Afmyndun þjóðarsálar Erna Mist skrifar 10. júlí 2023 11:31 Áhugi minn á tilvonandi eldgosi hefur verið yfirstiginn af áhuga mínum á umræðunni í kringum það. Um leið og við byrjum að finna fyrir skjálftahrinum og förum að vænta eftir gosi er það fyrsta sem við viljum vita ekki hvort það muni koma til með að hafa áhrif á loftgæði, búskap eða almenn lífsskilyrði - heldur hvort það verði til þess fallið að auka streymi ferðamanna hingað til lands. Hvenær var þetta falska samasemmerki dregið milli ferðaþjónustunnar og almannahagsmuna? Þegar kemur að ferðaþjónustunni hérlendis má gróflega greina beturborgandi ferðamenn frá óbreyttum túristum, þar sem beturborgandi ferðamenn hvetja til innlendrar uppbyggingar á hágæða upplifunum og faglegri þjónustu, á meðan massatúrisminn eykur framleiðslu láglaunastarfa og plantar lundabúðum sem dreyfa sér eins og lúpínur um miðborgina. Í alþjóðavæddum heimi er sérhver borg vígvöllur tveggja andstæðra afla: menningarinnar og massatúrismans. Borg sem heldur í sérkenni sín, upphefur gildin sín og fagnar eigin sögu er menningarborg - en borg sem gleymir sögu sinni og fórnar sérkennum sínum til að undirgangast alþjóðlega tískustrauma er eins og allar aðrar túristaborgir - fjöldaframleidd og innantóm. Hvar sköpuðust þessi hugrenningatengsl milli fjölda ferðamanna og þjóðarstolts? Hvenær urðu Íslendingar svona hliðhollir starfsgrein sem grefur undan íslenskunni, afmyndar menningareinkenni höfuðborgarinnar, og er svo skringilega skattlögð að hún skilar sér varla í ríkiskassann? Eins og augljós dæmisaga um gæði umfram magn er massatúrisminn tilefnislaust fagnaðarerindi. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Erna Mist Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Áhugi minn á tilvonandi eldgosi hefur verið yfirstiginn af áhuga mínum á umræðunni í kringum það. Um leið og við byrjum að finna fyrir skjálftahrinum og förum að vænta eftir gosi er það fyrsta sem við viljum vita ekki hvort það muni koma til með að hafa áhrif á loftgæði, búskap eða almenn lífsskilyrði - heldur hvort það verði til þess fallið að auka streymi ferðamanna hingað til lands. Hvenær var þetta falska samasemmerki dregið milli ferðaþjónustunnar og almannahagsmuna? Þegar kemur að ferðaþjónustunni hérlendis má gróflega greina beturborgandi ferðamenn frá óbreyttum túristum, þar sem beturborgandi ferðamenn hvetja til innlendrar uppbyggingar á hágæða upplifunum og faglegri þjónustu, á meðan massatúrisminn eykur framleiðslu láglaunastarfa og plantar lundabúðum sem dreyfa sér eins og lúpínur um miðborgina. Í alþjóðavæddum heimi er sérhver borg vígvöllur tveggja andstæðra afla: menningarinnar og massatúrismans. Borg sem heldur í sérkenni sín, upphefur gildin sín og fagnar eigin sögu er menningarborg - en borg sem gleymir sögu sinni og fórnar sérkennum sínum til að undirgangast alþjóðlega tískustrauma er eins og allar aðrar túristaborgir - fjöldaframleidd og innantóm. Hvar sköpuðust þessi hugrenningatengsl milli fjölda ferðamanna og þjóðarstolts? Hvenær urðu Íslendingar svona hliðhollir starfsgrein sem grefur undan íslenskunni, afmyndar menningareinkenni höfuðborgarinnar, og er svo skringilega skattlögð að hún skilar sér varla í ríkiskassann? Eins og augljós dæmisaga um gæði umfram magn er massatúrisminn tilefnislaust fagnaðarerindi. Höfundur er listmálari.
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar