Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. júlí 2023 12:08 Höfnin í Barcelona. Þar spúa skemmtiferðaskip út mestri mengun af öllum höfnum Evrópu. Paco Freire/Getty Images Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar. Fleiri en Akureyringar sótreiðir Í sumar hefur orðið vart við talsverða gremju Akureyringa þegar skemmtiferðaskip leggja þar að bryggju og ósa svo blágráum reyk yfir bæinn eins og enginn sé morgundagurinn. En það eru ekki bara Akureyringar sem anda að sér óþverranum frá skemmtiferðaskipum. Skemmtiferðaskip í Evrópu menga meira en milljarður bíla Ný skýrsla umhverfisverndarsamtakanna Transport & Environment fullyrðir að þau rúmlega 200 skemmtiferðaskip sem sigli á milli hafna í Evrópu mengi meira en einn milljarður bifreiða. Alls losuðu þessi 214 skip sem sigldu um álfuna í fyrrasumar 509 tonn af brennisteinsdíoxíði út í andrúmsloftið. Mesta mengunin á sér stað í höfninni í Barcelona, en samtals er Ítalía það land þar skipin losa mest af brennisteinsdíoxíði. Löndin við Miðjarðarhafið skera sig úr, kannski eins og við var að búast, vegna þess fjölda skipa sem er í reglubundnum siglingum eins og strætisvagnar á milli borga við Miðjarðarhafið. Engu að síður kemur Noregur í 4. sæti listans. Nokkrar borgir grípa til aðgerða Nokkrar borgir hafa gripið til aðgerða, til að stemma stigu við þessari mengun, engin þó eins og Feneyjar sem fyrir tveimur árum innleiddi bann við því að skemmiferðaskip legðust þar að bryggju. Síðan þá hefur mengun í borginni vegna losunar eiturefna minnkað um 80%. Höfnin þar hefur á fjórum árum fallið frá því að vera mest mengandi höfn Evrópu niður í 41. sæti. Talsmaður Transport & Environment, Constance Dijkstra, segir að stjórnvöld í Feneyjum hafi sýnt og sannað að hægt sé að draga úr mengun vegna þessara skipa, en að bann sé ekki eina leiðin. Ein áhrifarík leið sé til að mynda að skylda skipin til að tengjast rafmagni þegar þær eru við bryggju. Í Cartagena á suðausturodda Spánar leggja skemmtiferðaskip að bryggju um 200 sinnum á ári hverju og með þeim heimsækja rúmlega 600.000 manns borgina. Borgaryfirvöld hafa nú ákveðið að innan tveggja ára verður öllum skipum sem leggja að bryggju gert skylt að stinga í samband við rafmagn. Loftslagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. 12. júlí 2023 16:50 Met í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar Algengt er að ferðamenn sem heimsækja Ísafjörð á góðum degi séu nærri tvöfalt fleiri en fólkið sem býr í bænum. Stærstu skemmtiferðaskipin hafa þó afbókað komu sína á þessu sumri vegna tafa á stækkun Sundahafnar. 11. júlí 2023 20:22 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
Fleiri en Akureyringar sótreiðir Í sumar hefur orðið vart við talsverða gremju Akureyringa þegar skemmtiferðaskip leggja þar að bryggju og ósa svo blágráum reyk yfir bæinn eins og enginn sé morgundagurinn. En það eru ekki bara Akureyringar sem anda að sér óþverranum frá skemmtiferðaskipum. Skemmtiferðaskip í Evrópu menga meira en milljarður bíla Ný skýrsla umhverfisverndarsamtakanna Transport & Environment fullyrðir að þau rúmlega 200 skemmtiferðaskip sem sigli á milli hafna í Evrópu mengi meira en einn milljarður bifreiða. Alls losuðu þessi 214 skip sem sigldu um álfuna í fyrrasumar 509 tonn af brennisteinsdíoxíði út í andrúmsloftið. Mesta mengunin á sér stað í höfninni í Barcelona, en samtals er Ítalía það land þar skipin losa mest af brennisteinsdíoxíði. Löndin við Miðjarðarhafið skera sig úr, kannski eins og við var að búast, vegna þess fjölda skipa sem er í reglubundnum siglingum eins og strætisvagnar á milli borga við Miðjarðarhafið. Engu að síður kemur Noregur í 4. sæti listans. Nokkrar borgir grípa til aðgerða Nokkrar borgir hafa gripið til aðgerða, til að stemma stigu við þessari mengun, engin þó eins og Feneyjar sem fyrir tveimur árum innleiddi bann við því að skemmiferðaskip legðust þar að bryggju. Síðan þá hefur mengun í borginni vegna losunar eiturefna minnkað um 80%. Höfnin þar hefur á fjórum árum fallið frá því að vera mest mengandi höfn Evrópu niður í 41. sæti. Talsmaður Transport & Environment, Constance Dijkstra, segir að stjórnvöld í Feneyjum hafi sýnt og sannað að hægt sé að draga úr mengun vegna þessara skipa, en að bann sé ekki eina leiðin. Ein áhrifarík leið sé til að mynda að skylda skipin til að tengjast rafmagni þegar þær eru við bryggju. Í Cartagena á suðausturodda Spánar leggja skemmtiferðaskip að bryggju um 200 sinnum á ári hverju og með þeim heimsækja rúmlega 600.000 manns borgina. Borgaryfirvöld hafa nú ákveðið að innan tveggja ára verður öllum skipum sem leggja að bryggju gert skylt að stinga í samband við rafmagn.
Loftslagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. 12. júlí 2023 16:50 Met í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar Algengt er að ferðamenn sem heimsækja Ísafjörð á góðum degi séu nærri tvöfalt fleiri en fólkið sem býr í bænum. Stærstu skemmtiferðaskipin hafa þó afbókað komu sína á þessu sumri vegna tafa á stækkun Sundahafnar. 11. júlí 2023 20:22 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. 12. júlí 2023 16:50
Met í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar Algengt er að ferðamenn sem heimsækja Ísafjörð á góðum degi séu nærri tvöfalt fleiri en fólkið sem býr í bænum. Stærstu skemmtiferðaskipin hafa þó afbókað komu sína á þessu sumri vegna tafa á stækkun Sundahafnar. 11. júlí 2023 20:22