Bein úr Gísla sjálfum var skrúfað í öxlina á honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2023 10:01 Gísli Þorgeir Kristjánsson gengur um í fatla og er verkjaður en hann kvartar ekki. Vísir/Sigurjón Íslenski landsliðsmaðurinn, Gísli Þorgeir Kristjánsson, gekkst nýverið undir mikla axlaraðgerð í Sviss. Bein var fjarlægt úr honum, komið fyrir í öxlinni og hann vonast til þess að verða loksins heill. Gísli Þorgeir fór úr axlarlið í fjórða sinn í undanúrslitum í Meistaradeild Evrópu gegn Barcelona. Hann var síðan mættur til leiks daginn eftir í úrslitaleikinn sjálfan gegn Kielce og var að lokum valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar þegar Magdeburg vann keppnina. Gísli þurfti samt að fara í aðgerð og er nú kominn heim til Íslands til að jafna sig eftir hana. Stefán Árni Pálsson hitti Gísla og ræddi við hann um aðgerðina. „Aðgerðin gekk gríðarlega vel. Hún lukkaðist vel og allt gott að frétta úr henni,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson en hvað er gert í svona aðgerð? „Það var sagað bein einhvers staðar úr líkamanum mínum og það var fært yfir í öxlina. Það er verið að byggja upp meiri stöðugleika í öxlinni með því að skrúfa það bein við. Þetta heitir latta C aðgerð ef það hjálpar eitthvað. Í stuttu máli var verið að búa til meiri stöðugleika í öxlinni,“ sagði Gísli Þorgeir. Á öxlin þá að vera enn betri en hún var áður en hann lenti í þessum meiðslum? „Það er pælingin að ég eigi með þessari aðgerð að hætta að detta svona úr lið. Þetta á að hindra það að það komi fyrir aftur, 7, 9, 13,“ sagði Gísli og brosti. En hvernig líður honum núna nokkrum dögum eftir aðgerðina. „Mér líður bara nokkuð vel. Ég er ágætlega verkjaður en yfir heildina litið og ef ég miða þetta við öll hin skiptin þá líður mér í raun mjög vel,“ sagði Gísli en það sjá þennan hluta viðtalsins hér fyrir neðan. Nánar verður rætt við Gísla Þorgeir í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Klippa: Gísli Þorgeir um aðgerðina sem hann fór í Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Gísli Þorgeir fór úr axlarlið í fjórða sinn í undanúrslitum í Meistaradeild Evrópu gegn Barcelona. Hann var síðan mættur til leiks daginn eftir í úrslitaleikinn sjálfan gegn Kielce og var að lokum valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar þegar Magdeburg vann keppnina. Gísli þurfti samt að fara í aðgerð og er nú kominn heim til Íslands til að jafna sig eftir hana. Stefán Árni Pálsson hitti Gísla og ræddi við hann um aðgerðina. „Aðgerðin gekk gríðarlega vel. Hún lukkaðist vel og allt gott að frétta úr henni,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson en hvað er gert í svona aðgerð? „Það var sagað bein einhvers staðar úr líkamanum mínum og það var fært yfir í öxlina. Það er verið að byggja upp meiri stöðugleika í öxlinni með því að skrúfa það bein við. Þetta heitir latta C aðgerð ef það hjálpar eitthvað. Í stuttu máli var verið að búa til meiri stöðugleika í öxlinni,“ sagði Gísli Þorgeir. Á öxlin þá að vera enn betri en hún var áður en hann lenti í þessum meiðslum? „Það er pælingin að ég eigi með þessari aðgerð að hætta að detta svona úr lið. Þetta á að hindra það að það komi fyrir aftur, 7, 9, 13,“ sagði Gísli og brosti. En hvernig líður honum núna nokkrum dögum eftir aðgerðina. „Mér líður bara nokkuð vel. Ég er ágætlega verkjaður en yfir heildina litið og ef ég miða þetta við öll hin skiptin þá líður mér í raun mjög vel,“ sagði Gísli en það sjá þennan hluta viðtalsins hér fyrir neðan. Nánar verður rætt við Gísla Þorgeir í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Klippa: Gísli Þorgeir um aðgerðina sem hann fór í
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira