Síðasti dagur strandveiða Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2023 14:39 Mest er óánægjan með endalok strandveiðar fyrir austan, þar sem vertíðin hefst seinna en fyrir vestan. Vísir/Vilhelm Síðasti dagur strandveiða er í dag og verða þær stöðvaðar frá og með morgundeginum. Þetta er stysta vertíðin í sögu strandveiða á Íslandi. Á vef Fiskistofu segir að skip með strandveiðileyfi megi einungis halda til veiða á morgun, hafi þau verið með veiðileyfi áður en þau fengu strandveiðileyfið. Sjómenn og Landssamband smábátaeigenda höfðu kallað eftir því að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, endurskoðaði þá ákvörðun sína að auka ekki veiðiheimildir til strandveiða en þetta er nú orðin stysta vertíðin í sögu strandveiðanna. Landssambandið vísaði meðal annars í áskorun til ráðherra til þess að strandveiðar brúi það tímabil sem þegar stóru fyrirtækin loki vegna sumarleyfa fram að næsta fiskveiðiári. Strandveiðar séu mikilvægar sjómönnum, fiskkaupendum og vinnsluaðilum. Sjá einnig: Patreksfjörður í efsta sæti strandveiðanna Strandveiðunum hefur iðulega lokið í ágúst en í ár var strandveiðikvótinn alls 8.527 tonn. Óánægjan er sérstaklega mikil meðal smábátaeigenda á norðan- og austanverðu landinu, en þar er aðalveiðitímabilið síðari hluta sumars, í júlí og ágúst. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Við viljum samtal um þetta en það virðist ekki vera í boði“ Formaður Strandveiðifélags Íslands segir framkomu yfirvalda í garð strandveiðimanna óásættanlega. Auka þurfi kvótann sem sé algjör hungurlús og gera breytingar á kerfinu til framtíðar. Hann furðar sig á því að matvælaráðherra setji sig upp á móti umhverfisvænum veiðum. 2. júlí 2023 22:39 Strandveiðitímabilið stefnir í að verða það stysta frá upphafi Strandveiðitímabilið í ár stefnir í að verða það stysta í fimmtán ára sögu veiðanna. Frá byrjun maímánaðar er búið að veiða áttatíu prósent strandveiðikvótans í þorski, aðeins tuttugu prósent eru eftir, samkvæmt nýrri samantekt Landssambands smábátaeigenda í morgun. 28. júní 2023 12:00 Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Sjá meira
Á vef Fiskistofu segir að skip með strandveiðileyfi megi einungis halda til veiða á morgun, hafi þau verið með veiðileyfi áður en þau fengu strandveiðileyfið. Sjómenn og Landssamband smábátaeigenda höfðu kallað eftir því að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, endurskoðaði þá ákvörðun sína að auka ekki veiðiheimildir til strandveiða en þetta er nú orðin stysta vertíðin í sögu strandveiðanna. Landssambandið vísaði meðal annars í áskorun til ráðherra til þess að strandveiðar brúi það tímabil sem þegar stóru fyrirtækin loki vegna sumarleyfa fram að næsta fiskveiðiári. Strandveiðar séu mikilvægar sjómönnum, fiskkaupendum og vinnsluaðilum. Sjá einnig: Patreksfjörður í efsta sæti strandveiðanna Strandveiðunum hefur iðulega lokið í ágúst en í ár var strandveiðikvótinn alls 8.527 tonn. Óánægjan er sérstaklega mikil meðal smábátaeigenda á norðan- og austanverðu landinu, en þar er aðalveiðitímabilið síðari hluta sumars, í júlí og ágúst.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Við viljum samtal um þetta en það virðist ekki vera í boði“ Formaður Strandveiðifélags Íslands segir framkomu yfirvalda í garð strandveiðimanna óásættanlega. Auka þurfi kvótann sem sé algjör hungurlús og gera breytingar á kerfinu til framtíðar. Hann furðar sig á því að matvælaráðherra setji sig upp á móti umhverfisvænum veiðum. 2. júlí 2023 22:39 Strandveiðitímabilið stefnir í að verða það stysta frá upphafi Strandveiðitímabilið í ár stefnir í að verða það stysta í fimmtán ára sögu veiðanna. Frá byrjun maímánaðar er búið að veiða áttatíu prósent strandveiðikvótans í þorski, aðeins tuttugu prósent eru eftir, samkvæmt nýrri samantekt Landssambands smábátaeigenda í morgun. 28. júní 2023 12:00 Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Sjá meira
„Við viljum samtal um þetta en það virðist ekki vera í boði“ Formaður Strandveiðifélags Íslands segir framkomu yfirvalda í garð strandveiðimanna óásættanlega. Auka þurfi kvótann sem sé algjör hungurlús og gera breytingar á kerfinu til framtíðar. Hann furðar sig á því að matvælaráðherra setji sig upp á móti umhverfisvænum veiðum. 2. júlí 2023 22:39
Strandveiðitímabilið stefnir í að verða það stysta frá upphafi Strandveiðitímabilið í ár stefnir í að verða það stysta í fimmtán ára sögu veiðanna. Frá byrjun maímánaðar er búið að veiða áttatíu prósent strandveiðikvótans í þorski, aðeins tuttugu prósent eru eftir, samkvæmt nýrri samantekt Landssambands smábátaeigenda í morgun. 28. júní 2023 12:00
Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44