Lífið

Sigur­bogi þegar heims­meistarar í dansi komu til landsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Flugvallarþjónusta Isavia sprautaði vatni yfir flugvél Play við heimkomuna á laugardagskvöld, dönsurum til heiðurs. Bílarnir eru afar öflugir og sprauta allt að fjögur þúsund lítrum af vatni á mínútu með þakbyssu.
Flugvallarþjónusta Isavia sprautaði vatni yfir flugvél Play við heimkomuna á laugardagskvöld, dönsurum til heiðurs. Bílarnir eru afar öflugir og sprauta allt að fjögur þúsund lítrum af vatni á mínútu með þakbyssu.

Um helgina lauk formlega keppni um sjö þúsund dansara frá öllum heimshornum í Braga í Portúgal. Alls kepptu 250 ungir dansarar frá Íslandi frá ellefu dansskólum og þeim til stuðnings voru foreldrar, systkini, ömmur, afa, vinir og vandamenn.

Danskompaní frá Keflavík kom, sá og sigraði og lenti á laugardagskvöld heima undir heiðursbunu flugvallarþjónustu Isavia á Keflavíkurflugvelli, - með sex gullverðlaun, tvö silfur og eitt brons í farteskinu. 

„Þrotlausar æfingar, frábærlega útfærð atriði danshöfunda í túlkun dansararanna sem Íslendingarnir buðu uppá í Braga skiluðu sér svo sannarlega í Altice Forum og hinu virðulega Circo Theatre í Braga þar sem dansað var frá morgni til kvölds. Spennan var mikil enda stórkostleg atriði í boði þessa viku sem keppnin stóð yfir,“ segir í tilkynningu.

Þetta var í þriðja skipti sem Ísland tekur þátt í þessari keppni. Fulltrúar Íslands kepptu í Braga fyrir fjórum árum (2019) og í San Sebastian á Spáni í fyrra. Undankeppni á Íslandi er haldin í febrúar ár hvert og hafa þau atriði sem ná yfir 70 stigum kost á að taka þátt í alþjóðakeppninni.

Keppni þessi var fyrst haldin árið 2004 og hefur hún vaxið og stækkað með ári hverju. Það er dansarinn Chantelle Carey sem hafði frumkvæði að þátttöku Íslands í þessu heimsmeistaramóti ungra dansara og hvattíslenska dansskóla til þess að taka þátt og spreyta sig á heimssviðinu gegn jafnöldrum sínum.  Hópatriði frá Dansskóla Birnu Björns lenti í fjórða sæti aðeins 0,3 stigum frá bronsverðlaunum og eitt atriði frá JSB komst auk þess í úrslit í lyrical flokknum.

Tvö atriði frá Danskompaní tóku auk þess þátt í Gala-keppni þar sem keppt var þvert á flokka og unnu þau bæði gullverðlaun. Keppnin verður haldin í Tékklandi að ári og má telja líklegt að margir dansskólanna hyggi á för þangað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×