjarlægð. „Þessi viðamikla rannsókn staðfestir mikilvægi frekari rannsókna. Við þurfum að skoða kynslóðaskiptingu blendinganna ásamt umfangi þeirra og orsökum dreifinga eldri blöndunar,“ er haft eftir Guðna Guðbergssyni, sviðsstjóra ferskvatns- og eldissvið Hafrannsóknarstofnunar, í tilkynningu.
Fiskeldi Lax Sjókvíaeldi Stangveiði Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira