Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2023 10:27 Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, er staddur í Vilníus í Litháen, þar sem leiðtogafundur NATO hefst formlega í dag. AP/Sylvain Plazy Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun. Szijjarto skrifaði í færslu á Facebook í morgun að ríkisstjórn Ungverjalands styddi inngöngu Svía í NATO. Frumvarp þar að lútandi hefði verið lagt fyrir þing fyrir mörgum mánuðum. Ráðherrann vísaði þó ekki til þess að yfirvöld í Tyrklandi hefðu sagst ætla að styðja inngöngu Svía, eftir margra mánaða neitanir og viðræður. Svíar og Finnar sóttu um aðild að NATO í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu í febrúar á síðasta ári en tyrknesk stjórnvöld hafa lengi dregið að samþykkja aðild Svía þar sem Tyrkir hafa sakar sænsk stjórnvöld um að vernda liðsmenn PKK, frelsishreyfingu Kúrda, sem tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti svo í gær að hann styddi aðild Svíþjóðar að NATO. Í frétt SVT segir að ef tyrkneska þingið samþykkir inngöngu Svía í þessari viku sé bara Ungverska þingið eftir. Miðað við orð Szijjarto ætti það ekki að taka langan tíma. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í morgun að stækkun NATO væru mistök og hún myndi hafa neikvæðar afleiðingar. Vísaði hann einnig til inngöngu Finnlands í bandalagið. Svíþjóð Ungverjaland Tyrkland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. 10. júlí 2023 19:47 Svíar færast nær aðild að NATO Svíar hafa færst nær aðild að Atlantshafsbandalaginu eftir fund háttsettra embættismanna Tyrklands og Svíþjóðar með aðalframkvæmdastjóra NATO í dag ásamt fulltrúum Finna. Tyrkir og Ungverjar lögðust gegn aðild Finna og Svía en Finnar gengu í bandalagið í apríl. 6. júlí 2023 21:01 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Szijjarto skrifaði í færslu á Facebook í morgun að ríkisstjórn Ungverjalands styddi inngöngu Svía í NATO. Frumvarp þar að lútandi hefði verið lagt fyrir þing fyrir mörgum mánuðum. Ráðherrann vísaði þó ekki til þess að yfirvöld í Tyrklandi hefðu sagst ætla að styðja inngöngu Svía, eftir margra mánaða neitanir og viðræður. Svíar og Finnar sóttu um aðild að NATO í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu í febrúar á síðasta ári en tyrknesk stjórnvöld hafa lengi dregið að samþykkja aðild Svía þar sem Tyrkir hafa sakar sænsk stjórnvöld um að vernda liðsmenn PKK, frelsishreyfingu Kúrda, sem tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti svo í gær að hann styddi aðild Svíþjóðar að NATO. Í frétt SVT segir að ef tyrkneska þingið samþykkir inngöngu Svía í þessari viku sé bara Ungverska þingið eftir. Miðað við orð Szijjarto ætti það ekki að taka langan tíma. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í morgun að stækkun NATO væru mistök og hún myndi hafa neikvæðar afleiðingar. Vísaði hann einnig til inngöngu Finnlands í bandalagið.
Svíþjóð Ungverjaland Tyrkland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. 10. júlí 2023 19:47 Svíar færast nær aðild að NATO Svíar hafa færst nær aðild að Atlantshafsbandalaginu eftir fund háttsettra embættismanna Tyrklands og Svíþjóðar með aðalframkvæmdastjóra NATO í dag ásamt fulltrúum Finna. Tyrkir og Ungverjar lögðust gegn aðild Finna og Svía en Finnar gengu í bandalagið í apríl. 6. júlí 2023 21:01 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. 10. júlí 2023 19:47
Svíar færast nær aðild að NATO Svíar hafa færst nær aðild að Atlantshafsbandalaginu eftir fund háttsettra embættismanna Tyrklands og Svíþjóðar með aðalframkvæmdastjóra NATO í dag ásamt fulltrúum Finna. Tyrkir og Ungverjar lögðust gegn aðild Finna og Svía en Finnar gengu í bandalagið í apríl. 6. júlí 2023 21:01