Leigan mun tvöfaldast eftir viðgerðir Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. júlí 2023 07:46 Grófin er í Hafnarstræti 95 til vinstri á myndinni. Tryggvi Páll Geðræktarstöðin Grófin á Akureyri er í erfiðri stöðu í húsnæðismálum. Gera þarf framkvæmdir á húsnæðinu sem verða þó ekki gerðar nema með 110 prósenta hækkun leiguverðs. „Þangað kemur fólk sem er ekki aðeins með andlegar áskoranir heldur einnig til dæmis ýmis konar sjálfsofnæmissjúkdóma, viðkvæmt fólk. Við eigum að hlúa að þessu fólki,“ segir Pálína Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Grófarinnar. Stór hluti húsnæðisins að Hafnarstræti 95 er hvorki með loftræstingu né gluggum. Þá er loftræstingin sem til er allt of lítil, mikið af gömlum efnum í lofti og ljós orðin ónýt. Pálína gerir ráð fyrir að það þurfi nálægt fjórum milljónum króna til að bæta húsnæðið til þess að geta nýtt það almennilega. Kippur eftir covid Grófin er opin, ókeypis og notendamiðuð geðræktarstöð. Hún er rekin af félagasamtökum sem stofnuð voru árið 2013. Þar starfa sjö manns við að sinna á bilinu 70 til 90 skjólstæðingum á hverjum tíma, árlega um 5.500 komur en þær eru ekki skráðar jafn formlega og í heilbrigðiskerfinu heldur með gestabók. Að sögn Pálínu jukust komurnar mikið í og eftir covid faraldurinn, árin 2021 og 2022. Fólkið sem þangað kemur er komið mislangt á leið í sinni endurhæfingu. Sumt fólk er komið stutt á veg, er að auka sína virkni og vantar félagslegan stuðning. Annað er komið lengra í sínu endurhæfingarferli og er komið á vinnusamninga. Allir vilja mjög háa leigu Húsnæðið voru áður geymslur kaupfélagsins sem skýrir hvers vegna loftgæðin eru eins og þau eru. Rýmið er býsna mikið, 360 fermetrar, en leigan er lág. Pálína segir mikinn velvilja í garð Grófarinnar og hún trúir ekki öðru en að það takist að leysa vandann.Grófin Fasteignafélagið Reitir hyggst ekki gera framkvæmdir á húsinu nema leigan hækki verulega, um 110 prósent. „Ég er einnig búin að leita að öðru hentugu húsnæði en það er ekki um auðugan garð að gresja. Alls staðar vilja allir mjög háa leigu,“ segir Pálína. Hún segir loftgæðin í húsinu víða mjög slök og þeir sem eru þarna allan vinnudaginn finni fyrir því, þar með talið hún sjálf. Hún tekur það þó skýrt fram að það sé enginn greindur myglusveppur í húsinu eða neitt slíkt. Í ljósi þess að komunum hefur fjölgað þurfi Grófin á öllu plássinu að halda, en sum eru aðeins notuð tímabundið. Á meðan staðan er svona getur Grófin ekki aukið við þjónustuna. Fyrsti styrkurinn í fyrra Grófin nýtur stuðnings frá ríkinu en hefur ekki notið sams konar stuðnings frá Akureyrarbæ og Hugarafl fær frá Reykjavíkurborg. Fyrsti styrkurinn kom í fyrra, ein milljón króna frá velferðarráði. Pálína segir að óskað hafi verið eftir húsnæðisaðstoð frá Akureyrarbæ á síðasta ári. Nú sé verið að skoða þann möguleika að gera þjónustusamning en ekkert er meitlað í stein. „Það er rosalegur velvilji í samfélaginu fyrir Grófinni og allir sem vinna í þessum geira sammála um að svona staður þurfi að vera til,“ segir Pálína. Það hljóti að vera hægt að útvega fjórar milljónir króna til að tryggja viðkvæmum hópi viðunandi húsnæðisaðstæður. Hvort sem það komi úr einni átt eða fleirum. Akureyri Geðheilbrigði Húsnæðismál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Þangað kemur fólk sem er ekki aðeins með andlegar áskoranir heldur einnig til dæmis ýmis konar sjálfsofnæmissjúkdóma, viðkvæmt fólk. Við eigum að hlúa að þessu fólki,“ segir Pálína Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Grófarinnar. Stór hluti húsnæðisins að Hafnarstræti 95 er hvorki með loftræstingu né gluggum. Þá er loftræstingin sem til er allt of lítil, mikið af gömlum efnum í lofti og ljós orðin ónýt. Pálína gerir ráð fyrir að það þurfi nálægt fjórum milljónum króna til að bæta húsnæðið til þess að geta nýtt það almennilega. Kippur eftir covid Grófin er opin, ókeypis og notendamiðuð geðræktarstöð. Hún er rekin af félagasamtökum sem stofnuð voru árið 2013. Þar starfa sjö manns við að sinna á bilinu 70 til 90 skjólstæðingum á hverjum tíma, árlega um 5.500 komur en þær eru ekki skráðar jafn formlega og í heilbrigðiskerfinu heldur með gestabók. Að sögn Pálínu jukust komurnar mikið í og eftir covid faraldurinn, árin 2021 og 2022. Fólkið sem þangað kemur er komið mislangt á leið í sinni endurhæfingu. Sumt fólk er komið stutt á veg, er að auka sína virkni og vantar félagslegan stuðning. Annað er komið lengra í sínu endurhæfingarferli og er komið á vinnusamninga. Allir vilja mjög háa leigu Húsnæðið voru áður geymslur kaupfélagsins sem skýrir hvers vegna loftgæðin eru eins og þau eru. Rýmið er býsna mikið, 360 fermetrar, en leigan er lág. Pálína segir mikinn velvilja í garð Grófarinnar og hún trúir ekki öðru en að það takist að leysa vandann.Grófin Fasteignafélagið Reitir hyggst ekki gera framkvæmdir á húsinu nema leigan hækki verulega, um 110 prósent. „Ég er einnig búin að leita að öðru hentugu húsnæði en það er ekki um auðugan garð að gresja. Alls staðar vilja allir mjög háa leigu,“ segir Pálína. Hún segir loftgæðin í húsinu víða mjög slök og þeir sem eru þarna allan vinnudaginn finni fyrir því, þar með talið hún sjálf. Hún tekur það þó skýrt fram að það sé enginn greindur myglusveppur í húsinu eða neitt slíkt. Í ljósi þess að komunum hefur fjölgað þurfi Grófin á öllu plássinu að halda, en sum eru aðeins notuð tímabundið. Á meðan staðan er svona getur Grófin ekki aukið við þjónustuna. Fyrsti styrkurinn í fyrra Grófin nýtur stuðnings frá ríkinu en hefur ekki notið sams konar stuðnings frá Akureyrarbæ og Hugarafl fær frá Reykjavíkurborg. Fyrsti styrkurinn kom í fyrra, ein milljón króna frá velferðarráði. Pálína segir að óskað hafi verið eftir húsnæðisaðstoð frá Akureyrarbæ á síðasta ári. Nú sé verið að skoða þann möguleika að gera þjónustusamning en ekkert er meitlað í stein. „Það er rosalegur velvilji í samfélaginu fyrir Grófinni og allir sem vinna í þessum geira sammála um að svona staður þurfi að vera til,“ segir Pálína. Það hljóti að vera hægt að útvega fjórar milljónir króna til að tryggja viðkvæmum hópi viðunandi húsnæðisaðstæður. Hvort sem það komi úr einni átt eða fleirum.
Akureyri Geðheilbrigði Húsnæðismál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira