„Endaði þannig að Davíð Oddsson borgaði bara skipið“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. júlí 2023 08:38 Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi, var forstjóri N1 árin 2006 til 2012. Vísir/Vilhelm Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi og fyrrverandi forstjóri N1, segist aldrei hafa litið Norðmenn sömu augum eftir að Ísland varð næstum því olíulaust í nokkrar vikur skömmu eftir bankahrun á Íslandi árið 2008 þegar norska olíufyrirtækið Statoil neitaði N1 um 60 daga greiðslufrest. Hermann, sem var forstjóri N1 árin 2006 til 2012, rifjaði þetta upp í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark en Viðskiptablaðið fjallaði fyrst um málið. Hermann segir N1 hafa leitað til Statoil, sem nú heitir Equinor, vegna flutnings á olíu að andvirði 23 milljóna dala til landsins. Þá hafi N1 hins vegar einungis verið með 3,5 til 4 milljarða króna í lausafé og almennt þurfi að staðgreiða olíu. N1 hafi í ljósi stöðunnar óskað eftir 60 daga greiðslufresti gegn bankaábyrgð frá Seðlabanka Íslands. Félagið hafi átt í viðskiptum við Statoil í 30 ár vandkvæðalaust. Seðlabankinn til bjargar „Það kom svar daginn eftir að því miður myndi það ekki ganga. Seðlabankinn nyti ekki trausts,“ segir Hermann sem bætir því við að N1 hafi svarað Statoil samdægurs og fengið lítið skuldsettan ríkissjóð til að ábyrgjast greiðsluna. Statoil hafnaði hins vegar beiðninni. „Það endaði bara þannig að Davíð Oddsson, sem þá var seðlabankastjóri, borgaði bara skipið, þ.e. þessar 23 milljónir dollara. Hann var eini maðurinn sem átti gjaldeyri,“ segir Hermann. N1 greiddi Seðlabankanum til baka í krónum. „Við fengum áfyllinguna. Að öðrum kosti hefði verið svona 4-5 vikna bið eftir að komast á pípuna aftur, ef skipið okkar hefði þurft að fara. Það bjargaði því að það varð ekki olíulaust á Íslandi.“ Norska fjármálaráðuneytið hafnaði beiðninni Hermann lýsir því að hann hafi beitt sér fyrir því eftir þetta að koma í veg fyrir að Statoil gæti tekið þátt í næsta útboði erlendra olíusala til N1 en íslensk olíufélög hafa yfirleitt bara einn erlendan olíubirgi. Farið var í slíkt útboð annað hvert ár og Statoil oftast fyrirtækið með besta boð, enda með stóra olíuhreinsunarstöð í Noregi. N1 samdi hins vegar við finnska olíufélagið Nesta Oil og stóð það samstarf yfir í tvö til þrjú ár. „Það var í rauninni mitt svar við þessari trakteringu Statoil á þessum tíma. Þeim var alveg sama um íslenska þjóð og alveg sama um þann vanda sem stóð fyrir dyrum. Þetta var algjörlega minniháttar mál fyrir þá.“ Hermann segir síðast hafa komist að því að norska fjármálaráðuneytið hafi hafnað beiðni forsvarsmanna Statoil, sem er í meirihlutaeigu norska ríkisins, um að veita N1 greiðslufrest. „Það var gert til þess að neyða Íslendinga í eitthvað prógramm hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það átti bara að svelta okkur til hlýðni með öllum ráðum. Síðan hef ég aldrei litið Norðmenn sömu augum.“ Bensín og olía Hrunið Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Hermann, sem var forstjóri N1 árin 2006 til 2012, rifjaði þetta upp í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark en Viðskiptablaðið fjallaði fyrst um málið. Hermann segir N1 hafa leitað til Statoil, sem nú heitir Equinor, vegna flutnings á olíu að andvirði 23 milljóna dala til landsins. Þá hafi N1 hins vegar einungis verið með 3,5 til 4 milljarða króna í lausafé og almennt þurfi að staðgreiða olíu. N1 hafi í ljósi stöðunnar óskað eftir 60 daga greiðslufresti gegn bankaábyrgð frá Seðlabanka Íslands. Félagið hafi átt í viðskiptum við Statoil í 30 ár vandkvæðalaust. Seðlabankinn til bjargar „Það kom svar daginn eftir að því miður myndi það ekki ganga. Seðlabankinn nyti ekki trausts,“ segir Hermann sem bætir því við að N1 hafi svarað Statoil samdægurs og fengið lítið skuldsettan ríkissjóð til að ábyrgjast greiðsluna. Statoil hafnaði hins vegar beiðninni. „Það endaði bara þannig að Davíð Oddsson, sem þá var seðlabankastjóri, borgaði bara skipið, þ.e. þessar 23 milljónir dollara. Hann var eini maðurinn sem átti gjaldeyri,“ segir Hermann. N1 greiddi Seðlabankanum til baka í krónum. „Við fengum áfyllinguna. Að öðrum kosti hefði verið svona 4-5 vikna bið eftir að komast á pípuna aftur, ef skipið okkar hefði þurft að fara. Það bjargaði því að það varð ekki olíulaust á Íslandi.“ Norska fjármálaráðuneytið hafnaði beiðninni Hermann lýsir því að hann hafi beitt sér fyrir því eftir þetta að koma í veg fyrir að Statoil gæti tekið þátt í næsta útboði erlendra olíusala til N1 en íslensk olíufélög hafa yfirleitt bara einn erlendan olíubirgi. Farið var í slíkt útboð annað hvert ár og Statoil oftast fyrirtækið með besta boð, enda með stóra olíuhreinsunarstöð í Noregi. N1 samdi hins vegar við finnska olíufélagið Nesta Oil og stóð það samstarf yfir í tvö til þrjú ár. „Það var í rauninni mitt svar við þessari trakteringu Statoil á þessum tíma. Þeim var alveg sama um íslenska þjóð og alveg sama um þann vanda sem stóð fyrir dyrum. Þetta var algjörlega minniháttar mál fyrir þá.“ Hermann segir síðast hafa komist að því að norska fjármálaráðuneytið hafi hafnað beiðni forsvarsmanna Statoil, sem er í meirihlutaeigu norska ríkisins, um að veita N1 greiðslufrest. „Það var gert til þess að neyða Íslendinga í eitthvað prógramm hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það átti bara að svelta okkur til hlýðni með öllum ráðum. Síðan hef ég aldrei litið Norðmenn sömu augum.“
Bensín og olía Hrunið Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira