Íslensk vegabréf Bobby Fischer fundust fyrir tilviljun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. júlí 2023 15:46 Aldís Sigfúsdóttir tók við vegabréfunum fyrir hönd Fischersetursins frá Stefáni Hauki Jóhannssyni, sendiherra Íslands í Tókýó. Utanríkisráðuneytið Stefán Haukur Jóhannsson, sendiherra Íslands í Japan, afhenti Fischersetrinu á Selfossi tvö íslensk vegabréf skáksnillingsins Bobby Fischer sem gefin voru út árið 2005 þegar hann fékk ríkisborgararétt hér á landi. Vegabréfin voru týnd en fundust fyrir tilviljun, eitt í sendiráðinu í Japan og annað á skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið greinir frá í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar kemur fram að annað vegabréfið hafi fundist við tiltekt í sendiráðinu í Tokýó í vor. Umrætt vegabréf var gefið út í febrúar 2005 og notað til að koma Fischer til Íslands þar sem hann fékk síðar íslenskt ríkisfang. Bobby Fischer varð ríkisfangslaus eftir að hann afsalaði sér bandarískum ríkisborgararétti til að forðast lögsókn þar, en Fischer hafði teflt við Boris Spasskí í Júgóslavíu þvert á viðskiptabann Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneytið Sendiherra Íslands í Tókýó, Stefáni Hauki Jóhannssyni varð strax hugsað til Fischersetursins á Selfossi en svo vildi til að hann hafði fyrir skemmstu verið að aðstoða setrið við að komast í samband við ekkju Fischer sem er frá Japan og býr þar. Verða safngripir Segir í færslu ráðuneytisins að leitað hafi verið til laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins til að kanna hvort og hvernig hægt væri að láta vegabréf látins einstaklings þriðja aðila, Fischersetrinu, í té. „Í þeirri málaleitan kom á daginn að annað vegabréf hafði nýverið fundist á prótókollskrifstofu ráðuneytisins, almennt vegabréf fyrir íslenska ríkisborgara útgefið í mars 2005, fyrir þennan sama Robert James Fischer. Í því vegabréfi er hann skráður íslenskur. Þar var þá um að ræða vegabréfið sem hann fékk eftir að hann öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt, um leið og "vegabréf útlendings" var gatað og ógilt.“ Bobby Fischer fékk að endingu íslenskan ríkisborgararétt. Utanríkisráðuneytið Eftir nokkrar vangaveltur var niðurstaðan sú að ráðuneytið myndi afhenda setrinu vegabréfin tvö sem gefin voru út í nafni Robert James Fischer til ótímabundinnar vörslu og sýningar sem safngrip, með þeim fyrirvara að ráðuneytið gæti kallað það til sín ef þörf krefði. Þá vildi svo skemmtilega til að Stefán Haukur var staddur á landinu þegar niðurstaðan lá fyrir. Hann mælti sér mót við Aldísi Sigfúsdóttur í Fischersetrinu og afhenti henni vegabréfin tvö og gat þannig fylgt sögunni eftir frá upphafi til enda. Fyrra vegabréf Fischer var sérstaklega merkt sem vegabréf útlendings.Utanríkisráðuneytið Bobby Fischer Árborg Vegabréf Einvígi aldarinnar Skák Sendiráð Íslands Utanríkismál Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Utanríkisráðuneytið greinir frá í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar kemur fram að annað vegabréfið hafi fundist við tiltekt í sendiráðinu í Tokýó í vor. Umrætt vegabréf var gefið út í febrúar 2005 og notað til að koma Fischer til Íslands þar sem hann fékk síðar íslenskt ríkisfang. Bobby Fischer varð ríkisfangslaus eftir að hann afsalaði sér bandarískum ríkisborgararétti til að forðast lögsókn þar, en Fischer hafði teflt við Boris Spasskí í Júgóslavíu þvert á viðskiptabann Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneytið Sendiherra Íslands í Tókýó, Stefáni Hauki Jóhannssyni varð strax hugsað til Fischersetursins á Selfossi en svo vildi til að hann hafði fyrir skemmstu verið að aðstoða setrið við að komast í samband við ekkju Fischer sem er frá Japan og býr þar. Verða safngripir Segir í færslu ráðuneytisins að leitað hafi verið til laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins til að kanna hvort og hvernig hægt væri að láta vegabréf látins einstaklings þriðja aðila, Fischersetrinu, í té. „Í þeirri málaleitan kom á daginn að annað vegabréf hafði nýverið fundist á prótókollskrifstofu ráðuneytisins, almennt vegabréf fyrir íslenska ríkisborgara útgefið í mars 2005, fyrir þennan sama Robert James Fischer. Í því vegabréfi er hann skráður íslenskur. Þar var þá um að ræða vegabréfið sem hann fékk eftir að hann öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt, um leið og "vegabréf útlendings" var gatað og ógilt.“ Bobby Fischer fékk að endingu íslenskan ríkisborgararétt. Utanríkisráðuneytið Eftir nokkrar vangaveltur var niðurstaðan sú að ráðuneytið myndi afhenda setrinu vegabréfin tvö sem gefin voru út í nafni Robert James Fischer til ótímabundinnar vörslu og sýningar sem safngrip, með þeim fyrirvara að ráðuneytið gæti kallað það til sín ef þörf krefði. Þá vildi svo skemmtilega til að Stefán Haukur var staddur á landinu þegar niðurstaðan lá fyrir. Hann mælti sér mót við Aldísi Sigfúsdóttur í Fischersetrinu og afhenti henni vegabréfin tvö og gat þannig fylgt sögunni eftir frá upphafi til enda. Fyrra vegabréf Fischer var sérstaklega merkt sem vegabréf útlendings.Utanríkisráðuneytið
Bobby Fischer Árborg Vegabréf Einvígi aldarinnar Skák Sendiráð Íslands Utanríkismál Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira